Handbolti

Pólverjar völtuðu yfir Spánverja

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Úr leik liðanna í dag.
Úr leik liðanna í dag.

Pólverjar eru komnir með sterka stöðu í milliriðli sínum eftir að liðið valtaði yfir Spánverja í Innsbruck í dag. Pólverjar miklu betri allan tímann og unnu sanngjarnan sex marka sigur, 32-26.

Frakkland og Pólland því með fimm stig í riðlinum en Spánverjar með þrjú.

Bartos Jurecki var markahæstur hjá Pólverjum með 6 mörk. Iker Romero var yfirburðamaður hjá Spánverjum með átta mörk.

Einn leikur er eftir í milliriðlinum í dag en þar mætast Slóvenar og Tékkar.

Keppni í milliriðli Íslands hefst síðan á morgun en sá riðill fer fram í Vín.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×