Enski boltinn

Wayne Rooney hrynur niður lista ríkustu manna fótboltans

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Wayne Rooney og Sir Alex Ferguson.
Wayne Rooney og Sir Alex Ferguson. Mynd/AP
Virði Wayne Rooney hefur fallið um tólf milljónir enskra punda í kjölfarið á vandræðum hans utan vallar. Rooney missti meðal annars risastóran auglýsingasaming við Coce Zero og það sést vel á lista yfir ríkustu menn fótboltans sem Guardian fjallar um í dag en blaðið byggir þessi grein á könnun Fourfourtwo.com.

Wayne Rooney fór niður um 24 sæti á heildarlistanum (65. í 89. sæti) og frá því að vera þriðji ríkasti fótboltamaðurinn í það að sitja í sjötta sætinu á eftir liðsfélögum sínum í

Manchester United, Rio Ferdinand og Ryan Giggs.

David Beckham er áfram langríkasti leikmaðurinn, Fabio Capello, landsliðsþjálfari Englendinga, er ríkasti stjórinn og Sheikh Mansour, eigandi Manchester City, er ríkasti eigandinn.

Ríkustu leikmenn

1) David Beckham - 100 milljónir punda LA Galaxy

2) Michael Owen - 40 milljónir Manchester United

3) Rio Ferdinand - 34 milljónir Manchester United

4) Sol Campbell - 31 milljónir Newcastle

5) Ryan Giggs - 27 milljónir Manchester United



Ríkustu stjórar



1) Fabio Capello - 36 milljónir punda England

2) Roy Keane 28 milljónir - Ipswich

3) Sir Alex Ferguson - 26 milljónir Manchester United

4) Carlo Ancelotti - 21 milljónir Chelsea

5) Arsene Wenger - 17 milljónir Arsenal



Ríkustu eigendur

1) Sheikh Mansour - 20 milljarðar punda Manchester City

2) Lakshmi Mittal og fjölskylda - 17 milljarðar Queens Park Rangers

3) Alisher Usmanov - 8 milljarðar Arsenal

4) Roman Abramovich - 7.4 milljarðar Chelsea

5) Liebherr fjölskyldan - 3 milljarðar Southampton




Fleiri fréttir

Sjá meira


×