Sport

Ísland og Króatía gerðu jafntefli

Ísland og Króatía gerðu jafntefli, 26-26, í mögnuðum handboltaleik í Vínarborg í dag. Ísland var með leikinn í hendi sér lengstum en Króatar sýndu mikla seiglu á lokakaflanum.

Handbolti

Cristiano Ronaldo: Átti ekki að fá rautt fyrir að nefbrjóta hann

Cristiano Ronaldo baðst afsökunar á því að nefbrjóta Patrick Mtiliga, varnarmann Malaga, í spænsku úrvalsdeildinni í gær en þó ekki fyrr en eftir leikinn. Ronaldo skoraði bæði mörkin í 2-0 sigri Real Madrid en var síðan rekinn útaf fyrir að því virtist greinilegt olnbogaskot tuttugu mínútum fyrir leikslok.

Fótbolti

Didier Drogba og félagar úr leik í Afríkukeppninni

Didier Drogba og félagar í landsliði Fílabeinsstrandarinnar eru úr leik í Afríkukeppninni eftir 2-3 tap fyrir Alsír í framlengdum leik í átta liða úrslitunum í gær. Gana komst einnig áfram með 1-0 sigri á heimamönnum í Angóla. Hinir tveir leikir átta liða úrslitanna fara fram í dag.

Fótbolti

Inter vann Mílanóslaginn

Það var heitt í kolunum í Mílanó í kvöld þegar erkifjendurnir AC Milan og Inter mættust í toppslag í ítölsku deildinni. Inter vann leikinn, 2-0, þó svo liðið hafi misst mann af velli snemma í leiknum.

Fótbolti

West Ham að landa Benni McCarthy

Framherjinn Benni McCarthy virðist vera búinn að ná samkomulagi við úrvalsdeildarlið West Ham United samkvæmt, Sunday Times. Samningur hans mun gilda næsta tvö og hálfa árið.

Enski boltinn

Strákarnir æfðu í Vín í dag

Íslenska landsliðið í handbolta æfði í Vínarborg í dag en þar hefst á morgun keppni í 1. milliriðli á Evrópumeistaramótinu í handbolta. Æft var í Stadthalle þar sem leikirnir munu fara fram.

Handbolti

Hver er Thomas Bauer?

Hetja Austurríkis í leiknum gegn Serbíu um helgina var markvörðurinn Thomas Bauer. Hann kom inn af bekknum og varði mörg glæsileg skot. Hann hélt til að mynda markinu hreinu í átta mínútur og varði á þeim tíma sjö skot.

Handbolti

Pólverjar völtuðu yfir Spánverja

Pólverjar eru komnir með sterka stöðu í milliriðli sínum eftir að liðið valtaði yfir Spánverja í Innsbruck í dag. Pólverjar miklu betri allan tímann og unnu sanngjarnan sex marka sigur, 32-26.

Handbolti

Ciro Ferrara að pakka saman?

Eigendur Juventus virðast vera búnir að gefast upp á þjálfara liðsins, Ciro Ferrara. Ef marka má fregnir ítalska blaðsins, La Stampa, má búast við því að hann taki poka sinn á næstu klukkustundum.

Fótbolti

Stoke sló Arsenal út

Stoke City er komið áfram í enska bikarnum eftir 3-1 heimasigur á Arsenal. Sol Campbell lék í vörn Arsenal í leiknum í fyrsta sinn eftir endurkomuna en átti engan veginn góðan leik.

Enski boltinn