Handbolti

Kiel áfram með fullt hús - Füchse Berlin í annað sætið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alexander Petersson.
Alexander Petersson. Mynd/Nordic Photos/Bongarts
Íslendingaliðið Kiel og Füchse Berlin unnu bæði leiki sína í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld og eru í efstu tveimur sætum deildarinnar.

Kiel, lið Alfreðs Gíslason, fagnaði sínum sjöunda deildarleik í röð þegar liðið fór til Balingen og vann 31-21 sigur á HBW Balingen-Weilstetten. Aron Pálmarsson gat ekki spilað með Kiel vegna meiðsla. Daniel Narcisse og Momir Ilic voru markahæstir með sex mörk hvor.

Füchse Berlin, lið Dags Sigurðssonar, vann sjö marka sigur á TuS-N-Lübbecke á heimavelli, 33-26, Alexander Petersson skoraði sex mörk fyrir Füchse í kvöld.  Markus Richwien var markahæstur með sjö mörk en Ivan Nincevic skoraði sex mörk eins og Alexander.

Kiel hefur unnið alla sjö leiki sína í þýsku deildinni á tímabilinu en Füchse Berlin hefur unnið 5 af 6 leikjum sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×