Sport

Button: Finnst að okkar tími sé að koma

Jenson Button varð í öðru sæti í heimsmeistaramótinu í Formúlu 1 á þessu keppnistímabili á eftir Sebastian Vettel. Hann telur að ef McLaren liðið bætir sig aðeins fyrir næsta ár þá geti liðið barist um fleiri sigra en í ár. Fyrstu æfingar Formúlu 1 liða fyrir næsta keppnistímabil verða í febrúar á Spáni.

Formúla 1

Ancelotti að taka við Paris Saint-Germain

Carlo Ancelotti, fyrrum stjóri Chelsea, er búinn að finna sér nýtt starf samkvæmt fréttum frá Frakklandi. Franskir fjölmiðlar hafa heimildir fyrir því að Ancelotti sé að taka við liði Paris Saint-Germain. PSG ætlar sér stóra hluti í framtíðinni enda enginn skortur á peningum hjá nýjum eigendum félagsins.

Fótbolti

Andres Iniesta meiddist - frá í fimmtán daga

Spænski landsliðsmaðurinn Andres Iniesta meiddist í 9-0 stórsigri Barcelona á Hospitalet í Konungsbikarnum í gærkvöldi en það fór betur á en horfist og leikmaðurinn verður líklega ekki lengur frá en í fimmtán daga.

Fótbolti

LeBron James er ekki lengur óvinsælasti leikmaðurinn í NBA

LeBron James varð að langóvinsælasta leikmanninum í NBA-deildinni í fyrra eftir að hann ákvað að yfirgefa Cleveland Cavaliers og semja við Miami Heat. Það var baulað á James við hvert tækifæri og hann þurfti að spila heilt tímabil með bandarísku þjóðina á bakinu.

Körfubolti

Af hverju vill Juventus halda Herði? - hér er ein ástæðan

Ítalska stórliðið Juventus er búið að semja við Fram um kaup á hinum átján ára gamla Herði Björgvini Magnússyni sem hefur verið á láni hjá félaginu undanfarið ár. Hörður Björgvin hefur lítið spilað með Fram í Pepsi-deildinni en er að standa sig vel á Ítalíu.

Fótbolti