Sport

Jóhann Berg skoraði fyrir AZ Alkmaar

Jóhann Berg Guðmundsson var á skotskónum með hollenska liðinu AZ Alkmaar gegn Groningen í dag. Skoraði hann annað mark liðsins í 3-0 sigri eftir að hafa komið inn á sem varamaður.

Fótbolti

Færri tilkynningar um Sæsteinsugubit en í fyrra

Mun færri tilkynningar hafa verið um Sæsteinsugubit á laxfiskum núna í sumar miðað við í fyrra. Á tímabili höfðu menn af þessu miklar áhyggjur, þá sérstaklega í ljósi þess að talið var að þessi fiskur væri farinn að hrygna í miklum mæli hér við land. Ekki hafa fundist nein merki þess að einhver hrygning sé við landið en þetta þarf þó að rannsaka betur til að einhver niðurstaða fáist í málið.

Veiði

Vettel í kjörstöðu fyrir titilslag í dag

Sebastian Vettel á Red Bull er fremstur á ráslínu í belgíska Formúlu 1 kappakstrinum sem fer fram á Spa brautinni í dag. Vettel er í níunda skipti á árinu fremstur á ráslínu. En Vettel hefur ekki unnið þrjú síðustu mót, en hefur samt sem áður gott forskot í stigamóti ökumanna, eftir sex sigra í ellefu mótum.

Formúla 1

Laxinn kominn í vötnin í Svínadal

Við á Veiðivísi tókum smá bíltúr í gær og lá leið okkar meðal annars inní Svínadal. Það sem vakti furðu okkar er að það var engin að veiða við vötnin þrátt fyrir frábærar aðstæður. Og það sem meira er, laxinn er mættur!

Veiði

Lax sem meðafli makrílbáta

Það hefur verið kvittur á kreiki að undanförnu þess efnis að makrílveiðiskip með flottroll fyrir Austurlandi hafi verið að róta upp laxi í stórum haugum. Talað um allt að 30 tonn á einstökum skipum.

Veiði

Umfjöllun: Guðjón Pétur náði í stig fyrir Valsmenn

Blikar og Valsmenn gerðu 1-1 jafntefli á rennandi blautum Kópavogsvelli í kvöld, en Valsmenn jöfnuðu metin í blálokin þegar Guðjón Pétur Lýðsson skoraði beint úr aukaspyrnu. Andri Rafn Yeoman skoraði mark Breiðabliks rétt fyrir lok fyrri hálfleiks og það stefndi allt í heimasigur. Valsmenn gefast aftur á móti aldrei upp og náðu að knýja fram jafntefli.

Íslenski boltinn

Ljungberg kominn til Japans

Freddie Ljungberg stoppaði stutt við hjá skoska liðinu Celtic því hann er nú búinn að semja við japanska liðið Shimizu S-Pulse.

Fótbolti

Senna sló í gegn á Spa brautinni

Bruno Senna frá Brasilíu, frændi Ayrtons heitins Senna sló rækilega í gegn í tímatökum fyrir belgíska kappaksturinn, sem fer fram á sunnudag. Senna ók í sínu fyrsta Formúlu 1 móti með Renault og náði sjöunda besta tíma. Hann tók sæti Nick Heidfeld hjá liðinu, sem er ósáttur við að orðið að víkja og málið verður tekið fyrir í dómssal í Bretlandi þann 19. september.

Formúla 1

Yfirmaður hjá Mercedes biður Schumacher afsökunar

Michael Schumacher var afar óheppinn í tímatökum fyrir belgíska kappaksturinn sem fóru fram í dag, en afturhjól losnaði undan bílnum. Bíllinn snerist útaf og Schumacher sem er að halda upp á það að 20 ár eru frá því að hann byrjaði í Formúlu 1 verður aftastur á ráslínu. Nobert Haug, einn af yfirmönnumunum hjá Mercedes liðinu sagði að liðið yrði að biðja hann afsökunar á atvikinu og það verður skoðað hvað gerðist.

Formúla 1

Hamilton áminntur og Maldonado refsað vegna áreksturs

Formúlu 1 ökumennirnir Lewis Hamilton hjá McLaren og Pastor Maldonado lentu í samtuði í tímatöku fyrir belgíska kappaksturinn sem fram fer á morgun. Þeir rákust saman eftir að hafa lokið annarri umferð tímatökunnar í dag og dómarar mótsins töldu báða brotlega.

Formúla 1