Handbolti

Óvæntur sigur Tékka á Slóvenum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Úr leik liðanna í kvöld.
Úr leik liðanna í kvöld.

Spútniklið EM, Slóvenía, fékk magalendingu í Innsbruck í kvöld er þeir mættu nágrönnum sínum frá Tékklandi.

Tékkarnir hreinlega kjöldrógu Slóvenana og unnu tveggja marka sigur, 37-35, sem var mun öruggari en lokatölur gefa til kynna.

Tékkar leiddu með níu mörkum í hálfleik, 21-12, og náðu mest tíu marka forskoti í leiknum. Slóvenar reyndu að koma til baka en ógnuðu Tékkum ekki að neinu ráði þó svo munurinn hafi aðeins verið tvö mörk undir lokin.

Tékkar því komnir með tvö stig í milliriðli II rétt eins og Slóvenar.

Vid Kavticnik var markahæstur hjá Slóvenum með 8 mörk en Filip Jicha fór hamförum í liði Tékka og skoraði 12 mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×