Enski boltinn

Eiður Smári kominn aftur inn í hópinn hjá Stoke

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Eiður Smári Guðjohnsen.
Eiður Smári Guðjohnsen. Mynd/Nordic Photos/Getty

Eiður Smári Guðjohnsen er á bekknum hjá Stoke sem fær Birmingham í heimsókn í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Eiður Smári kemur aftur inn í hópinn en hann var ekki með á móti Sunderland um síðustu helgi.

Eiður Smári hefur enn ekki fengið tækifæri í byrjunarliði Stoke síðan að hann kom til liðsins frá Mónakó. Leikurinn í kvöld hefst klukkan 19.45 og verður í beinni á Stöð2 Sport3.

Ryan Shawcross, fyrirliði Stoke, er í banni og kemur Danny Higginbotham inn fyrir hann. Rory Delap, Jermaine Pennant, Ricardo Fuller kom líka allir inn í bryjunarliðið hjá Tony Pulis í stað þeirra Marc Wilson, Tuncay og Jonathan Walters sem voru í byrjunarliðinu í tapinu á móti Sunderland um síðustu helgi.

Byrjunarlið Stoke: Begovic, Huth, Faye, Higginbotham, Collins, Pennant, Whitehead, Delap, Etherington, Jones, Fuller.

Varamenn Stoke: Sorensen, Whelan, Eiður Smári Guðjohnsen, Wilson, Walters, Sanli, Wilkinson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×