Eigandi Red Bull á móti því að hagræða úrslitum í titilsókn 9. nóvember 2010 11:43 Mark Webber og Dietrick Mateschitz. Mynd: Getty Images/Mark Thompson Dietrich Mateschitz, eigandi Red Bull fyrirtækisins sem á Red Bull Formúlu 1 liðið segist vera mótfallinn því að hafa áhrif á úrslitin í lokamótinu í Abu Dhabi, til að tryggja öðrum ökumanni liðsins meistaratitilinn. Hann segir frekar vilja að Þeir fái annað sætið, en að beita liðsskipunum til að landa meistaratitli ökumanna í lokamótinu næsta sunnudag í Abu Dhabi. Red Bull hefði getað beitt liðsskipunum um síðustu helgi með því að skipa Sebastian Vettel að hleypa Mark Webber framúr sér. Þá væri Webber aðeins einu stigi á eftir Fernando Alonso í stigamóti ökumanna, ekki 8 eins og nú er. Vettel vann mótið á sunnudaginn og er 16 stigum á eftir Alonso. Þeir eiga allir möguleika á titilinum ásamt Lewis Hamilton sem er 24 stigum á eftir Alonso. "Það kom aldrei til greina að við skiptum okkur af ökumönnum okkar. Það gagnrýndi allur heimurinn Ferrari fyrir það sem þeir gerðu í Hockenheim og við lítum út eins og kjánar fyrir að hafa ekki gert það sama",, sagði Mateshitz í frétt á autosport.com. Felipe Massa og Fernando Alonso hjá Ferrari skiptust á sætum í keppni í Þýskalandi í sumar, þannig að Alonso fengi fleiri stig í stigamótinu. Hann fékk sjö aukastig og er núna með 8 stiga forskot á Mark Webber fyrir lokamótið. Ferrari fékk peningasekt fyrir tiltækið hjá FIA, en hélt stigunum í keppni ökumanna og bílasmiða. "Við höfum aldrei hugleitt að þetta á meðan báðir ökumenn eiga möguleika á titlinum. Það er ekki víst að Alonso verði alltaf sá lánsami. Það verður ótrúlega spenna í Abu Dhabi. Við munum vita það á sunnudagskvöld hvort við náðum hinum helmingnum (Red Bull er þegar meistari bílsmiða) og hvort við náum árangri. Annað sætið gæti verið betra við vissar aðstæður en sigur með liðsskipunum." Mateschitz er ánægður með titil bílsmiða, þann fyrsta sem Red Bull fagnar. "Það var mikið í húfi. Maður veit aldrei hvað gerist eins og við lærðum nýlega. Þetta er dásamlegt tilfinning að hafa unnið titil bílasmiða. Við höfum unnið að þessu hörðum höndum í fimm ár og erum ánægðir með afraksturinn." "Við misstum af titilinum í fyrra, en höfum núna náð 50% af markmiðum okkar. Vonandi náum við hinum 50% á sunnudaginn", sagði Mateschitz. Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Dietrich Mateschitz, eigandi Red Bull fyrirtækisins sem á Red Bull Formúlu 1 liðið segist vera mótfallinn því að hafa áhrif á úrslitin í lokamótinu í Abu Dhabi, til að tryggja öðrum ökumanni liðsins meistaratitilinn. Hann segir frekar vilja að Þeir fái annað sætið, en að beita liðsskipunum til að landa meistaratitli ökumanna í lokamótinu næsta sunnudag í Abu Dhabi. Red Bull hefði getað beitt liðsskipunum um síðustu helgi með því að skipa Sebastian Vettel að hleypa Mark Webber framúr sér. Þá væri Webber aðeins einu stigi á eftir Fernando Alonso í stigamóti ökumanna, ekki 8 eins og nú er. Vettel vann mótið á sunnudaginn og er 16 stigum á eftir Alonso. Þeir eiga allir möguleika á titilinum ásamt Lewis Hamilton sem er 24 stigum á eftir Alonso. "Það kom aldrei til greina að við skiptum okkur af ökumönnum okkar. Það gagnrýndi allur heimurinn Ferrari fyrir það sem þeir gerðu í Hockenheim og við lítum út eins og kjánar fyrir að hafa ekki gert það sama",, sagði Mateshitz í frétt á autosport.com. Felipe Massa og Fernando Alonso hjá Ferrari skiptust á sætum í keppni í Þýskalandi í sumar, þannig að Alonso fengi fleiri stig í stigamótinu. Hann fékk sjö aukastig og er núna með 8 stiga forskot á Mark Webber fyrir lokamótið. Ferrari fékk peningasekt fyrir tiltækið hjá FIA, en hélt stigunum í keppni ökumanna og bílasmiða. "Við höfum aldrei hugleitt að þetta á meðan báðir ökumenn eiga möguleika á titlinum. Það er ekki víst að Alonso verði alltaf sá lánsami. Það verður ótrúlega spenna í Abu Dhabi. Við munum vita það á sunnudagskvöld hvort við náðum hinum helmingnum (Red Bull er þegar meistari bílsmiða) og hvort við náum árangri. Annað sætið gæti verið betra við vissar aðstæður en sigur með liðsskipunum." Mateschitz er ánægður með titil bílsmiða, þann fyrsta sem Red Bull fagnar. "Það var mikið í húfi. Maður veit aldrei hvað gerist eins og við lærðum nýlega. Þetta er dásamlegt tilfinning að hafa unnið titil bílasmiða. Við höfum unnið að þessu hörðum höndum í fimm ár og erum ánægðir með afraksturinn." "Við misstum af titilinum í fyrra, en höfum núna náð 50% af markmiðum okkar. Vonandi náum við hinum 50% á sunnudaginn", sagði Mateschitz.
Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira