Fram með þrjá sigra í þremur leikjum - vann Akureyri í kvöld Henry Birgir Gunnarsson skrifar 5. október 2011 19:54 Mynd/Valli Framarar eru sem fyrr á toppi N1-deildar karla. Þeir unnu í kvöld sinn þriðja leik í röð er Akureyri kom í heimsókn. Lokatölur 31-27. Akureyringar mættu með frekar laskað lið enda talsvert um meiðsli í þeirra herbúðum um þessar mundir. Akureyri var búið að vinna einn leik og tapa einum en Fram var búið að vinna báða sína leiki. Bæði lið eru þekkt fyrir góðan varnarleik og fína markvörslu en afar lítið fór fyrir slíku framan af leik. Akureyringar mun sprækari á upphafsmínútunum og komust í 1-4. Framarar unnu sig smám saman inn í leikinn og ekki síst fyrir góða innkomu Róberts Hostert sem fékk að leika lausum hala. Hann þakkaði fyrir með því að skora fimm falleg mörk. Þegar blásið var til leikhlés var jafnt á með liðunum, 16-16. Akureyri byrjaði síðari hálfleikinn betur en svo komu Framarar af krafti inn í leikinn. Þeir leiddu aðeins einu sinni í fyrri hálfleik en eftir tólf mínútur af síðari hálfleik voru þeir komnir með þriggja marka forskot, 22-19. Þá var Atla Hilmarssyni, þjálfara Akureyrar, nóg boðið og tók leikhlé. Skal engan undra þar sem leikur Norðanmanna var hruninn á báðum endum vallarins. Þegar rúmar tíu mínútur lifðu leiks datt Sveinbjörn Pétursson aðeins í stuð í Akureyrarmarkinu. Í kjölfarið komu hraðaupphlaupin og Akureyri minnkaði muninn í tvö mörk, 26-24. Þá skellti Magnús Erlendsson í lás hinum megin. Varði tvö hraðaupphlaup í röð meðal annars. Það var einfaldlega of stór biti fyrir Akureyringa sem áttu ekki raunhæfan möguleika það sem eftir lifði leiks. Framarar virðast hafa verið stórkostlega vanmetnir en þeim var aðeins spáð fjórða til fimmta sæti í deildinni. Liðið er ákaflega vel mannað og breiddin þess utan mikil. Fram-liðið er ekki árennilegt og er liðið sem önnur lið þurfa að bera sig saman við í upphafi móts.Fram-Akureyri 31-27 (16-16) Mörk Fram (skot): Róbert Aron Hostert 8 (14), Sigurður Eggertsson 6 (10), Jóhann Gunnar Einarsson 4 (10), Ægir Hrafn Jónsson 3 (3), Einar Rafn Eiðsson 3/1 (5/2), Halldór Jóhann Sigfússon 2 (2), Ingimundur Ingimundarson 2 (3), Matthías Berhöj Daðason 1 (2), Stefán Baldvin Stefánsson 1 (1), Jóhann Karl Reynisson 1 (1). Varin skot: Magnús Gunnar Erlendsson 12 (27/2) 44%, Sebastían Alexandersson 2 (14) 14%. Hraðaupphlaup: 7 (Jóhann 3, Stefán, Matthías, Ægir, Ingimundur). Fiskuð víti: 2 (Ægir, Stefán). Utan vallar: 2 mínútur. Mörk Akureyrar (skot): Oddur Gretarsson 8/3 (8/3), Bjarni Fritzson 7 (12), Guðmundur Hólmar Helgason 4 (11), Geir Guðmundsson 3 (6), Guðlaugur Arnarsson 3 (4), Hlynur Elmar Matthíasson 1 (2), Bergvin Gíslason 1 (4). Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 9 (37/2) 24%. Hraðaupphlaup: 10 (Bjarni 4, Oddur 2, Guðmundur, Hlynur, Guðlaugur, Geir). Fiskuð víti: 3 (Oddur 2, Bjarni). Utan vallar: 10 mínútur. Olís-deild karla Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Í beinni: Bosnía - Ísland | Heldur flugið áfram í Sarajevo? Handbolti Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum Handbolti Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu Fótbolti Fleiri fréttir Alfreð kom Þjóðverjum á EM Í beinni: Bosnía - Ísland | Heldur flugið áfram í Sarajevo? Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Sjá meira
Framarar eru sem fyrr á toppi N1-deildar karla. Þeir unnu í kvöld sinn þriðja leik í röð er Akureyri kom í heimsókn. Lokatölur 31-27. Akureyringar mættu með frekar laskað lið enda talsvert um meiðsli í þeirra herbúðum um þessar mundir. Akureyri var búið að vinna einn leik og tapa einum en Fram var búið að vinna báða sína leiki. Bæði lið eru þekkt fyrir góðan varnarleik og fína markvörslu en afar lítið fór fyrir slíku framan af leik. Akureyringar mun sprækari á upphafsmínútunum og komust í 1-4. Framarar unnu sig smám saman inn í leikinn og ekki síst fyrir góða innkomu Róberts Hostert sem fékk að leika lausum hala. Hann þakkaði fyrir með því að skora fimm falleg mörk. Þegar blásið var til leikhlés var jafnt á með liðunum, 16-16. Akureyri byrjaði síðari hálfleikinn betur en svo komu Framarar af krafti inn í leikinn. Þeir leiddu aðeins einu sinni í fyrri hálfleik en eftir tólf mínútur af síðari hálfleik voru þeir komnir með þriggja marka forskot, 22-19. Þá var Atla Hilmarssyni, þjálfara Akureyrar, nóg boðið og tók leikhlé. Skal engan undra þar sem leikur Norðanmanna var hruninn á báðum endum vallarins. Þegar rúmar tíu mínútur lifðu leiks datt Sveinbjörn Pétursson aðeins í stuð í Akureyrarmarkinu. Í kjölfarið komu hraðaupphlaupin og Akureyri minnkaði muninn í tvö mörk, 26-24. Þá skellti Magnús Erlendsson í lás hinum megin. Varði tvö hraðaupphlaup í röð meðal annars. Það var einfaldlega of stór biti fyrir Akureyringa sem áttu ekki raunhæfan möguleika það sem eftir lifði leiks. Framarar virðast hafa verið stórkostlega vanmetnir en þeim var aðeins spáð fjórða til fimmta sæti í deildinni. Liðið er ákaflega vel mannað og breiddin þess utan mikil. Fram-liðið er ekki árennilegt og er liðið sem önnur lið þurfa að bera sig saman við í upphafi móts.Fram-Akureyri 31-27 (16-16) Mörk Fram (skot): Róbert Aron Hostert 8 (14), Sigurður Eggertsson 6 (10), Jóhann Gunnar Einarsson 4 (10), Ægir Hrafn Jónsson 3 (3), Einar Rafn Eiðsson 3/1 (5/2), Halldór Jóhann Sigfússon 2 (2), Ingimundur Ingimundarson 2 (3), Matthías Berhöj Daðason 1 (2), Stefán Baldvin Stefánsson 1 (1), Jóhann Karl Reynisson 1 (1). Varin skot: Magnús Gunnar Erlendsson 12 (27/2) 44%, Sebastían Alexandersson 2 (14) 14%. Hraðaupphlaup: 7 (Jóhann 3, Stefán, Matthías, Ægir, Ingimundur). Fiskuð víti: 2 (Ægir, Stefán). Utan vallar: 2 mínútur. Mörk Akureyrar (skot): Oddur Gretarsson 8/3 (8/3), Bjarni Fritzson 7 (12), Guðmundur Hólmar Helgason 4 (11), Geir Guðmundsson 3 (6), Guðlaugur Arnarsson 3 (4), Hlynur Elmar Matthíasson 1 (2), Bergvin Gíslason 1 (4). Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 9 (37/2) 24%. Hraðaupphlaup: 10 (Bjarni 4, Oddur 2, Guðmundur, Hlynur, Guðlaugur, Geir). Fiskuð víti: 3 (Oddur 2, Bjarni). Utan vallar: 10 mínútur.
Olís-deild karla Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Í beinni: Bosnía - Ísland | Heldur flugið áfram í Sarajevo? Handbolti Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum Handbolti Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu Fótbolti Fleiri fréttir Alfreð kom Þjóðverjum á EM Í beinni: Bosnía - Ísland | Heldur flugið áfram í Sarajevo? Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita