Handbolti

Frakkar unnu nauman sigur á Þjóðverjum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Karabatic sækir að marki Þjóðverja í dag.
Karabatic sækir að marki Þjóðverja í dag.

Fyrsta leiknum í milliriðlakeppni EM er lokið en í honum mættust Frakkar og Þjóðverjar. Frakkar unnu nauman sigur, 24-22, eftir að hafa leitt í hálfleik, 12-10.

Frakkar virtust vera með unninn leik í höndunum þegar tíu mínútur voru eftir af leiknum. Þá fóru þeir að klúðra hverri sókninni á fætur annarri og gerðu í raun allt sem þeir gátu til þess að koma Þjóðverjum inn í leikinn.

Það ágæta boð nýttu Þjóðverjar ekki sem skyldi, voru klaufar í sókninni og Frakkar nældu því í stigin tvö.

Guillaume Joli var markahæstur hjá Frökkum með sjö mörk en Torsten Jansen var atkvæðamestur í liði Þjóðverja með fimm mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×