Sport

Atli: Við eigum ýmislegt inni

Atli Hilmarsson stýrði Akueyri í sínum fyrsta heimaleik í kvöld. Hann fer vel af stað með liðið, það hefur unnið báða leikina sína í deildinni til þessa.

Handbolti

Sao Paulo vill fá Kaká heim

Varaforseta brasilíska liðsins Sao Paulo, Carlos Augusto, dreymir um að fá landa sinn, Kaká, aftur til félagsins en Kaká hóf feril sinn hjá Sao Paulo.

Fótbolti

Briatore vill stuðning Red Bull við Webber í titilslagnum

Flavio Briatore, fyrrum framkvæmdarstjóri Renault Formúlu 1 liðsins segist ekki skilja afhverju Red Bull liðið styðji ekki Mark Webber umfram Sebastian Vettel í titilslagnum í Formúlu1. Fimm ökumenn eiga möguleika á titlinum og Webber er efstur að stigum, ellefu stigum á undan Fernando Alonso hjá Ferrari.

Formúla 1

Makelele í slagsmálum við gömlu kærustuna

Claude Makelele, fyrrum leikmaður Chelsea og Real Madrid og núverandi leikmaður Paris Saint-Germain, lenti í slagsmálum við gamla kærustu á heimili sínu á dögunum. Bæði Makelele og gamla kærastan hafa nú kært hvort annað og málið verður útkljáð í réttarsal.

Fótbolti

Mikilvægasta og flottasta hælspyrna sögunnar - myndband

Matty Burrows skoraði ótrúlegt sigurmark fyrir Glentoran á móti Portadown í norður-írsku úrvalsdeildinni á þriðjudaginn. Markið hefur vakið mikla athygli á netinu enda ekki vanalegt að leikmenn skori viðstöðulaust með hælnum frá vítateigslínu.

Fótbolti

Alonso ætlar að pressa á Red Bull

Spánverjinn Fernando Alonso sem hefur unnið tvö síðustu Formúlu 1 mót á Ferrari er staðráðinn í að pressa hressilega á Red Bull ökumennina Mark Webber og Sebastian Vettel, sem þykja líklegir til afreka á Suzuka brautinni í Japan um helgina.

Formúla 1

Andrés Már og Arnar Darri hittu slána frá miðju - myndband

Vefsíðan fótbolti.net bauð upp á skemmtilegt myndband á heimasíðu sinni í dag þar sem að leikmenn 21 árs landsliðsins reyndu sig í því að hitta slána frá miðju. Það voru þó ekki sóknarmenn liðsins sem slógu í gegn í þessum leik heldur bakvörðurinn Andrés Már Jóhannesson og markmaðurinn Arnar Darri Pétursson.

Íslenski boltinn

Redknapp: Ég elska Niko

Harry Redknapp, stjóri Tottenham, leggur áherslu á það að Króatinn Niko Kranjcar sé áfram mikilvægur hluti af liðinu þráttfyrir að miðjumaðurinn hafi ekki fengið alltof mikið af tækifærum á tímabilinu.

Enski boltinn

Macheda: Rooney er svolítill dóni

Federico Macheda var fenginn til þess að tjá sig um Wayne Rooney, liðsfélaga sinn hjá Manchester United, i viðtali við ítalska blaðið Gazzetta dello Sport en Macheda er nú staddur á Ítalíu þar sem hann mun spila með 21 árs liðinu.

Enski boltinn

Messi verður fyrirliði Argentínu á móti Japan

Lionel Messi virðist vera búinn að ná sér að fullu af ökklameiðslunum því hann mun spila með Argentínu í vináttuleik á móti Japan á morgun. Sergio Batistuta, þjálfari Argentínumanna ætlar að gera Messi að fyrirliða liðsins.

Fótbolti

Mancini: Ég mun breyta um taktík

Roberto Mancini, stjóri Manchester City, hefur lofað því að spila meiri sóknarknattspyrnu þegar hann verður kominn með fullskipað lið. Mancini hefur aðeins notað einn framherja (Carlos Tevez) í fyrstu leikjum tímabilsins en stillir þess í stað upp þremur varnartengiliðum inn á miðjunni.

Enski boltinn

Ferguson kallar eftir drápseðlinu i sínu liði

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United segir að sínir menn þurfi að fara að klára leiki ætli þeir sér að eiga möguleika í baráttunni um Englandsmeistaratitilinn. Chelsea er nú með fimm stiga forskot á United og er komið vel á stað með að verja titilinn sem liðið vann síðasta vor.

Enski boltinn

Wayne Rooney hrynur niður lista ríkustu manna fótboltans

Virði Wayne Rooney hefur fallið um tólf milljónir enskra punda í kjölfarið á vandræðum hans utan vallar. Rooney missti meðal annars risastóran auglýsingasaming við Coce Zero og það sést vel á lista yfir ríkustu menn fótboltans sem Guardian fjallar um í dag en blaðið byggir þessi grein á könnun Fourfourtwo.com.

Enski boltinn