Sport

Kári skoraði fjögur mörk í tapi á móti Kiel

Alfreð Gíslason stýrði Kiel til sjötta sigursins í röð í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld þegar liðið vann níu marka heimasigur á Kára Kristjánssyni og félögum í Wetzlar, 38-29. Kiel komst upp fyrir Rhein-Neckar-Löwen og í toppsætið með þessum sigri.

Handbolti

Darren Bent missir af enn einu tækifærinu

Darren Bent, framherji Sunderland, mun missa af vináttulandsleik Englendinga og Frakka sem fer fram í næstu viku en hann meiddist aftan í læri á æfingu á föstudaginn. Bent missti af leik Sunderland um síðustu helgi og verður frá í þrjár vikur vegna meiðslanna.

Enski boltinn

Didier Drogba með malaríu

Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, segir að Didier Drogba hafi greinst með malaríu en Drogba kvartaði undan slappleika fyrir Liverpool-leikinn um helgina og byrjaði þess vegna á bekknum í leiknum.

Enski boltinn

Formaður KSÍ: Erum nokkuð heppnir

Geir Þorsteinsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, segir að Ísland hafi verið nokkuð heppið þegar dregið var í riðla í úrslitakeppni EM U-21 landsliða í dag.

Fótbolti

Button: Ránstilraunin eins og Hollywood mynd

Formúlu 1 meistarinn Jenson Button hjá McLaren slapp ásamt föður sínum og öðru föruneyti undan mönnum sem ætluðu að gera ránstilraun í grennd við Formúlu 1 mótið í Brasilíu á laugardaginn. Button segir lögreglumann sem ók brynvörðum hafa sýnt mikið snaræði. Nokkrir vopnaðir menn gerðu sig líklega til að gera atlögu að bíl sem Button var í á leið á hótel sitt eftir tímatökuna á laugardaginn.

Formúla 1

Eigandi Red Bull á móti því að hagræða úrslitum í titilsókn

Dietrich Mateschitz, eigandi Red Bull fyrirtækisins sem á Red Bull Formúlu 1 liðið segist vera mótfallinn því að hafa áhrif á úrslitin í lokamótinu í Abu Dhabi, til að tryggja öðrum ökumanni liðsins meistaratitilinn. Hann segir frekar vilja að Þeir fái annað sætið, en að beita liðsskipunum til að landa meistaratitli ökumanna í lokamótinu næsta sunnudag í Abu Dhabi.

Formúla 1

Alonso dugar fjórða sætið ef Vettel vinnur, en annað ef Webber sigrar

Tölfræðingar og spekingar spá mikið í möguleika Formúlu 1 ökumanna í lokamótinu í Abu Dhabi um næstu helgi og Ferrari menn hafa tekið þá afstöðu að rýna ekki í tölfræðina, því hægt er að reikna málin á marga vegu og reyna að sigra lokamótið. Alonso á Ferrari er efstur í stigamótinu, en fjórir ökumenn eiga möguleika á titlinum.

Formúla 1

Tevez vildi fá Rooney til City

Carlos Tevez segir að hann hefði gjarnan viljað fá Wayne Rooney til Manchester City þegar það leit út fyrir að sá síðarnefndi myndi fara frá Manchester United. Þessi lið mætast einmitt í ensku úrvalsdeildinni annað kvöld.

Enski boltinn