Enski boltinn

Seiglusigur hjá Stoke

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Wayne Routledge og Danny Collins í baráttunni í dag.
Wayne Routledge og Danny Collins í baráttunni í dag. Nordic Photos / Getty Images

Stoke vann góðan 2-1 útisigur á Newcastle eftir að hafa lent marki undir í fyrri hálfleik. Eiður Smári Guðjohnsen kom inn á sem varamaður í síðari hálfleik.

Newcastle var sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og komst verðskuldað yfir með marki Kevin Nolan úr vítaspyrnu sem var að vísu umdeild.

Ricardo Fuller kom inn á snemma í síðari hálfleik og hleyptu nýju lífi í lið Stoke. Hann meiddist þegar brotið var á honum um stundarfjórðungi síðar og þurfti að fara af velli.

En upp úr aukaspyrnunni kom jöfnunarmark Stoke. Boltinn barst inn á teig þar sem Robert Huth skallaði hann fyrir markið og beint á Kenwyne Jones sem skoraði af stuttu færi.

Jafnræði var með liðunum eftir þetta en Stoke sýndi mikla seiglu með því að skora sigurmarkið þegar fimm mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma.

Gestirnir höfðu þá fengið hvert innkastið á fætur öðru og svo tvær hornspyrnur. Boltanum var semsagt ítrekað dælt inn í teiginn sem lauk með því að varamaðurinn James Perch varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark er hann skallaði boltann í eigið mark.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×