Sport

Meistararnir lögðu toppliðið

Chelsea og Manchester United, meistarar síðustu sex ára í ensku úrvalsdeildinni, áttust við í stórskemmtilegum leik á Stamford Bridge í kvöld. Chelsea hafði þar sigur, 2-1.

Enski boltinn

Van Persie verður frá í þrjár vikur - ekki með gegn Barcelona

Robin van Persie mun missa af seinni leiknum á móti Barcelona í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar vegna meiðsla sem hann varð fyrir í úrslitaleik deildarbikarsins á móti Birmingham á Wembley um helgina.Í dag kom í ljóst að hollenski framherjinn verður frá í að minnsta kosti þrjár vikur.

Enski boltinn

Japanskur bílaframleiðandi í samstarf við meistaralið Red Bull

Japanski bílaframleiðandinn Infinity, sem er í eigu Nissan og Formúlu 1 lið Red Bull hafa gert með sér samstarfssamning og mun Infinity auglýsa á bílum Red Bull á þessu ári og hugmyndin er að aðilarnir tveir muni starfa sama á tæknilega sviðinu í framtíðinni. Vefsíðan autosport.com greinir frá þessu í dag.

Formúla 1

Drogba ætlar ekki að fara frá Chelsea

Didier Drogba segist hafa allt sem hann þrái hjá Chelsea og að það sé lítið til í þeim sögusögnum að hann sé á leiðinni burtu af Stamford Bridge í sumar. Drogba hefur "bara" skorað 10 mörk á tímabilinu og hefur verið varmaður í nokkrum leikjum síðan að félagið keytpi Fernandi Torres frá Liverpool.

Enski boltinn

Stelpurnar komnar í sólina til Algarve - mæta Svíum á morgun

Kvennalandsliðið í fótbolta kom í nótt til Algarve en þar tekur það þátt í hinum geysisterka Algarve-bikar. Fyrsti leikur liðsins er á morgun, miðvikudag, gegn Svíum og hefst hann klukkan 15:00. Á heimasíðu KSÍ má finna meðfylgjandi mynd af stelpunum í sólinni í Portúgal.

Fótbolti

Alonso spáir baráttu fimm liða um titilinn

Fernando Alonso hjá Ferrari spáir því að fimm lið verði framarlega í flokki á þessu Formúlu 1 keppnistímabili, en telur að ný dekk sem verða notuð á þessu ári geti valdið toppliðunum erfiðleikum. Fyrsta mót ársins verður í Ástralíu 27. mars og að venju eru keppt bæði um titil ökumanna og bílasmiða.

Formúla 1

Mike Bibby á leiðinni til Miami Heat?

Mike Bibby og Washington Wizards gengu frá starfslokasamningi í gærkvöldi og er því leikstjórnandinn laus allra mála frá félaginu. Washington-liðið hafði fengið Bibby frá Atlanta Hawks í skiptum fyrir Kirk Hinrich en fleiri leikmenn voru einnig með í þessum skiptum.

Körfubolti

Ólafur og Sveinbjörn koma inn í landsliðið fyrir Þjóðverjaleikina

Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari hefur valið 18 manna hóp fyrir tvo landsleiki gegn Þjóðverjum í undankeppni EM 2012. Guðmundur kallar á tvo leikmenn sem voru ekki með á HM í Svíþjóð en það eru þeir Sveinbjörn Pétursson og Ólafur Guðmundsson. Sigurbergur Sveinsson dettur hinsvegar úr hópnum.

Handbolti

Ancelotti segist enn vera með fulla stjórn á leikmönnum Chelsea

Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, segir að það séu engin agavandmál innan Chelsea-liðsins og að hann hafi fulla stjórn á leikmannahópi liðsins. Ítalinn hefur stutt við bakið á Ashley Cole eftir að upp komst að bakvörðurinn hafði óvart skotið á lærling með loftbyssu á æfingsvæði Chelsea.

Enski boltinn

NBA: Channing Frye með sigurkörfuna annað kvöldið í röð

Channing Frye tryggði Phoenix Suns sigur á lokasekúndunum annað kvöldið í röð í 104-103 útisigri á New Jersey Nets í framlengdum leik í NBA-deildinni í nótt. Chicago Bulls gefur ekkert eftir í baráttunni við Miami Heat um annað sætið í Austurdeildinni, Boston vann sigur í Utah og Denver hefur byrjað vel eftir stóru skiptin við New York.

Körfubolti