Enski boltinn

Uppbyggingin mun taka tíma

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Það hefur ekki gengið vel hjá Liverpool í upphafi vetrar undir stjórn Roy Hodgson en stjórinn segir það alltaf hafa verið ljóst að það tæki tíma að byggja upp liðið.

Liverpool er aðeins með sex stig í sex leikjum í ensku úrvalsdeildinni og tap gegn Northampton í deildarbikarnum fullkomnaði niðurlægingu Liverpool í upphafi vetrar.

"Leikmennirnir eru að reyna að aðlagast aðstæðum sem eru ekki auðveldar. Það er stóra vandamálið núna. Það er allt nýtt, nýir leikmenn, óvissa með eignarhald og fólk farið að snúast gegn okkur því við erum ekki á toppnum eftir nokkra leiki," sagði Hodgson.

"Ég er ekki að segja að árangurinn sé nógu góður en það hefði mátt sjá það fyrir að það tæki tíma að koma hlutunum í rétt horf hjá félaginu."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×