Enski boltinn

Roy Hodgson er ánægður með nýju eigendur Liverpool

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Roy Hodgson, stjóri Liverpool.
Roy Hodgson, stjóri Liverpool. Mynd/Nordic Photos/Getty
Roy Hodgson, stjóri Liverpool, vonast til þess að hægt verði að ganga frá sölunni á Liverpool sem fyrst en hann fagnar innkomu eigenda bandaríska hafnarboltaliðsins Boston Red Soxvá Anfield.

„Þetta eru mjög jákvæðar fréttir og auðvitað er ég ánægður með þetta," sagði Roy Hodgson í viðtali við heimasíðu Liverpool.

„Þetta ferli er búið að taka langan tíma og ég veit vel hversu mikið stjórnin hefur lagt á sig til þess að setja þetta upp," sagði Hodgson.

„Þetta er ekki búið að vera auðvelt fyrir stjórnina því eigendurnir hafa hugmyndir um söluna sem eru ekki raunhæfar. Ég var því ánægður með að heyra fréttirnir og heyra staðfestinguna á þvi að þetta myndi ganga í gegn," sagði Roy Hodgson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×