Fótbolti

Eiður á bekknum í sigri Monaco á Lyon

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Eiður Smári Guðjohnsen var í leikmannahópi Monaco í kvöld sem mætti Lyon í franska bikarnum. Þar sat hann allan tímann og horfði á félaga sína landa sigri, 2-1.

Jean Alain Boumsong kom Lyon yfir í leiknum en Nene jafnaði leikinn og Chu-young Park skoraði sigurmark leiksins.

Þetta gæti hafa verið síðasta bekkjarseta Eiðs hjá Monaco því hann var sterklega orðaður við West Ham í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×