Sport

Umfjöllun: Stjarnan valtaði yfir Fylki

Stjarnan vann öruggan 4-1 sigur á Fylki á Stjörnuvelli í kvöld. Þó öll mörk Stjörnunnar hafi komið síðustu 25 mínútur leiksins virtist fátt benda til annars frá upphafi að Stjarnan myndi sigra því yfirburðir liðsins á vellinum voru miklir gegn Fylkisliði sem lék líklega sinn slakast leik í sumar.

Íslenski boltinn

Umfjöllun: Jafntefli í Víkinni

Íslandsmeistarar Breiðabliks fóru í heimsókn í Fossvoginn í gærkvöldi og mættu Víkingum í Stjörnugrófinni í níundu umferð Pepsídeildar karla. Leikar fóru 2-2 í einum fjörugasta leik sumarsins. Bæði lið léku blússandi sóknarleik og skemmtu sér og þeim sem á horfðu.

Íslenski boltinn

Umfjöllun: Flugeldasýning hjá FH-ingum

FH-ingar vöknuðu af værum svefni í kvöld er þeir völtuðu yfir Grindavík, 7-2, í hreint út sagt ótrúlegum knattspyrnuleik. Spilamennska FH minnti á gamla góða FH-liðið en Grindvíkingar voru andlega fjarverandi.

Íslenski boltinn

Guðjón Þórðarson áminntur - BÍ/Bolungarvík fær sekt

Guðjón Þórðarson þjálfari BÍ/Bolungarvíkur hefur verið áminntur af Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ vegna ummæla hans að loknum leik Vestfirðinga gegn Þrótti Reykjavík þann 26. júní síðastliðinn. Knattspyrnudeild BÍ/Bolungarvíkur var sektuð um 25 þúsund krónur vegna ummælanna.

Íslenski boltinn

Umfjöllun: Valsmenn á toppinn

Valsmenn tylltu sér á topp Pepsi-deildar karla í kvöld með góðum sigri á Þór norðan heiða. Lokatölur voru 3-0 fyrir Val sem gefur þó ekki rétta mynd af gangi leiksins. Umdeilt mark afgreiddi Þórsara.

Íslenski boltinn

Charlie Adam á leið í læknisskoðun hjá Liverpool

Skoski miðvallarleikmaðurinn Charlie Adam er í þann mund að ganga til liðs við enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool. Á heimasíðu Liverpool kemur fram að leikmaðurinn sé á leiðinni til Bítlaborgarinnar þar sem hann mun semja um persónuleg kjör og gangast undir læknisskoðun.

Enski boltinn

Savic til City - Arsenal vildi hann ekki

Enska úrvalsdeildarfélagið Manchester City heldur áfram að styrkja varnarlínu liðsins. Stefan Savic, tvítugur Svartfellingur, hefur samið við félagið til fjögurra ára. Hann reyndi fyrir sér hjá Arsenal á síðasta ári en Arsene Wenger sá ekki ástæðu til þess að bjóða honum samning.

Enski boltinn

Piltalandsliðið tapaði gegn Belgíu

Íslenska landsliðið í handknattleik karla skipað leikmönnum 19 ára og yngri tapaði gegn Belgíu 20-14 í lokaleik riðlakeppninnar á Opna Evrópumótinu í Gautaborg í dag. Tapið þýðir að íslensku piltarnir komast ekki upp úr riðlinum og spila um 9-15. sætið á mótinu.

Handbolti

Ari verður aðstoðarmaður Hrafns hjá kvennaliði KR

Ari Gunnarsson hefur verið ráðinn sem aðstoðarþjálfari meistaraflokks KR í körfuknattleik kvenna. Hrafn Kristjánsson verður áfram aðalþjálfari liðsins og Guðmundur Daði Kristjánsson er styrktarþjálfari. Ari skrifaði undir samning til tveggja ára hjá KR en hann hefur mikla reynslu af þjálfun eftir að hafa þjálfað mfl. lið Hamars og Vals á undanförnum árum.

Körfubolti

Hermann semur við Portsmouth til eins árs

Hermann Hreiðarsson mun skrifa undir nýjan eins árs samning við enska knattspyrnufélagið Portsmouth. Steve Cotterill knattspyrnustjóri Portsmouth er hæstánægður með að fá Hermann aftur til félagsins og segir að Eyjamaðurinn skrifi líklegast undir innan 48 klukkustunda.

Enski boltinn

HM kvenna: Bestu myndirnar frá mótinu frá AFP

Heimsmeistaramótið í fótbolta kvenna stendur nú yfir í Þýskalandi. Riðlakeppninni lýkur í með fjórum leikjum og er hart barist um sæti í átta liða úrslitum keppninnar. Í myndasyrpunni eru valdar myndir frá ljósmyndurum AFP frá keppninni.

Fótbolti

Valsmenn geta tyllt sér í efsta sætið - fimm leikir í Pepsideildinni

Fimm leikir fara fram í kvöld í Pepsi-deild karla í fótbolta þegar 9. umferð hefst. Umferðinni lýkur ekki fyrr en 21. júlí þegar KR tekur á móti ÍBV. Leikur Stjörnunnar gegn Fylki hefst kl. 20.00 í kvöld og verður hann í beinni útsendingu á Stöð 2 sport. Samantektarþátturinn Pepsimörkin er á dagskrá kl. 22.00 á Stöð 2 sport þar sem farið verður yfir öll helstu atvikin úr leikjum kvöldsins.

Íslenski boltinn

Þjóðverjar sýndu styrk sinn gegn Frökkum á HM kvenna

Þjóðverjar eru til alls líklegir á heimsmeistaramóti kvennalandsliða í fótbolta eftir 4-2 sigur liðsins í gær gegn Frökkum. Þjóðverjar unnu alla þrjá leiki sína í riðlakeppninni og mæta liði Japan í 8-liða úrslitum. Frakkar höfðu fyrir leikinn í gær aðeins fengið á sig 2 mörk í síðustu 14 leikjum og sóknarleikur Þjóðverja var beittur i gær. Um 46.000 áhorfendur mættu á leikinn en heimamenn hafa sýnt keppninni mikinn áhuga.

Fótbolti

Nasri á leiðinni til Manchester City?

Það er nóg að gerast í herbúðum Manchester City og samkvæmt enskum fjölmiðlum hafa forráðamenn liðsins náð samningum við franska leikmanninn Nasri sem hefur leikið með Arsenal undanfarin misseri. Kaupverðið er sagt vera um 19 milljónir punda eða 3,5 milljarðar kr.

Enski boltinn

Framtíð Modric hjá Tottenham er óljós - Chelsea vill fá hann

Samkvæmt frétt Sky Sports þá mun Luca Modric leikmaður Tottenham funda með forráðamönnum liðsins í dag en hann hefur óskað eftir því að félagið taki tilboði Chelsea sem vill fá króatíska landsliðsmanninn í sínar raðir. Modric er 25 ára gamall og hann hefur staðið undir væntingum hjá Tottenham frá því hann var keyptur frá Zagreb árið 2008.

Enski boltinn

Molde í efsta sæti undir stjórn Ole Gunnar Solskjær

Ole Gunnar Solskjær fyrrum leikmaður Manchester United hefur byrjað gríðarlega vel sem þjálfari norska úrvalsdeildarliðsins Molde. Solskjær tók við liðinu í vetur eftir að hafa náð frábærum árangri sem þjálfari varaliðs Manchester United. Molde er sem stendur í efsta sæti deildarinnar að loknum 15 umferðum en á síðustu fjórum árum hefur það lið orðið norskur meistari sem var í efsta sæti á þessum tímapunkti í deildinni.

Fótbolti

Aston Villa hafnaði tilboði Liverpool í Stewart Downing

Stewart Downing leikmaður Aston Villa er eftirsóttur og forráðamenn Aston Villa hafa því sett háan verðmiða á enska landsliðsmanninn. Enskir fjölmiðlar greinar frá því í dag að Liverpool hafi boðið 15 milljónir punda eða rétt um 2,7 milljarða kr. í leikmanninn en því tilboði hefur Aston Villa hafnað.

Enski boltinn

Stórlax úr Víðidalnum

Við sögðum frá 101 cm laxi sem veiddist í Víðidalnum fyrir helgi og okkur bárust þessar myndir um helgina. Það er stórlaxaveiðimaðurinn Helgi Guðbrandsson sem brosir sínu blíðasta fyrir okkur með laxinum á þessum myndum.

Veiði

Góð veiði í vötnunum

Vatnaveiðin er á fullu þessa dagana og margir að gera fína veiði. Af vefnum hjá Veiðikortinu eru fréttir af mönnum sem hafa verið að gera fína veiði í Úlfljótsvatni og í Þingvallavatni.

Veiði

Veiðin að glæðast í Soginu

Veiðin í Soginu hefur farið hægt af stað, en nú berast þær fréttir að laxinn sé mættur. Veiðimenn í Ásgarði tóku tvo laxa á sunnudag við Frúarstein og í gær landaði slyngur veiðimaður þremur löxum af Ystunöf.

Veiði

Styttist í opnun Setbergsár

Árnefnd Setbergsár vinnur nú hörðum höndum að undirbúningi opnun árinnar. Áin opnar þann 15.júlí næstkomandi. Miklar lagfæringar hafa verið gerðar á veiðihúsinu, sem satt best að segja var orðið dálítið þreytt.

Veiði

Ferguson húðskammaði Ryan Giggs

Enska slúðurblaðið Daily Star greinir frá því að Ryan Giggs leikmaður Manchester United hafi fengið hárblásarameðferðina hjá Alex Ferguson fyrir æfingu liðsins í gær. Giggs yfirgaf æfingasvæðið meðan liðsfélagar hans voru enn að hita upp.

Enski boltinn

Anna Björg sá um ÍBV í 2-0 sigri Fylkis

Heil umferð fór fram í Pepsideild kvenna í fótbolta í kvöld þar sem að 2-0 sigur Fylkis gegn ÍBV bar hæst gegn. Valur heldur áfram sigurgöngu sinni í deildinni með 3-1 sigri gegn KR. Á Akureyri voru skoruð sex mörk þar sem Þór/KA lagði Þrótt 4-2. Breiðablik vann sinn fyrsta leik undir stjórn Ólafs Brynjólfssonar sem tók við þjálfun liðsins nýverið en Blikar lögðu Aftureldingu á útivelli 3-0. Stjarnan sýndi styrk sinn með 3-1 sigri gegn botnliði Grindavíkur.

Íslenski boltinn

Mourinho íhugar að setja Casillas af sem fyrirliða

Jose Mourinho fer sjaldnast troðnar slóðir og portúgalski knattspyrnustjórinn hjá Real Madrid er sagður vilja gera breytingar sem gætu valdið titringi í herbúðum liðsins. Spænska íþróttablaðið Marca greinir frá því að Mourinho ætli að taka fyrirliðabandið af markverðinum Iker Casillas en Mourinho telur að það sé betra fyrir liðið að útileikmaður sé fyrirliði.

Fótbolti

Leikmenn Arsenal skutu Englendingum í átta liða úrslit á HM

Ellen White og Rachel Yankey tryggðu Englendingum 2-0 sigur gegn Japan á heimsmeistaramóti kvenna í fótbolta í dag í Þýskalandi. Englendingar eru þar með komnir í átta liða úrslit keppninnar líkt og Japan sem var fyrir leikinn búið að tryggja sér keppnisrétt á meðal átta bestu.

Fótbolti

Ólafur Björn lék frábært golf á EM - Ísland í góðri stöðu

Ólafur Björn Loftsson lék frábært golf á fyrsta keppnisdegi Evrópumeistaramóts áhugamanna sem fram fer í Portúgal. Ólafur lék á 66 höggum eða 6 höggum undir pari og er hann í þriðja sæti í einstaklingskeppninni. Íslenska landsliðið er í 9. sæti af alls 20 þjóðum sem taka þátt á 4 höggum undir pari samtals.

Golf