Enski boltinn

Redknapp: Ég elska Niko

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Niko Kranjcar.
Niko Kranjcar. Mynd/Nordic Photos/Getty
Harry Redknapp, stjóri Tottenham, leggur áherslu á það að Króatinn Niko Kranjcar sé áfram mikilvægur hluti af liðinu þráttfyrir að miðjumaðurinn hafi ekki fengið alltof mikið af tækifærum á tímabilinu.

„Ég elska Niko. Gareth Bale hefur bara verið að spila svo vel svo hvað getur maður gert," sagði Harry Redknapp opinberri twitter-síðu Tottenham. „Niko vill spila út á vinstri væng og hann er ekki ánægður á hægri vængnum," sagði Redknapp.

„Það er ekki hægt að finna betri strák, hann er frábær fótboltamaður og mikill fagmaður. Hann heldur bara áfram og reynir sitt besta. Þetta væri nú ekkert erfitt starf ef allir leikmenn væru eins og Niko," sagði Harry Redknapp.

„Hann mætir til vinnu á hverjum degi til að bæta sig og það fylgja honum engin vandamál," sagði Redknapp um Niko Kranjcar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×