Handbolti

Björgvin lokaði markinu og Magdeburg vann stórsigur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Björgvin Páll Gústavsson í leik með Magdeburg.
Björgvin Páll Gústavsson í leik með Magdeburg. Nordic Photos / Getty Images
Þýska liðið Magdeburg vann í kvöld ellefu marka stórsigur á Hüttenberg á útivelli, 33-22, eftir að hafa verið marki undir í hálfleik.

Björgvin Páll Gústavsson byrjaði á bekknum en lék svo allan síðari hálfleikinn. Hann fékk aðeins sex mörk á sig á þessum 30 mínútum og á meðan keyrðu liðsfélagar hans yfir heimamenn með því að skora átján mörk.

Sannarlega ótrúlegur viðsnúningur og er Magdeburg í öðru sæti deildarinnar með tíu stig, rétt eins og Füchse Berlin og Flensburg. Kiel er í efsta sæti með fullt hús stiga eftir sjö leiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×