Sport

NBA: Clippers vann Oklahoma City | 8 sigrar í 9 leikjum hjá Miami

Los Angeles Clippers sýndi styrk sinn með því að enda fjögurra leikja sigurgöngu Oklahoma City Thunder í NBA-deildinni í körfubolta í nótt í leik tveggja liða sem eru í efsta sætinu í sínum deildum í vestrinu. Miami Heat vann sinn áttunda sigur í síðustu níu leikjum og Chicago Bulls, Dallas Mavericks og an Antonio Spurs unnu öll leiki sína.

Körfubolti

Aron Einar: Maður elskar ekkert Liverpool

Aron Einar Gunnarsson og félagar í Cardiff eru komnir í úrslitaleik deildabikarsins á Wembley en fram undan eru aðrir mikilvægir leikir. Liðið mætir Southampton í kvöld og fer upp í annað sætið með sigri.

Enski boltinn

Van Persie ekki refsað | Cabaye kærður

Enska knattspyrnusambandið hefur ákveðið að kæra Yohan Cabaye, leikmann Newcastle, fyrir ofbeldisfulla hegðun í leik liðsins gegn Brighton í ensku bikarkeppninni. Ekkert verður þó aðhafst í máli Robin van Persie, framherja Arsenal.

Enski boltinn

Milan segir ólíklegt að Tevez komi

Sagan langa um Carlos Tevez og Manchester City tekur líklega ekki enda á morgun. Forráðamenn AC Milan segja í það minnsta ólíklegt að Tevez komi til félagsins áður en lokað verður fyrir félagaskipti annað kvöld.

Enski boltinn

Kári æfir með ÍA

Kári Ársælsson, varnarmaður og fyrrum leikmaður Breiðabliks, er að æfa með ÍA þessa dagana og spilaði með liðinu gegn Keflavík í Fótbolti.net-mótinu á dögunum.

Íslenski boltinn

Hólmfríður: Mikill sorgardagur

"Þetta eru hræðilegar fréttir og er maður í raun orðlaus yfir þessu,“ sagði landsliðskonan Hólmfríður Magnúsdóttir við Vísi en í dag var ákveðið að blása keppnistímabilið af í Bandaríkjunum.

Fótbolti

Tímabilið blásið af í Bandaríkjunum

Þær Hólmfríður Magnúsdóttir og Katrín Ómarsdóttir munu ekki spila í bandarísku atvinnumannadeildinni í knattspyrnu, WPS, í vetur. Tímabilið hefur verið blásið af en það var tilkynnt í dag.

Fótbolti

Helena með 29 stig á aðeins 21 mínútu

Helena Sverrisdóttir átti mjög flottan leik þegar Good Angels Kosice vann 110-42 sigur á MBK Región Roznava í slóvakísku deildinni um helgina. Good Angels Kosice vann þarna sinn fimmtánda sigur í röð í deildinni og er með fjögurra stiga forskot á MBK Ruzomberok.

Körfubolti

Walter Zenga búinn að fá Luca Toni til Dúbæ

Luca Toni, fyrrum framherji ítalska landsliðsins, er hættur hjá Juventus og búinn að semja við Al Nasr frá Dúbæ. Toni lék áður með Genoa, Roma, Bayern München, Fiorentina en gekk til liðs við Juve í byrjun síðasta árs.

Fótbolti

Roberto Carlos ætlar að segja þetta gott í lok ársins

Brasilíski bakvörðurinn Roberto Carlos hefur nú gefið það út að hann ætli að leggja skóna á hilluna í lok ársins en kappinn hefur undanfarið spilað með rússneska liðinu Anzhi Makhachkala. Roberto Carlos mun þó ekki hætta afskiptum að fótboltanum því hann mun áfram vinna á bak við tjöldin hjá Anzhi.

Fótbolti

Gott að mæta Íslandi í lokaundirbúningnum fyrir EM

Það er greinilega gott að mæta íslenska landsliðinu og vinna skömmu fyrir Evrópumót ef marka má þróun mála undanfarin ár. Danir urðu Evrópumeistarar í gær og eru þar með fjórðu Evrópumeistararnir í röð sem hafa mætt íslenska landsliðinu í lokaundirbúningi sínum fyrir EM.

Handbolti

Gamlar fótboltastjörnur boðnar upp í Indlandi

Indverjar hafa aldrei gert góða hluti í fótboltanum þrátt fyrir gríðarlegan mannfjölda en nú er verið að koma að stað nýrri fótboltadeild í landinu og er ætlunum að rækta með því fótboltáhuga landsmanna.

Fótbolti

Danir taka á móti Evrópumeisturunum í beinni á Fjölvarpinu

Danska handboltalandsliðið varð í gær Evrópumeistari í handbolta eftir 21-19 sigur á Serbum í úrslitaleik á EM í handbolta í Serbíu. Danir áttu að mati flestra ekki mikla möguleika þegar þeir mættu stigalausir inn í milliriðilinn en þeir unnu fimm síðustu leiki sína á mótinu og fögnuðu sigri eins og í alvöru H.C. Andersen ævintýri.

Handbolti

Tuttugu ára Belgi í læknisskoðun hjá Chelsea

Chelsea vonast til að ganga frá kaupum á belgíska miðjumanninum Kevin de Bruyne frá Genk sem fyrst en leikmaðurinn fer í læknisskoðun á Stamford Bridge í dag. De Bruyne heillaði Andre Villas-Boas, stjóra Chelsea, þegar enska liðið mætti Genk í Meistaradeildinni fyrr í vetur.

Enski boltinn

Ármann tapar leiknum 20-0 | Þarf að greiða sekt og allan kostnað

Ármenningar mættu ekki í leik á móti KFÍ í 1. deild karla í körfubolta í gær og voru heimamenn mjög ósáttir með það. Ármenningar vissu fyrir leikinn á móti KFÍ að KKÍ myndi ekki fresta leiknum sem og að þeir myndu tapa honum 20-0 og þurfa greiða sekt og allan kostnað ef þeir mættu ekki til leiks.

Körfubolti

Andy Carroll: Ég elska að vera hjá Liverpool

Andy Carroll, framherji Liverpool, segist vera ánægður hjá félaginu og að hann hafi engan áhuga á því að yfirgefa Anfield þrátt fyrir brösuga byrjun. Carroll átti þátt í báðum mörkum Liverpool í 2-1 bikarsigri á Manchester United um helgina.

Enski boltinn

NBA: Miami vann Chicago | Sjaldgæfur útisigur hjá Lakers

Miami Heat vann sigur á Chicago Bulls í toppslagnum í austrinu í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Dallas Mavericks vann San Antonio Spurs í framlengdum leik, Boston Celtics tapaði fyrir Cleveland á heimavelli og Los Angeles Lakers vann sjaldagæfan sigur á útivelli.

Körfubolti