Vettel gleymdir aldrei fyrsta sigrinum 5. september 2011 13:26 Sebastian Vettel vann síðustu keppni sem var í Belgíu. AP mynd. Frank Augstein Heimsmeistarinn Sebastian Vettel keppir á Monza brautinni á Ítalíu um næstu helgi í þrettándu umferð meistaramótsins í Formúlu 1. Vettel vann sinn fyrsta sigur á brautinni árið 2008 með Torro Rosso, en hann ekur núna með meistaraliði Red Bull og er með gott forskot í stigamóti ökumanna í ár. Vettel er með 259 stig í stigamóti ökumanna, Mark Webber liðsfélagi hans 167, Fernando Alonso hjá Ferrari 157 og McLaren ökumennirnir eru í fjórða og fimmta sæti. Jenson Button er með 149 og Lewis Hamilton 146. „Ég á sérstakar minningar frá Monza. Ég vann minn fyrsta sigur á brautinni árið 2008. Það er nokkur sem ég mun aldrei gleyma. Ég var með gæsahúð á verðlaunapallinum", sagði Vettel. „Brautin er ein sú vandasamasta á keppnistímabilinu. Það eru hraðir kaflar þar sem við náum meira en 320 km hraða, sem þýðir að brautin er sú hraðasta á árinu. Hún reynir ekki mikið á líkamlega séð, en þrátt fyrir fyrir það er hún ekki auðveld", sagði Vettel. „Vegna þess hve langir beinu kaflarnir eru, þá er afturvængurinn einfaldari en á öðrum brautum. Bíllinn er því óstöðugri og það að gefa í eftir Parabolica beygjuna er jafnvægistlist og minnstu mistök geta þýtt að maður endar í malargryfju", sagði Vettel. Vettek vann síðustu keppni, sem var í Belgíu og hefur unnið sjö mót á árinu, en samtals hafa fjórir ökumenn unnið einstök mót á árinu. Hamilton og Button hafa unnið tvö mót hvor og Alonso eitt. Formúla Íþróttir Mest lesið Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Dagný ólétt af sínu þriðja barni Fótbolti Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Sport Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Enski boltinn Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Heimsmeistarinn Sebastian Vettel keppir á Monza brautinni á Ítalíu um næstu helgi í þrettándu umferð meistaramótsins í Formúlu 1. Vettel vann sinn fyrsta sigur á brautinni árið 2008 með Torro Rosso, en hann ekur núna með meistaraliði Red Bull og er með gott forskot í stigamóti ökumanna í ár. Vettel er með 259 stig í stigamóti ökumanna, Mark Webber liðsfélagi hans 167, Fernando Alonso hjá Ferrari 157 og McLaren ökumennirnir eru í fjórða og fimmta sæti. Jenson Button er með 149 og Lewis Hamilton 146. „Ég á sérstakar minningar frá Monza. Ég vann minn fyrsta sigur á brautinni árið 2008. Það er nokkur sem ég mun aldrei gleyma. Ég var með gæsahúð á verðlaunapallinum", sagði Vettel. „Brautin er ein sú vandasamasta á keppnistímabilinu. Það eru hraðir kaflar þar sem við náum meira en 320 km hraða, sem þýðir að brautin er sú hraðasta á árinu. Hún reynir ekki mikið á líkamlega séð, en þrátt fyrir fyrir það er hún ekki auðveld", sagði Vettel. „Vegna þess hve langir beinu kaflarnir eru, þá er afturvængurinn einfaldari en á öðrum brautum. Bíllinn er því óstöðugri og það að gefa í eftir Parabolica beygjuna er jafnvægistlist og minnstu mistök geta þýtt að maður endar í malargryfju", sagði Vettel. Vettek vann síðustu keppni, sem var í Belgíu og hefur unnið sjö mót á árinu, en samtals hafa fjórir ökumenn unnið einstök mót á árinu. Hamilton og Button hafa unnið tvö mót hvor og Alonso eitt.
Formúla Íþróttir Mest lesið Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Dagný ólétt af sínu þriðja barni Fótbolti Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Sport Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Enski boltinn Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira