Sport Kári skoraði fjögur mörk í tapi á móti Kiel Alfreð Gíslason stýrði Kiel til sjötta sigursins í röð í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld þegar liðið vann níu marka heimasigur á Kára Kristjánssyni og félögum í Wetzlar, 38-29. Kiel komst upp fyrir Rhein-Neckar-Löwen og í toppsætið með þessum sigri. Handbolti 9.11.2010 19:30 Eiður Smári kominn aftur inn í hópinn hjá Stoke Eiður Smári Guðjohnsen er á bekknum hjá Stoke sem fær Birmingham í heimsókn í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Eiður Smári kemur aftur inn í hópinn en hann var ekki með á móti Sunderland um síðustu helgi. Enski boltinn 9.11.2010 19:13 Iverson ætlar að tala tyrknesku eftir tímabilið - myndband Allen Iverson er kominn til Tyrklands þar sem hann ætlar að spila körfubolta með Besiktas á þessu tímabili. Það hefur gripið um sig mikið Iverson-æði í Tyrklandi eins og sást vel þegar kappinn lenti á flugvellinum í Ístanbul í gær. Körfubolti 9.11.2010 18:45 Þjálfari Dana: Ég vildi bara sleppa við Spánverja Keld Bordinggaard, þjálfari danska 21 árs landsliðsins, var ánægður með riðilinn sem Danir spila í á Evrópumótinu næsta sumar en danska landsliðið dróst í riðil með Íslandi, Sviss og Hvíta-Rússlandi. Fótbolti 9.11.2010 18:00 Steinþór og Stefán Logi inn í A-landsliðið Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur gert tvær breytingar á landsliðshópnum sem hann tilkynnti í gær fyrir vináttulandsleik á móti Ísrael sem fer fram í Tel Aviv 17. nóvember næstkomandi. Íslenski boltinn 9.11.2010 17:04 Solskjær tekinn við Molde Norska úrvalsdeildarfélagið Molde tilkynnti í dag að Ole Gunnar Solskjær hafi verið ráðinn knattspyrnustjóri liðsins. Fótbolti 9.11.2010 16:45 Darren Bent missir af enn einu tækifærinu Darren Bent, framherji Sunderland, mun missa af vináttulandsleik Englendinga og Frakka sem fer fram í næstu viku en hann meiddist aftan í læri á æfingu á föstudaginn. Bent missti af leik Sunderland um síðustu helgi og verður frá í þrjár vikur vegna meiðslanna. Enski boltinn 9.11.2010 16:15 Áfrýjun Balotelli og Koscielny hafnað Enska knattspyrnusambandið tilkynnti í dag að þeir Mario Balotelli og Laurent Koscielny munu taka út sín leikbönn eins og til stóð. Enski boltinn 9.11.2010 15:45 Didier Drogba með malaríu Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, segir að Didier Drogba hafi greinst með malaríu en Drogba kvartaði undan slappleika fyrir Liverpool-leikinn um helgina og byrjaði þess vegna á bekknum í leiknum. Enski boltinn 9.11.2010 15:15 Mæta Hvít-Rússum í fyrsta leik í Árósum - leikjadagskráin tilbúin Íslenska 21 árs landsliðið dróst í dag í riðil með Dönum, Svisslendingum og Hvít Rússum í úrslitakeppni EM sem fram fer í Danmörku næsta sumar. Leikir Íslands fara fram í Álaborg og Árósum en leikjadagskráin er tilbúin. Fótbolti 9.11.2010 14:58 Formaður KSÍ: Erum nokkuð heppnir Geir Þorsteinsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, segir að Ísland hafi verið nokkuð heppið þegar dregið var í riðla í úrslitakeppni EM U-21 landsliða í dag. Fótbolti 9.11.2010 14:47 Ísland í riðli með Danmörku, Sviss og Hvíta-Rússlandi Ísland verður í riðli með Danmörku, Sviss og Hvíta-Rússlandi í úrslitakeppni EM U-21 landsliða í Danmörku næsta sumar. Fótbolti 9.11.2010 14:21 Roeder varar Capello við Carroll Glenn Roeder, fyrrum knattspyrnustjóri Newcastle, hefur varað við því að Andy Carroll fái að spila með enska landsliðinu gegn Frökkum í næstu viku. Enski boltinn 9.11.2010 14:15 Houllier og Carew semja frið Svo virðist sem að þeir Gerard Houllier, stjóri Aston Villa, og leikmaðurinn John Carew hafi samið frið þegar þeir hittust á fundi í gær. Enski boltinn 9.11.2010 13:45 Evra: Ekki forgangsatriði að vinna City Patrice Evra, leikmaður Manchester United, segir að það væri ekkert sérstakt við það að vinna Manchester City í leik liðanna á morgun. Enski boltinn 9.11.2010 13:15 Button: Ránstilraunin eins og Hollywood mynd Formúlu 1 meistarinn Jenson Button hjá McLaren slapp ásamt föður sínum og öðru föruneyti undan mönnum sem ætluðu að gera ránstilraun í grennd við Formúlu 1 mótið í Brasilíu á laugardaginn. Button segir lögreglumann sem ók brynvörðum hafa sýnt mikið snaræði. Nokkrir vopnaðir menn gerðu sig líklega til að gera atlögu að bíl sem Button var í á leið á hótel sitt eftir tímatökuna á laugardaginn. Formúla 1 9.11.2010 13:08 Chelsea íhugar að fara frá Stamford Bridge Enska blaðið Guardian greinir frá því í dag að forráðamenn Chelsea íhugi nú að hætta að spila á Stamford Bridge og byggja nýjan leikvang í Earls Court-hverfinu í Lundúnum. Enski boltinn 9.11.2010 12:45 Tómas Ingi: Væri skemmtilegt að mæta Dönum og Englendingum Tómas Ingi Tómasson, aðstoðarþjálfari U-21 landsliðsins, segir að skemmtilegast væri að lenda í riðli með Danmörku og Englandi í úrslitakeppni EM í sumar. Fótbolti 9.11.2010 12:15 Meiðsli og veikindi herja á Manchester United Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segir að veikindi og meiðsli hafi gert undirbúning liðsins fyrir leikinn gegn Manchester City á morgun afar erfiðan. Enski boltinn 9.11.2010 11:45 Eigandi Red Bull á móti því að hagræða úrslitum í titilsókn Dietrich Mateschitz, eigandi Red Bull fyrirtækisins sem á Red Bull Formúlu 1 liðið segist vera mótfallinn því að hafa áhrif á úrslitin í lokamótinu í Abu Dhabi, til að tryggja öðrum ökumanni liðsins meistaratitilinn. Hann segir frekar vilja að Þeir fái annað sætið, en að beita liðsskipunum til að landa meistaratitli ökumanna í lokamótinu næsta sunnudag í Abu Dhabi. Formúla 1 9.11.2010 11:43 Arsenal áfrýjar brottvísun Koscielny Enska knattspyrnusambandið hefur staðfest að Arsenal hefur áfrýjað rauða spjaldinu sem Laurent Koscielny fékk í leik liðsins gegn Newcastle um helgina. Enski boltinn 9.11.2010 11:15 Alonso dugar fjórða sætið ef Vettel vinnur, en annað ef Webber sigrar Tölfræðingar og spekingar spá mikið í möguleika Formúlu 1 ökumanna í lokamótinu í Abu Dhabi um næstu helgi og Ferrari menn hafa tekið þá afstöðu að rýna ekki í tölfræðina, því hægt er að reikna málin á marga vegu og reyna að sigra lokamótið. Alonso á Ferrari er efstur í stigamótinu, en fjórir ökumenn eiga möguleika á titlinum. Formúla 1 9.11.2010 10:58 Inzaghi íhugar að fara frá Milan Filippo Inzaghi, sóknarmaður AC Milan, segist gjarnan fá að vilja spila meira en hann hefur fengið að gera með Milan undanfarið. Fótbolti 9.11.2010 10:45 Tevez vildi fá Rooney til City Carlos Tevez segir að hann hefði gjarnan viljað fá Wayne Rooney til Manchester City þegar það leit út fyrir að sá síðarnefndi myndi fara frá Manchester United. Þessi lið mætast einmitt í ensku úrvalsdeildinni annað kvöld. Enski boltinn 9.11.2010 10:15 Moyes og van der Vaart bestir í október Þeir David Moyes, stjóri Everton, og Rafael van der Vaart, leikmaður Tottenham, voru í gær valdir bestir á sínu sviði í ensku úrvalsdeidlinni fyrir októbermánuð. Enski boltinn 9.11.2010 09:45 Reina gefur í skyn að hann vilji fara frá Liverpool Pepe Reina, markvörður Liverpool, hefur gefið í skyn í samtali við enska fjölmiðla að til greina komi að fara frá liðinu þegar að tímabilinu lýkur næsta sumar. Enski boltinn 9.11.2010 09:30 NBA í nótt: Dallas stöðvaði Boston Dallas Mavericks stöðvaði sigurgöngu Boston Celtics í NBA-deildinni í körfubolta í nótt með tveggja stiga sigri í leik liðanna, 89-87. Körfubolti 9.11.2010 09:11 Kristján Gauti skoraði í 6-0 sigri Liverpool á Bolton Kristján Gauti Emilsson var meðal markaskorara 18 liðs Liverpool þegar liðið vann 6-0 sigur á jafnöldrum sínum í Bolton um helgina. Enski boltinn 9.11.2010 06:00 Healy dottin úr norður-írska landsliðinu David Healy, leikmaður Sunderland og markahæsti leikmaður norður-írska landsiðsins frá upphafi, hefur misst sæti sitt í landsliðinu. Fótbolti 8.11.2010 23:30 Pulis vill að dómarar geti fallið um deild Tony Pulis, stjóri Stoke, er allt annað en ánægður með dómgæsluna í ensku úrvalsdeildinni en um helgina var umdeilt atvik í leik liðsins gegn Sunderland. Enski boltinn 8.11.2010 22:45 « ‹ ›
Kári skoraði fjögur mörk í tapi á móti Kiel Alfreð Gíslason stýrði Kiel til sjötta sigursins í röð í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld þegar liðið vann níu marka heimasigur á Kára Kristjánssyni og félögum í Wetzlar, 38-29. Kiel komst upp fyrir Rhein-Neckar-Löwen og í toppsætið með þessum sigri. Handbolti 9.11.2010 19:30
Eiður Smári kominn aftur inn í hópinn hjá Stoke Eiður Smári Guðjohnsen er á bekknum hjá Stoke sem fær Birmingham í heimsókn í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Eiður Smári kemur aftur inn í hópinn en hann var ekki með á móti Sunderland um síðustu helgi. Enski boltinn 9.11.2010 19:13
Iverson ætlar að tala tyrknesku eftir tímabilið - myndband Allen Iverson er kominn til Tyrklands þar sem hann ætlar að spila körfubolta með Besiktas á þessu tímabili. Það hefur gripið um sig mikið Iverson-æði í Tyrklandi eins og sást vel þegar kappinn lenti á flugvellinum í Ístanbul í gær. Körfubolti 9.11.2010 18:45
Þjálfari Dana: Ég vildi bara sleppa við Spánverja Keld Bordinggaard, þjálfari danska 21 árs landsliðsins, var ánægður með riðilinn sem Danir spila í á Evrópumótinu næsta sumar en danska landsliðið dróst í riðil með Íslandi, Sviss og Hvíta-Rússlandi. Fótbolti 9.11.2010 18:00
Steinþór og Stefán Logi inn í A-landsliðið Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur gert tvær breytingar á landsliðshópnum sem hann tilkynnti í gær fyrir vináttulandsleik á móti Ísrael sem fer fram í Tel Aviv 17. nóvember næstkomandi. Íslenski boltinn 9.11.2010 17:04
Solskjær tekinn við Molde Norska úrvalsdeildarfélagið Molde tilkynnti í dag að Ole Gunnar Solskjær hafi verið ráðinn knattspyrnustjóri liðsins. Fótbolti 9.11.2010 16:45
Darren Bent missir af enn einu tækifærinu Darren Bent, framherji Sunderland, mun missa af vináttulandsleik Englendinga og Frakka sem fer fram í næstu viku en hann meiddist aftan í læri á æfingu á föstudaginn. Bent missti af leik Sunderland um síðustu helgi og verður frá í þrjár vikur vegna meiðslanna. Enski boltinn 9.11.2010 16:15
Áfrýjun Balotelli og Koscielny hafnað Enska knattspyrnusambandið tilkynnti í dag að þeir Mario Balotelli og Laurent Koscielny munu taka út sín leikbönn eins og til stóð. Enski boltinn 9.11.2010 15:45
Didier Drogba með malaríu Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, segir að Didier Drogba hafi greinst með malaríu en Drogba kvartaði undan slappleika fyrir Liverpool-leikinn um helgina og byrjaði þess vegna á bekknum í leiknum. Enski boltinn 9.11.2010 15:15
Mæta Hvít-Rússum í fyrsta leik í Árósum - leikjadagskráin tilbúin Íslenska 21 árs landsliðið dróst í dag í riðil með Dönum, Svisslendingum og Hvít Rússum í úrslitakeppni EM sem fram fer í Danmörku næsta sumar. Leikir Íslands fara fram í Álaborg og Árósum en leikjadagskráin er tilbúin. Fótbolti 9.11.2010 14:58
Formaður KSÍ: Erum nokkuð heppnir Geir Þorsteinsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, segir að Ísland hafi verið nokkuð heppið þegar dregið var í riðla í úrslitakeppni EM U-21 landsliða í dag. Fótbolti 9.11.2010 14:47
Ísland í riðli með Danmörku, Sviss og Hvíta-Rússlandi Ísland verður í riðli með Danmörku, Sviss og Hvíta-Rússlandi í úrslitakeppni EM U-21 landsliða í Danmörku næsta sumar. Fótbolti 9.11.2010 14:21
Roeder varar Capello við Carroll Glenn Roeder, fyrrum knattspyrnustjóri Newcastle, hefur varað við því að Andy Carroll fái að spila með enska landsliðinu gegn Frökkum í næstu viku. Enski boltinn 9.11.2010 14:15
Houllier og Carew semja frið Svo virðist sem að þeir Gerard Houllier, stjóri Aston Villa, og leikmaðurinn John Carew hafi samið frið þegar þeir hittust á fundi í gær. Enski boltinn 9.11.2010 13:45
Evra: Ekki forgangsatriði að vinna City Patrice Evra, leikmaður Manchester United, segir að það væri ekkert sérstakt við það að vinna Manchester City í leik liðanna á morgun. Enski boltinn 9.11.2010 13:15
Button: Ránstilraunin eins og Hollywood mynd Formúlu 1 meistarinn Jenson Button hjá McLaren slapp ásamt föður sínum og öðru föruneyti undan mönnum sem ætluðu að gera ránstilraun í grennd við Formúlu 1 mótið í Brasilíu á laugardaginn. Button segir lögreglumann sem ók brynvörðum hafa sýnt mikið snaræði. Nokkrir vopnaðir menn gerðu sig líklega til að gera atlögu að bíl sem Button var í á leið á hótel sitt eftir tímatökuna á laugardaginn. Formúla 1 9.11.2010 13:08
Chelsea íhugar að fara frá Stamford Bridge Enska blaðið Guardian greinir frá því í dag að forráðamenn Chelsea íhugi nú að hætta að spila á Stamford Bridge og byggja nýjan leikvang í Earls Court-hverfinu í Lundúnum. Enski boltinn 9.11.2010 12:45
Tómas Ingi: Væri skemmtilegt að mæta Dönum og Englendingum Tómas Ingi Tómasson, aðstoðarþjálfari U-21 landsliðsins, segir að skemmtilegast væri að lenda í riðli með Danmörku og Englandi í úrslitakeppni EM í sumar. Fótbolti 9.11.2010 12:15
Meiðsli og veikindi herja á Manchester United Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segir að veikindi og meiðsli hafi gert undirbúning liðsins fyrir leikinn gegn Manchester City á morgun afar erfiðan. Enski boltinn 9.11.2010 11:45
Eigandi Red Bull á móti því að hagræða úrslitum í titilsókn Dietrich Mateschitz, eigandi Red Bull fyrirtækisins sem á Red Bull Formúlu 1 liðið segist vera mótfallinn því að hafa áhrif á úrslitin í lokamótinu í Abu Dhabi, til að tryggja öðrum ökumanni liðsins meistaratitilinn. Hann segir frekar vilja að Þeir fái annað sætið, en að beita liðsskipunum til að landa meistaratitli ökumanna í lokamótinu næsta sunnudag í Abu Dhabi. Formúla 1 9.11.2010 11:43
Arsenal áfrýjar brottvísun Koscielny Enska knattspyrnusambandið hefur staðfest að Arsenal hefur áfrýjað rauða spjaldinu sem Laurent Koscielny fékk í leik liðsins gegn Newcastle um helgina. Enski boltinn 9.11.2010 11:15
Alonso dugar fjórða sætið ef Vettel vinnur, en annað ef Webber sigrar Tölfræðingar og spekingar spá mikið í möguleika Formúlu 1 ökumanna í lokamótinu í Abu Dhabi um næstu helgi og Ferrari menn hafa tekið þá afstöðu að rýna ekki í tölfræðina, því hægt er að reikna málin á marga vegu og reyna að sigra lokamótið. Alonso á Ferrari er efstur í stigamótinu, en fjórir ökumenn eiga möguleika á titlinum. Formúla 1 9.11.2010 10:58
Inzaghi íhugar að fara frá Milan Filippo Inzaghi, sóknarmaður AC Milan, segist gjarnan fá að vilja spila meira en hann hefur fengið að gera með Milan undanfarið. Fótbolti 9.11.2010 10:45
Tevez vildi fá Rooney til City Carlos Tevez segir að hann hefði gjarnan viljað fá Wayne Rooney til Manchester City þegar það leit út fyrir að sá síðarnefndi myndi fara frá Manchester United. Þessi lið mætast einmitt í ensku úrvalsdeildinni annað kvöld. Enski boltinn 9.11.2010 10:15
Moyes og van der Vaart bestir í október Þeir David Moyes, stjóri Everton, og Rafael van der Vaart, leikmaður Tottenham, voru í gær valdir bestir á sínu sviði í ensku úrvalsdeidlinni fyrir októbermánuð. Enski boltinn 9.11.2010 09:45
Reina gefur í skyn að hann vilji fara frá Liverpool Pepe Reina, markvörður Liverpool, hefur gefið í skyn í samtali við enska fjölmiðla að til greina komi að fara frá liðinu þegar að tímabilinu lýkur næsta sumar. Enski boltinn 9.11.2010 09:30
NBA í nótt: Dallas stöðvaði Boston Dallas Mavericks stöðvaði sigurgöngu Boston Celtics í NBA-deildinni í körfubolta í nótt með tveggja stiga sigri í leik liðanna, 89-87. Körfubolti 9.11.2010 09:11
Kristján Gauti skoraði í 6-0 sigri Liverpool á Bolton Kristján Gauti Emilsson var meðal markaskorara 18 liðs Liverpool þegar liðið vann 6-0 sigur á jafnöldrum sínum í Bolton um helgina. Enski boltinn 9.11.2010 06:00
Healy dottin úr norður-írska landsliðinu David Healy, leikmaður Sunderland og markahæsti leikmaður norður-írska landsiðsins frá upphafi, hefur misst sæti sitt í landsliðinu. Fótbolti 8.11.2010 23:30
Pulis vill að dómarar geti fallið um deild Tony Pulis, stjóri Stoke, er allt annað en ánægður með dómgæsluna í ensku úrvalsdeildinni en um helgina var umdeilt atvik í leik liðsins gegn Sunderland. Enski boltinn 8.11.2010 22:45