Handbolti

Rúnar með fjögur í tapi Bergischer

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Rúnar Kárason, leikmaður Bergischer.
Rúnar Kárason, leikmaður Bergischer. Nordic Photos / Getty Images
Rúnar Kárason skoraði fjögur mörk fyrir Bergischer HC sem tapaði í kvöld fyrir Balingen-Weilstetten í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta, 23-22.

Heimamenn í Balingen höfðu þriggja marka forystu í hálfleik, 11-8, og voru með undirtökin allan seinni hálfleikinn.

Rúnar náði að minnka muninn í 21-20 þegar fimm mínútur voru til leiksloka með sínu fjórða marki í leiknum en nær komst liðið ekki. Balingen komst í 23-21 og Bergischer skoraði síðasta mark leiksins þegar örfáar sekúndur voru til leiksloka.

Balingen er í tíunda sæti deildarinnar með fimmtán stig en Bergischer í því fimmtánda með tíu stig. Þetta var lokaleikurinn í sautjándu umferð þýsku úrvalsdeildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×