Enski boltinn

Ferguson kaupir táning á 16 milljónir punda

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Jones  leik með Blackburn.
Jones leik með Blackburn. Mynd/Getty
Alex Ferguson hefur opnað veskið í fyrsta sinn síðan félagsskiptaglugginn opnaði á nýjan leik. Um er að ræða miðvörðinn Phil Jones sem verið hefur á mála hjá Blackburn Rovers. Kaupverðið er talið um 16 milljónir punda. Fréttasíðan Guardian greinir frá þessu í dag.

Jones er aðeins 19 ára gamall og í U-21 landsliðshópi Englands fyrir Evrópumótið í Danmörku. Manchester United og Liverpool hafa verið í kapphlaupi að tryggja sér þjónustu kappans en Ferguson og félagar virðast hafa haft betur.

Jones hafði nýverið skrifað undir fimm ára samning við Blackburn sem leyfði honum þó að yfirgefa félagið bærist nógu hátt boð. Reiknað er með því að Jones skrifi undir fimm ára samning við United að lokinni læknisskoðun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×