Máttum alveg ræða við Elísabetu líkt og þeir ræddu við Stellu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. ágúst 2011 22:00 Elísabet Gunnarsdóttir gekk í raðir Fram fyrir skemmstu. Mynd/Fram.is Ólafur Arnarsson, formaður handknattleiksdeildar Fram, segir félagið hafa verið í fullum rétti að ræða við Elísabetu Gunnarsdóttur fyrrum línumann Stjörnunnar. Stjarnan geti því ekki átt neitt sökótt við Framara. Líkt og greint var frá á Vísi í gær hefur kvennalið Stjörnunnar verið dregið úr keppni í efstu deild kvenna á komandi tímabili. Í yfirlýsingu frá Stjörnunni í gær kom meðal annars fram óánægja með íslensk félög í samskiptum við leikmenn Garðbæinga. „Við fögnum því í sjálfu sér, að önnur félög horfi til leikmanna Stjörnunnar þegar nauðsyn er á styrkingu viðkomandi liða, en ítrekum óánægju okkar með að sum félög skuli ekki virða lög og reglur HSÍ um samningsbundna leikmenn, sagði í yfirlýsingu frá Stjörnunni," segir í yfirlýsingunni. Elísabet Gunnarsdóttir, sem er uppalinn hjá Stjörnunni og hefur leikið með liðinu undanfarin ár, gekk nýverið til liðs við Fram. „Ég var í nákvæmlega sama rétti að ræða við Elísabetu og þeir voru að ræða við hana Stellu hjá mér. Félögin voru í nákvæmlega sama rétti," segir Ólafur Arnarsson formaður handknattleiksdeildar Fram. Báðir leikmenn hafi verið samningslausir. Ólafur segir Garðbæinga hafa rætt við Stellu Sigurðardóttur og verið í fullum rétti til þess. Stella samdi við Framara á nýjan leik fyrir skemmstu. „Þeir voru að tala við hana. Ég hef ekki lagt það í vana minn að ræða við samningsbundna leikmenn. Stjarnan bað um frið í karlaboltanum í fyrra og það var virt," segir Ólafur. Úr þeim orðum má lesa að Stjarnan hafi sýnt leikmönnum karlaliðs félagsins áhuga á síðasta tímabili. Ólafur segir vel mega vera að Elísabet hafi verið með munnlegt samkomulag við Stjörnuna. Það hafi hann þó ekki hugmynd um. „Það má vel vera að það hafi verið búið að gera munnlegt samkomulag við Elísabetu en það heldur ekki neinu. Mér er alveg frjálst að ræða við leikmenn þó það sé eitthvað munnlegt," segir Ólafur. Ólafur vísaði blaðamanni á heimasíðu HSÍ þar sem sjá mætti nákvæmlega hvaða leikmenn væru samningsbundnir félögum sínum og hverjir ekki. Ásmundur Jónsson, formaður meistaraflokksráðs kvenna hjá Stjörnunni, neitaði í samtali við Vísi í dag að staðfesta hvaða félög Stjarnan væri ósátt við. Reglur HSÍ hefðu verið brottnar og félögin ættu að taka það til sín sem vissu upp á sig sökina. Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Hanna Guðrún: Trúi þessu varla Landsliðskonan Hanna Guðrún Stefánsdóttir segist varla trúa því að Stjarnan verði ekki með á næsta tímabili. Hún heyrði tíðindin á æfingu síðdegis í dag. 24. ágúst 2011 22:50 Stjarnan dregur kvennalið sitt í handknattleik úr keppni Stjarnan hefur dregið kvennalið sitt í efstu deild í handknattleik úr keppni á komandi tímabili. Handknattleiksdeild félagsins sendi frá sér fréttatilkynningu þess efnis í kvöld. 24. ágúst 2011 20:33 Stjarnan rændi heilu handboltaliði frá okkur á einni nóttu Formaður handknattleiksráðs ÍBV, Magnús Bragason, segir útilokað að óánægja Stjörnunnar í garð annarra íslenskra félaga eigi við um ÍBV. 25. ágúst 2011 15:57 HSÍ harmar brotthvarf kvennaliðs Stjörnunnar Einar Þorvarðarson, framkvæmdarstjóri HSÍ, segir það slæmt að Stjarnan hafi ákveðið að draga kvennalið sitt í handknattleik úr keppni í N1-deild kvenna í vetur. Þetta var tilkynnt formlega í gær. 25. ágúst 2011 12:09 Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Sjá meira
Ólafur Arnarsson, formaður handknattleiksdeildar Fram, segir félagið hafa verið í fullum rétti að ræða við Elísabetu Gunnarsdóttur fyrrum línumann Stjörnunnar. Stjarnan geti því ekki átt neitt sökótt við Framara. Líkt og greint var frá á Vísi í gær hefur kvennalið Stjörnunnar verið dregið úr keppni í efstu deild kvenna á komandi tímabili. Í yfirlýsingu frá Stjörnunni í gær kom meðal annars fram óánægja með íslensk félög í samskiptum við leikmenn Garðbæinga. „Við fögnum því í sjálfu sér, að önnur félög horfi til leikmanna Stjörnunnar þegar nauðsyn er á styrkingu viðkomandi liða, en ítrekum óánægju okkar með að sum félög skuli ekki virða lög og reglur HSÍ um samningsbundna leikmenn, sagði í yfirlýsingu frá Stjörnunni," segir í yfirlýsingunni. Elísabet Gunnarsdóttir, sem er uppalinn hjá Stjörnunni og hefur leikið með liðinu undanfarin ár, gekk nýverið til liðs við Fram. „Ég var í nákvæmlega sama rétti að ræða við Elísabetu og þeir voru að ræða við hana Stellu hjá mér. Félögin voru í nákvæmlega sama rétti," segir Ólafur Arnarsson formaður handknattleiksdeildar Fram. Báðir leikmenn hafi verið samningslausir. Ólafur segir Garðbæinga hafa rætt við Stellu Sigurðardóttur og verið í fullum rétti til þess. Stella samdi við Framara á nýjan leik fyrir skemmstu. „Þeir voru að tala við hana. Ég hef ekki lagt það í vana minn að ræða við samningsbundna leikmenn. Stjarnan bað um frið í karlaboltanum í fyrra og það var virt," segir Ólafur. Úr þeim orðum má lesa að Stjarnan hafi sýnt leikmönnum karlaliðs félagsins áhuga á síðasta tímabili. Ólafur segir vel mega vera að Elísabet hafi verið með munnlegt samkomulag við Stjörnuna. Það hafi hann þó ekki hugmynd um. „Það má vel vera að það hafi verið búið að gera munnlegt samkomulag við Elísabetu en það heldur ekki neinu. Mér er alveg frjálst að ræða við leikmenn þó það sé eitthvað munnlegt," segir Ólafur. Ólafur vísaði blaðamanni á heimasíðu HSÍ þar sem sjá mætti nákvæmlega hvaða leikmenn væru samningsbundnir félögum sínum og hverjir ekki. Ásmundur Jónsson, formaður meistaraflokksráðs kvenna hjá Stjörnunni, neitaði í samtali við Vísi í dag að staðfesta hvaða félög Stjarnan væri ósátt við. Reglur HSÍ hefðu verið brottnar og félögin ættu að taka það til sín sem vissu upp á sig sökina.
Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Hanna Guðrún: Trúi þessu varla Landsliðskonan Hanna Guðrún Stefánsdóttir segist varla trúa því að Stjarnan verði ekki með á næsta tímabili. Hún heyrði tíðindin á æfingu síðdegis í dag. 24. ágúst 2011 22:50 Stjarnan dregur kvennalið sitt í handknattleik úr keppni Stjarnan hefur dregið kvennalið sitt í efstu deild í handknattleik úr keppni á komandi tímabili. Handknattleiksdeild félagsins sendi frá sér fréttatilkynningu þess efnis í kvöld. 24. ágúst 2011 20:33 Stjarnan rændi heilu handboltaliði frá okkur á einni nóttu Formaður handknattleiksráðs ÍBV, Magnús Bragason, segir útilokað að óánægja Stjörnunnar í garð annarra íslenskra félaga eigi við um ÍBV. 25. ágúst 2011 15:57 HSÍ harmar brotthvarf kvennaliðs Stjörnunnar Einar Þorvarðarson, framkvæmdarstjóri HSÍ, segir það slæmt að Stjarnan hafi ákveðið að draga kvennalið sitt í handknattleik úr keppni í N1-deild kvenna í vetur. Þetta var tilkynnt formlega í gær. 25. ágúst 2011 12:09 Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Sjá meira
Hanna Guðrún: Trúi þessu varla Landsliðskonan Hanna Guðrún Stefánsdóttir segist varla trúa því að Stjarnan verði ekki með á næsta tímabili. Hún heyrði tíðindin á æfingu síðdegis í dag. 24. ágúst 2011 22:50
Stjarnan dregur kvennalið sitt í handknattleik úr keppni Stjarnan hefur dregið kvennalið sitt í efstu deild í handknattleik úr keppni á komandi tímabili. Handknattleiksdeild félagsins sendi frá sér fréttatilkynningu þess efnis í kvöld. 24. ágúst 2011 20:33
Stjarnan rændi heilu handboltaliði frá okkur á einni nóttu Formaður handknattleiksráðs ÍBV, Magnús Bragason, segir útilokað að óánægja Stjörnunnar í garð annarra íslenskra félaga eigi við um ÍBV. 25. ágúst 2011 15:57
HSÍ harmar brotthvarf kvennaliðs Stjörnunnar Einar Þorvarðarson, framkvæmdarstjóri HSÍ, segir það slæmt að Stjarnan hafi ákveðið að draga kvennalið sitt í handknattleik úr keppni í N1-deild kvenna í vetur. Þetta var tilkynnt formlega í gær. 25. ágúst 2011 12:09
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita