Umfjöllun: Keflavík rúllaði yfir ÍBV Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 26. september 2009 15:00 Hólmar Örn Rúnarsson, leikmaður Keflavíkur. Mynd/Valli Keflavík flengdi Eyjamenn, 6-1, í miklum rokleik í Keflavík þar sem veðrið setti sterkan svip á leikinn. Eyjamenn léku undan sterkum vindi í fyrri hálfleik en áttu í miklum vandræðum með að nýta sér það og halda boltanum niðri. Fá færi litu dagsins ljós í fyrri hálfeik en engu að síður voru skoruð þrjú mörk og setti vindurinn sterkan svip á þau tvö síðari. Alen Sutej skoraði fyrsta markið eftir horn en Yngvi Magnús jafnaði metin þegar hann potaði í boltann eftir að vindurinn hafði feykt boltanum til og frá eftir aukaspyrnu Matt Garner og ruglað varnarmenn Keflavíkur í ríminu. Veðrið versnaði eftir jöfnunarmark ÍBV og mátti ekki við því þar sem mjög kalt var í veðri og vindurinn stífur. Til að bæta gráu ofan á svart gekk á með slydduéli og við þær aðstæður missti Albert fyrirgjöf Magnúsar Sverris til Guðmundar Steinarssonar sem skoraði með síðustu snertingu fyrri hálfleiks, 2-1, fyrir Keflavík í hálfleik. Keflvíkingar voru mikið betri aðilinn eftir hlé og uppskáru mark eftir 20 mínútna leik. Leikurinn var rólegur í kjölfarið en þegar rúmlega tíu mínútur voru til leiksloka lögðust heimamenn í þunga sókn sem gaf þrjú mörk á fjórum mínútum. Frábær endir á tímabilinu hjá Keflavík en aftur á móti slakur endir fyrir ÍBV sem þó getur verið ánægt með sína stöðu í lok tímabils. Keflavík-ÍBV 6-1 1-0 Alen Sutej ´20 1-1 Yngvi Magnús Borgþórsson ´31 2-1 Guðmundur Steinarsson ´45 3-1 Guðmundur Steinarsson ´65 4-1 Haraldur Freyr Guðmundsson ´80 5-1 Símun Eiler Samuelsen ´82 6-1 Símun Eiler Samuelsen ´84Sparisjóðsvöllur. Áhorfendur: 420Dómari: Kristinn Jakobsson 8Skot (á mark): 12-9 (10-6)Varið: Lasse 4 – Albert 5Aukaspyrnur: 6-11Horn: 11-6Rangstöður: 2-5Keflavík 4-5-1: Lasse Jörgensen 6 Hólmar Örn Rúnarsson 5 Bjarni Hólm Aðalsteinsson 6 Alen Sutej 7 Sigurður Gunnar Sævarsson 6 *Magnús Sverrir Þorsteinsson 8 Maður leiksins Haraldur Freyr Guðmundsson 7 (86. Magnús Þórir Matthíasson -) Símun Eiler Samuelsen 8 Guðmundur Steinarsson 7 Jóhann Birnir Guðmundsson 6 (86. Magnús Þór Magnússon -) Haukur Ingi Guðnason 5 (77. Jón Gunnar Eysteinsson -)ÍBV 4-5-1: Albert Sævarsson 3 (83. Elías Fannar Stefánsson -) Arnór Eyvar Ólafsson 4 Eiður Aron Sigurbjörnsson 4 Þórarinn Ingi Valdimarsson 6 (74. Augustine Nsumba -) Matt Garner 5 Bjarni Rúnar Einarsson 6 Yngvi Magnús Borgþórsson 5 Andri Ólafsson 5 Egill Jóhannsson 6 Tonny Mawejje 4 Gauti Þorvarðarson 4 (61. Anton Bjarnason 5) Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Heimir Hallgrímsson: Meira jákvætt en neikvætt í sumar Heimir Hallgrímsson þjálfari ÍBV var brosmildur og jákvæður í leikslok þrátt fyrir stórt tap í Keflavík enda ÍBV búið að ná markmiðum sínum í sumar fyrir leikinn. 26. september 2009 18:34 Kristján Guðmundsson: Get enn mótíverað liðið Svo gæti farið að Kristján Guðmundsson þjálfari Keflavíkur hafi verið að stýra liðinu í sínum síðasta leik, þegar Keflavík skellti ÍBV, 6-1, en framtíð hans ræðst í byrjun næstu viku. 26. september 2009 18:36 Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Enski boltinn „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti Samdi við kríuna um að koma sér á brott Golf NBA stjarna borin út Körfubolti Fleiri fréttir Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjá meira
Keflavík flengdi Eyjamenn, 6-1, í miklum rokleik í Keflavík þar sem veðrið setti sterkan svip á leikinn. Eyjamenn léku undan sterkum vindi í fyrri hálfleik en áttu í miklum vandræðum með að nýta sér það og halda boltanum niðri. Fá færi litu dagsins ljós í fyrri hálfeik en engu að síður voru skoruð þrjú mörk og setti vindurinn sterkan svip á þau tvö síðari. Alen Sutej skoraði fyrsta markið eftir horn en Yngvi Magnús jafnaði metin þegar hann potaði í boltann eftir að vindurinn hafði feykt boltanum til og frá eftir aukaspyrnu Matt Garner og ruglað varnarmenn Keflavíkur í ríminu. Veðrið versnaði eftir jöfnunarmark ÍBV og mátti ekki við því þar sem mjög kalt var í veðri og vindurinn stífur. Til að bæta gráu ofan á svart gekk á með slydduéli og við þær aðstæður missti Albert fyrirgjöf Magnúsar Sverris til Guðmundar Steinarssonar sem skoraði með síðustu snertingu fyrri hálfleiks, 2-1, fyrir Keflavík í hálfleik. Keflvíkingar voru mikið betri aðilinn eftir hlé og uppskáru mark eftir 20 mínútna leik. Leikurinn var rólegur í kjölfarið en þegar rúmlega tíu mínútur voru til leiksloka lögðust heimamenn í þunga sókn sem gaf þrjú mörk á fjórum mínútum. Frábær endir á tímabilinu hjá Keflavík en aftur á móti slakur endir fyrir ÍBV sem þó getur verið ánægt með sína stöðu í lok tímabils. Keflavík-ÍBV 6-1 1-0 Alen Sutej ´20 1-1 Yngvi Magnús Borgþórsson ´31 2-1 Guðmundur Steinarsson ´45 3-1 Guðmundur Steinarsson ´65 4-1 Haraldur Freyr Guðmundsson ´80 5-1 Símun Eiler Samuelsen ´82 6-1 Símun Eiler Samuelsen ´84Sparisjóðsvöllur. Áhorfendur: 420Dómari: Kristinn Jakobsson 8Skot (á mark): 12-9 (10-6)Varið: Lasse 4 – Albert 5Aukaspyrnur: 6-11Horn: 11-6Rangstöður: 2-5Keflavík 4-5-1: Lasse Jörgensen 6 Hólmar Örn Rúnarsson 5 Bjarni Hólm Aðalsteinsson 6 Alen Sutej 7 Sigurður Gunnar Sævarsson 6 *Magnús Sverrir Þorsteinsson 8 Maður leiksins Haraldur Freyr Guðmundsson 7 (86. Magnús Þórir Matthíasson -) Símun Eiler Samuelsen 8 Guðmundur Steinarsson 7 Jóhann Birnir Guðmundsson 6 (86. Magnús Þór Magnússon -) Haukur Ingi Guðnason 5 (77. Jón Gunnar Eysteinsson -)ÍBV 4-5-1: Albert Sævarsson 3 (83. Elías Fannar Stefánsson -) Arnór Eyvar Ólafsson 4 Eiður Aron Sigurbjörnsson 4 Þórarinn Ingi Valdimarsson 6 (74. Augustine Nsumba -) Matt Garner 5 Bjarni Rúnar Einarsson 6 Yngvi Magnús Borgþórsson 5 Andri Ólafsson 5 Egill Jóhannsson 6 Tonny Mawejje 4 Gauti Þorvarðarson 4 (61. Anton Bjarnason 5)
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Heimir Hallgrímsson: Meira jákvætt en neikvætt í sumar Heimir Hallgrímsson þjálfari ÍBV var brosmildur og jákvæður í leikslok þrátt fyrir stórt tap í Keflavík enda ÍBV búið að ná markmiðum sínum í sumar fyrir leikinn. 26. september 2009 18:34 Kristján Guðmundsson: Get enn mótíverað liðið Svo gæti farið að Kristján Guðmundsson þjálfari Keflavíkur hafi verið að stýra liðinu í sínum síðasta leik, þegar Keflavík skellti ÍBV, 6-1, en framtíð hans ræðst í byrjun næstu viku. 26. september 2009 18:36 Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Enski boltinn „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti Samdi við kríuna um að koma sér á brott Golf NBA stjarna borin út Körfubolti Fleiri fréttir Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjá meira
Heimir Hallgrímsson: Meira jákvætt en neikvætt í sumar Heimir Hallgrímsson þjálfari ÍBV var brosmildur og jákvæður í leikslok þrátt fyrir stórt tap í Keflavík enda ÍBV búið að ná markmiðum sínum í sumar fyrir leikinn. 26. september 2009 18:34
Kristján Guðmundsson: Get enn mótíverað liðið Svo gæti farið að Kristján Guðmundsson þjálfari Keflavíkur hafi verið að stýra liðinu í sínum síðasta leik, þegar Keflavík skellti ÍBV, 6-1, en framtíð hans ræðst í byrjun næstu viku. 26. september 2009 18:36
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti