Enski boltinn

Nýju eigendur Liverpool vilja hafa Roy Hodgson áfram

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Roy Hodgson, stjóri Liverpool.
Roy Hodgson, stjóri Liverpool. Mynd/AP
Roy Hodgson, stjóri Liverpool, hefur fengið fullvissu um það að hans sé öruggur í stjórastólnum á Anfield þótt að nýir eigendur séu að taka við félaginu á næstunni.

Liverpool hefur byrjað mjög illa undir stjórn Roy Hodgson en það þarf að fara aftur um 57 ár til þess að finna verri byrjun á tímabili hjá Liverpool. Liðið situr í fallsæti og er féll út úr enska deildarbikarnum á heimavelli á móti D-deildarliðinu Northampton Town.

Hodgson hefur því mátt þola harða gagnrýni og einhverjir hefðu jafnvel búist við því að nýir eigendur myndi hreinsa til í brúnni eins og þeir ætla að gera í skuldamálum félagins.

Svo verður þó ekki og Hodgson fær tækifæri til að reyna að rífa sína menn í gang eftir landsleikjahléið.

„Eigendurnir eru mjög ánægðir með stjóra liðsins og segja að hann sér rétti maðurinn til að leiða liðið inn í framtíðina," sagði Martin Broughton, stjórnarformaður Liverpool.

„Þeir ætla gera allt til þess að hjálpa félaginu til þess að vinna og ætla að fjárfesta bæði í nýjum leikmönnum sem og í betri leikvangi," sagði Broughton.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×