Sport

Getafe hvetur stuðningsmenn sína til þess að gerast sæðisgjafar

Spænska efstu deildar félagið Getafe fer heldur óhefðbundna leið í því að auglýsa ársmiða fyrir komandi tímabili. Félagið hefur látið framleiða auglýsingu þar sem stuðningsmenn félagsins eru hvattir til þess að gerast sæðisgjafar í þeim tilgangi að fjölga stuðningsmönnum félagsins.

Fótbolti

Heidfeld í mál vegna samningsbrots Renault

Nick Heidfleld telur að Formúlu 1 lið Renault hafi brotið á sér þegar það ákvað að ráða Bruno Senna sem keppnisökumann í hans stað frá og með mótinu á Spa brautinni í Belgíu um helgina. Málið er komið fyrir dómara í Bretlandi og verður skoðað í kjölinn 19. september, en á meðan ekur Senna fyrir Renault.

Formúla 1

Aquilani búinn að skrifa undir samning við AC Milan til 2014

Alberto Aquilani er búinn að skrifa undir þriggja ára samning við ítalska liðið AC Milan þótt að hann komi þangað aðeins á láni frá Liverpool út þessa leiktíð. AC Milan fær hinsvegar forkaupsrétt á Alberto Aquilani spili hann 25 leiki eða fleiri með liðinu á tímabilinu og það má búast við því að hans framtíð verði því í Mílanóborg.

Fótbolti

Falleg mörk hjá Kolbeini - myndband

Kolbeinn Sigþórsson er heldur betur að stimpla sig inn í lið Ajax þessa dagana. Kolbeinn skoraði tvö falleg mörk gegn Vitesse Arnheim og hefur skorað í þremur leikjum í röð. Hann er markahæsti leikmaður hollensku deildarinnar ásamt Svisslendingnum Marc Janko hjá Twente.

Fótbolti

Lionel Messi tryggði Barcelona Ofurbikarinn

Lionel Messi skoraði fyrra markið og lagði upp það síðara fyrir Cesc Fabregas þegar Barcelona vann 2-0 sigur á Porto og tryggði sér Ofurbikarinn í Mónakó í kvöld. Barcelona hefur því þegar tryggt sér tvo titla á þessu tímabili því liðið vann einnig spænska Ofurbikarinn á dögunum.

Fótbolti

KR stöðvaði sigurgöngu Grindavíkurliðsins

KR-konur unnu 2-1 sigur á Grindavík í afar mikilvægum leik í fallbaráttu Pepsi-deildar kvenna sem fram fór á KR-vellinum í kvöld. Liðin voru jöfn að stigum fyrir leikinn í 8. og 9. sæti deildarinnar en með þessum sigri slapp KR-liðið úr allra mestu fallhættunni.

Íslenski boltinn

Kolbeinn skoraði tvö mörk fyrir Ajax í sigri á Vitesse

Kolbeinn Sigþórsson skoraði tvö mörk fyrir Ajax í kvöld þegar liðið vann 4-1 heimasigur á Vitesse í toppslag í hollensku úrvalsdeildinni. Ajax hefur náð í 10 stig af 12 mögulegum í fyrstu fjórum leikjum sínum á tímabilinu en liðið var með jafnmörg stig og Vitesse fyrir þennan leik.

Fótbolti

Fabregas ekki í byrjunarliði Barcelona á móti Porto

Cecs Fabregas þarf að sætta sig við það að byrja á bekknum þegar Barcelona og Porto mætast í Ofurbikar UEFA í Mónakó í kvöld en þetta er árlegur leikur á milli liðanna sem unnu Meistaradeildina og Evrópudeildina á leiktíðinni á undan. Leikurinn er í beinni á Stöð 2 Sport og hefst klukkan 18.45.

Fótbolti

Celtic gæti komist í Evrópudeildina eftir allt saman

Það vakti athygli á drættinum í riðla Evrópudeildarinnar í dag að fyrirvari var settur á þátttöku Sion frá Sviss. Celtic, sem beið lægri hlut gegn Sion í forkeppninni, hefur lagt fram kvörtun vegna þess að félagið telur Svisslendingana hafa notast við ólöglega leikmenn.

Fótbolti

West Ham og Tottenham í viðræðum um Scott Parker

West Ham hefur staðfest það við Sky Sports að félagið sé í viðræðum við Tottenham um kaup þess síðarnefnda á enska landsliðsmiðjumanninum Scott Parker. Parker hefur verið á leiðinni frá Upton Park síðan að West Ham féll úr ensku úrvalsdeildinni síðasta vor.

Enski boltinn

Af Hítará á Mýrum

Hítaráin hefur í heildina verið nokkuð góð í sumar. Þó svo að laxinn hafi komið seinna en oft áður þá eru veiðitölur vel yfir meðaltali árinnar.

Veiði

Valsstúlkur töpuðu fyrstu tveimur leikjum sínum í Tékklandi

Kvennalið Vals í handknattleik tapaði í dag með einu marki, 35-34, gegn heimaliðinu HC Zlin frá Tékklandi á æfingamóti ytra. Valskonur mæta danska liðinu Tvis Holstebro klukkan 17 í síðari leik dagsins. Með liðinu leika landsliðskonurnar Rut Jónsdóttir og Þórey Rósa Stefánsdóttir.

Handbolti

Webber sneggstur á seinni æfingunni

Mark Webber á Red Bull náði besta tíma á síðari æfingu Formúlu 1 liða á Spa brautinni í Belgíu í dag við erfiðar aðstæður, en rigning setti mark sitt á æfinguna eins og fyrri æfingu dagsins. Fernando Alonso á Ferrari náði næst besta tíma og varð 0.140 úr sekúndu á eftir Webber, en Jenson Button á McLaren þriðji.

Formúla 1

Mercedes ekki að afskrifa Schumacher

Nobert Haug hjá Mercedes segir að Schumacher geti enn komið á óvart í Formúlu 1, en hann hefur ekki unnið mót síðan hann hóf að keppa að nýju í fyrra. Schumacher náði besta tíma á æfingu á Spa brautinni í morgun, en reyndar háði það mörgum öðrum að rigning setti mark sitt á æfinguna og Schumacher náði besta tíma á þurri braut.

Formúla 1

Button: Eigum góða möguleika á sigri

Jenson Button hjá McLaren segir að Mclaren eigi góða möguleika í Formúlu 1 móti helgarinnar á Spa brautinni í Belgíu. Button vann síðustu keppni, sem var í Ungverjalandi í lok júlí og Lewis Hamilton vann keppnina þar á undan í Þýskalandi.

Formúla 1

Yfirlýsing frá Garðabæ

Bæjaryfirvöld í Garðabæ hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna umræðu um fjárveitingar til handknattleiksdeildar Stjörnunnar í fjölmiðlum.

Handbolti

Knattspyrnumenn á Ítalíu í verkfall

Degi eftir að verkfallsaðgerðum knattspyrnumanna á Spáni var hætt hefur nú verið tilkynnt að engir leikir fari fram í ítölsku úrvalsdeildinni um helgina vegna verkfalls samtaka knattspyrnumanna þar í landi.

Fótbolti

Verður slegið nýtt met í Breiðdalsá?

Nú hafa 790 laxar veiðst í Breiðdalsá og ennþá góður tími framundan í ánni. Heildarveiðin í fyrra var met en þá veiddust 1178 laxar, en það má alveg fastlega reikna með að áin gæti farið yfir þá tölu því fyrstu tvær vikurnar í september hafa oft gefið flotta veiði.

Veiði