Sport

Uppbyggingin mun taka tíma

Það hefur ekki gengið vel hjá Liverpool í upphafi vetrar undir stjórn Roy Hodgson en stjórinn segir það alltaf hafa verið ljóst að það tæki tíma að byggja upp liðið.

Enski boltinn

Árekstur Hamilton dýrkeyptur í stigamótinu

Lewis Hamilton varð fyrir áfalli í öðru Formúlu 1 mótinu í röð. Hann féll úr leik í Singapúr í gær eftir samstuð við Mark Webber, en þeir voru í efstu sætunum tveimur í stigamótinu fyrir keppnina. Fernando Alonso sem vann í gær er núna kominn í annað sætið á eftir Webber.

Formúla 1

Ryan Giggs frá í tvær vikur

Ellismellurinn Ryan Giggs verður frá í um tvær vikur vegna meiðsla sem hann hlaut í dag. Hann þurfti að yfirgefa völlinn þegar Manchester United gerði jafntefli við Bolton.

Enski boltinn

Alonso: Enn geta fimm orðið meistarar

Fernando Alonso er búinn að vinna tvo Formúlu 1 mót í röð og er kominn í annað sæti í stigamóti ökumanna á eftir Mark Webber. Hann vann mótið í Singapúr í dag, en Sebastian Vettel varð aðeins 0.2 sekúndum á eftir honum eftir harða keppni

Formúla 1

Seiglusigur hjá Stoke

Stoke vann góðan 2-1 útisigur á Newcastle eftir að hafa lent marki undir í fyrri hálfleik. Eiður Smári Guðjohnsen kom inn á sem varamaður í síðari hálfleik.

Enski boltinn

Alonso vann annan sigurinn í röð

Spánverjinn Fernando Alonso á Ferrari vann flóðlýsta mótið í Singapúr í dag, eftir harðan slag við Sebastian Vettel á Red Bull. Á meðan féll Lewis Hamilton á McLaren úr leik eftir árekstur við Mark Webber á Red Bull.

Formúla 1