Enski boltinn

Drogba gæti yfirgefið Chelsea

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Didier Drogba, framherji Chelsea, er opinn fyrir því að reyna fyrir sér hjá öðru félagi áður en hann leggur skóna á hilluna.

Hinn 32 ára gamli Drogba hefur verið í herbúðum Chelsea síðan 2004 er hann kom þangað frá Marseille. Hann er búinn að leika 250 leiki fyrir Chelsea og hafði áður lýst því yfir að hann vildi klára ferilinn hjá félaginu.

"Ég hef alltaf sagt að ég vilji enda ferilinn hér. Ég get samt sagt núna að ég er opinn fyrir ýmsu og það getur allt gerst í fótbolta. Ég ætlaði að klára ferilinn hjá Marseille en svo breyttist allt á einni viku," sagði Drogba sem á tvö ár eftir af núverandi samningi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×