Sport

Fáir áhorfendur fylgdust með efstu kylfingum heimslistans

Það gerist ekki oft að þrír efstu kylfingar heimslistans keppi á sama atvinnumótinu í golfi og það er enn sjaldgæfara að þeir leiki saman í ráshóp. Á heimsmótinu sem fram fer á Doral vellinum í Miami vakti það athygli hve fáir áhorfendur fylgdust með gangi mála hjá þremur efstu kylfingum heimslistans.

Golf

Chicharito að fá nýjan samning hjá United

Enski vefmiðillinn Goal.com staðhæfir í dag að Javier Hernandez, einnig þekktur sem Chicharito, verði verðlaunaður fyrir góða frammistöðu á tímabilinu með nýjum samningi við Manchester United sem mun gilda til næstu fimm ára.

Enski boltinn

West Ham lánar Kieron Dyer til Ipswich

Kieron Dyer, mun spila næsta mánuðinn með sínu gamla félagi Ipswich Town, eftir að West Ham samþykkti að lána hann til enska b-deildarliðsins. Dyer hefur aðeins spilað 13 leiki fyrir West Ham á tímabilinu og hefur verið langt frá sínu besta.

Enski boltinn

Davíð Páll og Darko biðjast afsökunar

Haukamaðurinn Davíð Páll Hermannsson og KFÍ-maðuriinn Darko Milocevic hafa báðir sent frá sér fréttatilkynningu, sitt í hvoru lagi, þar sem þeir biðjast innilegrar afsökunar á framkomu sinni í leik Hauka og KFÍ í lokaumferð Iceland Express deildar karla í gærkvöldi.

Körfubolti

Adebayor: Enginn er jafn hamingjusamur og ég

Emmanuel Adebayor er greinilega ánægður með tilveruna hjá Real Madrid og segir að skotárásin í Afríku í fyrra hafi kennt sér að njóta lífsins. Hann vonast til að hann verði áfram hjá Madrid eftir að lánssamningurinn rennur út.

Fótbolti

Hispania afhjúpaði 2011 keppnisbílinn

Hispania Formúlu 1 liðið afhjúpaði formlega 2011 keppnisbíl sinn á Katalóníu brautinni á Spáni í dag. Ökumenn liðsins í ár eru Tonio Liuzzi frá Ítalíu og Narain Karthikeyan frá Indlandi. Bíllinn hafði áður verið sýndur á vefsíðu liðsins.

Formúla 1

Haukur óvænt í byrjunarliðinu í sigri Maryland

Haukur Helgi Pálsson var óvænt í byrjunarliði Maryland í 75-67 sigri á NC State í fyrstu umferð Atlantic Coast Conference tournament í nótt en Maryland mætir Duke í átta liða úrslitunum í dag. Haukur var með fimm stig, þrjú fráköst og eina stoðsendingu á 20 mínútum.

Körfubolti

Hitzfeld áfram með Sviss

Ottmar Hitzfeld hefur skrifað undir nýjan samning við knattspyrnusamband Sviss og verður áfram landsliðsþjálfari fram yfir HM 2014.

Fótbolti

KR-ingar unnu deildarmeistarana með 23 stigum - myndir

KR-ingar tryggðu sér annað sætið í Iceland Express deild karla og leiki gegn Njarðvík í átta liða úrslitum úrslitakeppninnar með því að vinna sannfærandi 23 stiga sigur á nýkrýndum deildarmeisturum Snæfells í lokaumferð deildarkeppninnar í gærkvöldi.

Körfubolti

Þrettán ára strákur fékk bætur frá Reading vegna sölu Gylfa

Jon McGhee, þrettán ára enskur strákur frá Middlesbrough sat eftir með sárt ennið þegar Reading seldi íslenska landsliðsmanninn Gylfa Þór Sigurðsson til þýska liðsins Hoffenheim síðasta haust. Reading Post skrifaði um málið og það að faðir hans fékk félagið til að endurgreiða stráknum sínum.

Enski boltinn

Jón Ólafur: Spiluðum hörmulega vörn

"Það var fullrólegt yfir okkur í dag. Það skorti alla baráttu í okkur og varnarlega vorum við gjörsamlega hörmulegir. KR skoraði 38 stig á okkur í þriðja leikhluta og það á ekki að gerast,“ sagði Jón Ólafur Jónsson leikmaður Snæfells eftir stórt tap liðsins gegn KR í DHL-Höllinni í kvöld, 116-93.

Körfubolti

Roberto Mancini: Ég er mjög pirraður

Roberto Mancini, stjóri Manchester City, var fúll eftir 0-2 tap liðsins í kvöld á móti úkraínska liðinu Dynamo Kiev í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar en leikurinn fór fram í frostinu í Kænugarði.

Fótbolti