Sport

Pepsimörkin: Mörkin úr 2. umferð og rafmögnuð tónlist

Það er nóg um að vera í Pepsideild karla í fótbolta þessa dagana en 2. umferð lauk í gær og sú 3. fer fram á miðvikudaginn. Öll mörkin og tilþrifin úr leikjum helgarinnar voru sýnd í Pepsi-mörkunum á Stöð 2 í gær og er hægt að sjá samantekt af því helsta með því að smella á hnappinn hér fyrir ofan.

Íslenski boltinn

Atvinnumannaferli Einars lokið

Handknattleiksmaðurinn Einar Hólmgeirsson hefur hugsanlega spilað sinn síðasta handboltaleik. Einar hefur verið ótrúlega óheppinn með meiðsli á síðustu árum og þarf nú að fara í enn eina aðgerðina.

Handbolti

Liverpool lék sér að Fulham

Leikmenn Liverpool fóru á kostum á Craven Cottage í kvöld er þeir kjöldrógu heimamenn í Fulham. Maxi Rodriguez í fantaformi og skoraði þrennu í 2-5 sigri Liverpool. Rodriguez er nú kominn með sjö mörk í síðustu þremur leikjum Liverpool. Magnaður árangur.

Enski boltinn

Horner: Höfum ekki efni á að vera værukærir

Yfirmaður Red Bull Formúlu 1 liðisins, Christian Horner segir að lið sitt sé ekki ósigrandi. Sebastian Vettel hefur unnið þrjú mót af fjórum á keppnistímabilinu og hann er efstur í stigamóti ökumanna og Red Bull í stigamóti bílasmiða.

Formúla 1

Framarar harma ummæli Reynis

Stjórn handknattleiksdeildar Fram hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem ummæli fráfarandi þjálfara, Reynis Þórs Reynissonar, eru hörmuð. Þeim var þó ekki svarað með beinum hætti.

Handbolti

Aron og Alfreð unnu þýska bikarinn - myndir

Aron Pálmarsson fór á kostum þegar Kiel varð í dag bikarmeistari í annað skiptið á þremur árum undir stjórn Alfreðs Gíslasonar. Kiel vann leikinn með sex marka mun, 30-24, og Aron var einn af þremur markahæstu leikmönnum Kiel-liðsins með sex mörk.

Handbolti

Kristján: Spiluðum skynsamlega

Kristján Guðmundsson þjálfari Valsmanna var að vonum sáttur með 2-0 sigur sinna manna í rokinu í Grindavík í kvöld en Valsmenn eru eina liðið með fullt hús eftir tvær umferðir í Pepsi-deild karla.

Íslenski boltinn

Mistök Hamilton reyndust dýrkeypt

Lewis Hamilton er enn í öðru sæti í stigamótinu ökumanna, þó honm hafi gengið brösótt í fjórða móti ársins á Istanbúl Park brautinni í Tyrklandi í dag. Hann var fjórði á ráslínu og lauk keppni í sama sæti, eftir eigin mistök og mistök McLaren í þjónustuhléi.

Formúla 1