Sport

Veiðin í Grímsá og Kjós gengur vel

Góður viðsnúningur hefur orðið í Borgarfjarðaránum á seinustu dögum. Grímsa er búin að taka vel við sér og eru veiðimenn að landa um 25-30 löxum á dag og eru alsælir. Von er á rigningu á næstu dögum á svæðinu, þannig að gaman verður fylgjast með hvað gerist ef vatn fer vaxandi en mikið er gengið af laxi og það gæti orðið ansi fjörugt á svæðinu í kjölfarið. Svipað hefur verið að gerast í Laxá í Kjós.

Veiði

Páll Magnússon biður golfáhugamenn afsökunar

Páll Magnússon útvarpsstjóri og Haukur Örn Birgisson varaforseti Golfsambands Íslands voru í spjalli hjá Heimi og Kollu Í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Útvarpsstjóri útskýrði hvers vegna útsending frá Íslandsmótinu í höggleik hefði verið rofin á sunnudag og bað golfáhugamenn afsökunar.

Golf

Kasami gengur til liðs við Fulham

Svissneski miðjumaðurinn Pajtim Kasami hefur gengið til liðs við Fulham í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Kasami kemur frá ítalska liðinu Palermo en kaupverðið hefur ekki verið gefið upp.

Enski boltinn

Mokveiðin heldur áfram í Elliðaánum

Það er mikið líf við Elliðaárnar og það fengum við hjá Veiðivísi að sjá í gær. Ég ásamt Jóa félaga mínum og sonum okkar áttum eina stöng eftir hádegi. Það verður að segjast að miðað við hvað ég hef oft veitt árnar man ég ekki eftir öðrum eins fjölda af laxi í ánni og það var eiginlega alveg sama við hvaða hyl þú stoppaðir. Það var alls staðar lax!

Veiði

Blanda komin í góðann gír

Blanda var í miklu fjöri um helgina. Veiðimenn á svæði 1 voru að taka dagskvótann sem eru 12 laxar á allar 4 stangir í gær sunnudag og svipuð veiði var á laugardag. Voru veiðimenn byrjaðir að sleppa laxi á sunnudeginum.

Veiði

Batista segir af sér sem þjálfari Argentínu

Sergio Batista hefur sagt af sér sem þjálfari argentínska landsliðsins í knattspyrnu í kjölfar dapurs árangurs á heimavelli í Suður-Ameríkukeppninni. Batista hafði áður líst því yfir að hann ætlaði að halda áfram með liðið.

Fótbolti

Mikið líf í Eystri Rangá

Það var mikið fjör á laugardaginn í Eystri Rangá en alls komu um 70 laxar á land. Laxinn var að taka um alla á en þó báru svæði eitt og sex uppúr. Svæði sjö og tvö voru einnig að hrökkva í gang. Það gerðist svo sunnudagsmorgun að það hellirigndi á svæðinu og áinn varð lituð og óveiðanleg mest allan sunnudag. Það bitnaði heldur betur á veiðinni en um 12 fiskar komu á land yfir daginn.

Veiði

Einar Árni lauk prófi hjá FIBA Europe

Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur og unglingalandsliðs Íslands í körfuknattleik karla, lauk um síðustu helgi þjálfaraverkefni á vegum evrópska körfuknattleikssambandsins, FIBA Europe.

Körfubolti

Forlan fetar í fótspor föður og afa

Diego Forlan hefur skráð nafn sitt í sögubækurnar. Síðan hann yfirgaf herbúðir Manchester United hefur hann raðað inn mörkunum hjá félagsliðum sínum og landsliði. Hann er landsleikjahæsti Úrúgvæinn, vantar eitt mark til að verða markahæstur og hefur nú unnið Copa America líkt og faðir hans og afi.

Fótbolti

Erum töluvert stærri og þyngri en þær

Íslenska stúlknalandsliðið í knattspyrnu skipað leikmönnum 17 ára og yngri hélt í gærkvöldi til Sviss. Fram undan er undanúrslitaleikur við Spán á fimmtudag en Spánverjar eru ríkjandi Evrópumeistarar í þessum aldursflokki.

Íslenski boltinn

Hlynur Bæringsson: Það var gott að fá einn sigur

Íslenska körfuboltalandsliðið steig skref í átt að því að tryggja sér bronsið á Norðurlandamótinu í Sundsvall með því að vinna níu stiga sigur á Dönum, 85-76, í gærkvöldi. Íslenska liðið hafði frumkvæðið nær allan leikinn en sigurinn var þó ekki í höfn fyrr en í blálokin. Þetta var fyrsti sigur íslenska liðsins undir stjórn sænska þjálfarans Peters Öqvist.

Körfubolti

Shawcross vill ekki spila fyrir Wales

Ryan Shawcross leikmaður og fyrirliði Stoke City í ensku úrvalsdeildinni segist ekki hafa íhugað það að spila fyrir landslið Wales. Breytingar á reglum FIFA gera Shawcross kleift að spila fyrir Wales jafnvel þó hann sé Englendingur í húð og hár.

Enski boltinn

José Enrique hraunar yfir Newcastle

Vinstri bakvörðurinn José Enrique leikmaður Newcastle er allt annað en sáttur við stefnu félagsins í leikmannamálum. Hann segir að með þessum hætti komist liðið aldrei í hóp bestu liða ensku úrvalsdeildarinnar.

Enski boltinn

Umfjöllun: Tíu FH-ingar sáu um Val

Þrátt fyrir að leika einum færri frá 56. mínútu sigraði FH Val 3-2 á heimavelli sínu að Kaplakrika í kvöld en Valur var 2-1 yfir þegar Pétur Viðarsson nældi sér í tvö gul spjöld á átta mínútna kafla.

Íslenski boltinn

Solbakken tók fyrirliðabandið af Podolski

Stale Solbakken, nýr þjálfari þýska liðsins Köln, hefur ákveðið að taka fyrirliðabandið af þýska landsliðsframherjanum Lukas Podolski. Brasilíski varnarmaðurinn Pedro Geromel mun bera bandið á komandi tímabili.

Fótbolti

Kristinn dæmir á Emirates Cup

Kristinn Jakobsson verður á ferð og flugi næstu daga en enska knattspyrnusambandið hefur boðið honum að dæma á æfingamótinu Emirates Cup sem fram fer á heimavelli Arsenal. Þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ.

Íslenski boltinn

Sundsvall-strákarnir í sérflokki í stigaskorun

Sundvall-mennirnir í íslenska karlalandsliðinu í körfubolta eru langstigahæstir eftir tvo fyrstu leiki liðsins á Norðurlandamótinu í Sundsvall. Íslenska liðið hefur tapað fyrir Svíum og Finnum í fyrstu tveimur leikjum sínum en mætir Dönum í kvöld.

Körfubolti