Sport

Falcao skrifar undir samning til 2015

Kólumbíski framherjinn Radamel Falcao, einn eftirsóttasti sóknarmaður Evrópu um þessar mundir, hefur skrifað undir nýjan samning við Porto. Í samningnum kemur fram að Falcao megi yfirgefa portúgalska liðið komi tilboð upp á 45 milljónir evra í hann eða sem nemur um 8,5 milljörðum króna.

Fótbolti

Stuðningsmenn Bayern sömdu reglur fyrir Neuer

Harðkjarna stuðningsmenn Bayern Munchen taka það ekki í mál að sætta sig við markvörðinn Manuel Neuer sem markvörð liðsins. Neuer kom til liðsins frá Schalke og er yfirlýstur stuðningsmaður liðsins og það kunna harðkjarnastuðningsmennirnir ekki að meta.

Fótbolti

Magnús Már: Ég hleyp utan í hann og fæ víti

Magnús Már Lúðvíksson hefur farið á kostum í hægri bakverðinum í sumar. Magnús átti stóran þátt í þriðja marki KR-inga. Magnús fékk boltann úr stuttri hornspyrnu, lék inn á teiginn og féll eftir samstuð við varnarmann Zilina.

Fótbolti

Shaq verður með Barkley í sjónvarpinu

Shaquille O´Neal ætlar ekki að sitja auðum höndum næsta vetur þó svo skórnir séu farnir upp í hilluna góðu. Shaq er búinn að skrifa undir samning við TNT og verður með þeim Charles Barkley og Kenny Smith í þættinum Inside the NBA.

Körfubolti

54 laxar úr síðasta holli í Víðidalsá

Víðidalsá er í góðum málum þessa daganna en laxinn virðist vera að láta sjá sig af meira mæli. Síðasta holl kláraði í 54 löxum en það er talsvert meira en hollið á undan sem kláraði í 3 löxum.

Veiði

Boateng á leið til Bayern München

Þýski varnarmaðurinn Jerome Boateng er á leið til Bayern München. Félögin hafa komist að samkomulagi um kaupverð og reiknað með því að Boateng skrifi undir fjögurra ára samning.

Enski boltinn

Björn á slæmar minningar frá Sandwich

Daninn Thomas Björn er efstur þegar líður að lokum fyrsta dags á Opna breska meistaramótinu í golfi. Björn spilaði á fimm höggum undir pari í dag. Björn hefur aldrei unnið stórmót en komst næst því á Royal St. George's vellinum fyrir átta árum. Sama velli og mótið fer fram í ár.

Golf

Mjög gott í Straumunum og Norðurá

Síðasta tveggja daga holl í Straumunum fékk 37 laxa á tvær stangir. Þeir sem tóku við létu sitt ekki eftir liggja og voru komnir með sextán laxa í morgun.

Veiði

Umfjöllun: FH á enn möguleika fyrir síðari leikinn

FH gerði jafntefli við C.D. Nacional í 2. umferð forkeppni Evrópudeildar UEFA í fyrri leik liðanna á Kaplakrikavelli í kvöld, en sá síðari fer fram í Portúgal í næstu viku. Freyr Bjarnason skoraði eina mark FH í leiknum í kvöld, en það kom á 67. mínútu með skalla.

Fótbolti

Þjálfari Zilina ánægður með gluggatjöldin

MSK Ziliana frá Slóvakíu mæta KR í annarri umferð í forkeppni Evrópudeildar í kanttspyrnu í kvöld. Á heimasíðu slóvaska félagsins segist þjálfari Zilina afar ánægður með gluggatjöldin á hótelinu í Reykjavík.

Fótbolti

Mikið líf í Elliðaánum

Líflegt er við Elliðaárnar þessa dagana en áin er komin í 317 laxa og tala bara hækkar á hverjum degi. Mikið líf er á flestum stöðum neðan stíflu og eitthvað af laxi farið að veiðast fyrir ofan stífluna líka. Hefðbundnir veiðistaðir uppfrá eins og Hraun og Hundasteinar skila gjarnan góðri veiði á þessum tíma en eins er töluvert að laxi í Breiðholtsstrengjunum.

Veiði

Eiður Smári í læknisskoðun hjá West Ham

Enski fjölmiðillinn Talksport greindi frá því á heimasíðu sinni í morgun að Eiður Smári Guðjohnsen færi síðdegis í læknisskoðun hjá West Ham. Skoðunin fari fram á sjúkrahúsi í Essex og gangi allt eftir verði hann orðinn leikmaður West Ham.

Enski boltinn