26 punda lax úr Laxá á Nessvæðinu Karl Lúðvíksson skrifar 25. ágúst 2011 15:47 Þó svo að veiðin hafi ekki verið mikil undanfarið á Nesveiðum eru að veiðast sannkallaðir stórlaxar. Í morgun fékkst einn 26 punda úr Presthyl. Bræðurnir Ási og Gunni eru við veiðar á Nessvæðinu í Aðaldal, og eru myndavélarnar með í för. ”Við erum að vinna DVD mynd um stórlaxinn íslenska og erum búnir að fara nokkuð víða í sumar. Við settum okkur tvö markmið fyrir myndina; í fyrsta lagi að slá persónuleg met okkar og ná laxi yfir 90 sm langan. En aðalmarkmiðið var að komast í yfir meterinn og komast þar með í hinn mjög svo eftirsótta 20 punda klúbb. Og það tókst sem sagt í morgun, heldur betur” segir Gunni Helga skellihlægjandi. Téður DVD diskur mun koma út fyrir jólin og þar sést öll baráttan við þennan dreka frá a til ö. ” Það má geta þess að Ási bróðir fékk einn 97 sm putta klukkutíma á undan mínum stóra. Það gekk náttúrulega ekki að láta hann fara svona framúr mér!” segir Gunni að lokum. Við óskum þeim til hamingju með stórlaxana og sendum baráttukveðjur til Ása og vonum að hann eigi eftir að fara yfir 20 pundin við tökurnar á myndinni. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR Stangveiði Mest lesið Ennþá góð vikuveiði í laxveiðiánum Veiði Geldingatjörn kemur vel undan vetri Veiði Blanda I að verða uppseld Veiði Ekki fyrir viðkvæma: Kind skelfilega illa leikin eftir dýrbít í Lundarreykjadal Veiði Mjög góð bleikjuveiði í Þingvallavatni og Úlfljótsvatni Veiði Loksins 100 sm lax hjá Stefáni Veiði Fimmtungslækkun í Steingrímsfirði Veiði 116 sm laxinn í Kjarrá engin lygasaga Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Haustbragur á veiðitölum úr laxveiðiánum Veiði
Þó svo að veiðin hafi ekki verið mikil undanfarið á Nesveiðum eru að veiðast sannkallaðir stórlaxar. Í morgun fékkst einn 26 punda úr Presthyl. Bræðurnir Ási og Gunni eru við veiðar á Nessvæðinu í Aðaldal, og eru myndavélarnar með í för. ”Við erum að vinna DVD mynd um stórlaxinn íslenska og erum búnir að fara nokkuð víða í sumar. Við settum okkur tvö markmið fyrir myndina; í fyrsta lagi að slá persónuleg met okkar og ná laxi yfir 90 sm langan. En aðalmarkmiðið var að komast í yfir meterinn og komast þar með í hinn mjög svo eftirsótta 20 punda klúbb. Og það tókst sem sagt í morgun, heldur betur” segir Gunni Helga skellihlægjandi. Téður DVD diskur mun koma út fyrir jólin og þar sést öll baráttan við þennan dreka frá a til ö. ” Það má geta þess að Ási bróðir fékk einn 97 sm putta klukkutíma á undan mínum stóra. Það gekk náttúrulega ekki að láta hann fara svona framúr mér!” segir Gunni að lokum. Við óskum þeim til hamingju með stórlaxana og sendum baráttukveðjur til Ása og vonum að hann eigi eftir að fara yfir 20 pundin við tökurnar á myndinni. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR
Stangveiði Mest lesið Ennþá góð vikuveiði í laxveiðiánum Veiði Geldingatjörn kemur vel undan vetri Veiði Blanda I að verða uppseld Veiði Ekki fyrir viðkvæma: Kind skelfilega illa leikin eftir dýrbít í Lundarreykjadal Veiði Mjög góð bleikjuveiði í Þingvallavatni og Úlfljótsvatni Veiði Loksins 100 sm lax hjá Stefáni Veiði Fimmtungslækkun í Steingrímsfirði Veiði 116 sm laxinn í Kjarrá engin lygasaga Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Haustbragur á veiðitölum úr laxveiðiánum Veiði