Enski boltinn

Van Persie ekki refsað | Cabaye kærður

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Yohan Cabaye.
Yohan Cabaye. Nordic Photos / Getty Images
Enska knattspyrnusambandið hefur ákveðið að kæra Yohan Cabaye, leikmann Newcastle, fyrir ofbeldisfulla hegðun í leik liðsins gegn Brighton í ensku bikarkeppninni. Ekkert verður þó aðhafst í máli Robin van Persie, framherja Arsenal.

Cabaye er gefið að sök að hafa sparkað í andlit Adam El-Abd, varnarmann Brighton, í leiknum en Lee Probert, dómari leiksins, tók ekki eftir atvikinu. Þriggja leikja bann blasir við honum, nema hann ákveði að áfrýja dómnum.

Enska samabandið ætlar hins vegar ekki að aðhafast frekar í máli Van Persie. Arsenal vann um helgina 3-2 sigur á Aston Villa í enska bikarnum og var Alex McLeish, stjóri Villa, afar ósáttur við að Van Persie hafi ekki refsað fyrir að gefa spænska varnarmanninum Carlos Cuellar olnbogaskot.

Mike Jones, dómari leiksins, gat þess í skýrslu sinni að hann sá atvikið en hafi ákveðið að refsa Hollendingnum ekki.

Van Persie skoraði tvívegis fyrir Arsenal í leiknum, í bæði skipti úr vítaspyrnu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×