Sport

Liverpool að íhuga að fá Bellamy aftur

Enskir fjölmiðlar hafa greint frá því í vikunni að Liverpool hafi mögulega áhuga á að fá Craig Bellamy aftur til liðs við félagið. Hann er nú á mála hjá Manchester City þar sem hann er í kuldanum hjá stjóranum Roberto Mancini.

Enski boltinn

Senna: Hefur hungrað að komast aftur í keppni

Bruno Senna var tilkynntur sem ökumaður Formúlu 1 liðs Renault í gær í stað Nick Heidfeld, en Senna er frá Brasilíu, en hefur keppt í ýmsum mótaröðum síðustu ár. Hann keppti í Formúlu 3 í Bretlandi 2005, en færði sig yfir í GP2 árið 2007 og árið 2008 var hann í baráttu um titilinn í þeirri mótaröð, en varð í öðru sæti. Senna keppt með Hispania liðinu í Formúlu 1 í fyrra, en var síðan ráðinn varaökumaður Renault fyrir þetta tímabi

Formúla 1

Alonso fagnar tímamótum hjá Schumacher

Formúlu 1 ökumaðurinn Fernando Alonso hjá Ferrari keppir með liði sínu á Spa brautinni í Belgíu um helgina, en um helgina fagnar Michael Schumacher því að hann byrjaði að keppa í Formúlu 1 fyrir 20 árum síðan á Spa brautinni. Schumacher vann flesta af sínum sjö meistaratitlum með Ferrari. Alonso ekur nú með Felipe Massa hjá liðinu sem áður var liðsfélagi Schumacher um skeið.

Formúla 1

Socrates á batavegi

Brasilíska knattspyrnugoðsögnin Socrates er á batavegi eftir að hann var lagður inn á sjúkrahús í síðustu viku með magablæðingar.

Fótbolti

98 sm maríulax úr Svalbarðsá

Ungur veiðimaður að nafni Ryan Dunwoody veiddi lúsugann 98 cm Maríulax í Svalbarðsselshyl í Svalbarðsá í kvöld. Laxinn var tekin á Stoats tail tvíkrækju nr. 14 og var seinasta flugan í seinasta rekinu fimm mínútur í níu. Svalbarðsá er núna komin í 466 laxa en frekar hefur hægt á veiði undanfarna daga en í dag og í gær hafa veiðst nokkrir lúsugir eins árs fiskar.

Veiði