Aron Einar: Maður elskar ekkert Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. janúar 2012 06:00 Aron Einar Gunnarsson fagnar einu af mörkum sínum með Cardiff City á þessu tímabili sem er hans fyrsta í Wales. Nordic Photos / Getty Images Aron Einar Gunnarsson og félagar í velska liðinu Cardiff City tryggðu sér sæti í úrslitaleik enska deildabikarsins í síðustu viku með því að vinna Crystal Palace í vítaspyrnukeppni í seinni undanúrslitaleik liðanna. Cardiff mætir Liverpool í úrslitaleiknum en Liverpool er sjóðheitt þessa dagana enda búið að slá bæði Manchester-liðin út úr bikarkeppnunum á fjórum dögum. Það er samt nóg í gangi hjá Cardiff-liðinu fram að úrslitaleiknum sem fer fram 26. febrúar. Mánuður í leikinn„Það verður gríðarlegt umtal um leikinn en við verðum að einbeita okkur að deildinni. Það er mánuður í þennan leik og við þurfum að koma okkur niður á jörðina og halda áfram að reyna að fá stig úr leikjum í deildinni. Það er það sem skiptir okkur mestu máli þessa stundina. Það er eitt stig í annað sætið og við eigum Southampton á þriðjudaginn (í kvöld)," segir Aron Einar. „Við erum hægt og sígandi að skríða upp töfluna og ef að það er einhvern tíma möguleiki fyrir Cardiff að fara upp í úrvalsdeildina þá er það núna. Við verðum bara að halda „kúlinu" og halda áfram að vinna fyrir hvor annan. Þá hef ég trú á því að við eigum eftir að gera góða hluti á þessu tímabili. Við eigum möguleika á að vinna bikarinn og komast upp en það er mikið eftir af tímabilinu og við verðum bara að halda áfram og gera vel og sjá svo til hvað gerist," segir Aron Einar. Skoraði næstum því sigurmarkiðCardiff hafði nokkra yfirburði á móti Crystal Palace í undanúrslitaleiknum í síðustu viku en tókst ekki að skora sigurmarkið. „Ég var farinn að halda það að þetta yrði ekki okkar dagur en við kláruðum þetta í lokin sem var það sem skipti öllu máli," sagði Aron Einar, sem var nálægt því að skora sigurmarkið í leiknum þegar hann skallaði í slá af stuttu færi í lok framlengingarinnar. „Ég hefði fagnað því marki eins og geðsjúklingur en boltinn vildi greinilega ekki inn og þetta átti greinilega að fara í vítaspyrnukeppni. Það hefði verið sætt að geta klárað leikinn og sleppa við stressið í vítaspyrnukeppninni," segir Aron í léttum tón. Hann hefur tvöfalda ástæðu til að vinna Liverpool í úrslitaleiknum á Wembley eftir tæpar fjórar vikur. Er Manchester-maður„Ég er Manchester-maður þannig að maður elskar ekkert Liverpool. Þeir eru sterkir og við vitum það allir. Þetta var samt í rauninni óskamótherji úr hinum undanúrslitaleiknum. Manchester City er með gríðarlega sterkt lið og leikmenn hjá þeim hefðu verið komnir til baka úr Afríkumótinu, bæði Toure og bróðir hans. Ég reiknaði með því að Manchester City kæmist áfram af því að þeir eru með sterkara lið. Við erum aðeins sáttari með Liverpool þó að það sé þannig séð enginn óskamótherji," segir Aron Einar. „Við höfum engu að tapa og komum inn í þennan leik án nokkurs stress. Við mætum brosandi í þennan leik og sjáum síðan til hvað gerist. Þetta er gott fyrir Wales að hafa lið í bikarúrslitum. Það verður mikið talað um þetta og það verður mikil stemning í kringum þennan leik. Þetta verður erfiður leikur og við vitum hversu sterkir þeir eru. Það er mikil tilhlökkun í manni og ég get ekki beðið," segir Aron Einar. Enski boltinn Mest lesið Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Körfubolti „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Enski boltinn Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Sjá meira
Aron Einar Gunnarsson og félagar í velska liðinu Cardiff City tryggðu sér sæti í úrslitaleik enska deildabikarsins í síðustu viku með því að vinna Crystal Palace í vítaspyrnukeppni í seinni undanúrslitaleik liðanna. Cardiff mætir Liverpool í úrslitaleiknum en Liverpool er sjóðheitt þessa dagana enda búið að slá bæði Manchester-liðin út úr bikarkeppnunum á fjórum dögum. Það er samt nóg í gangi hjá Cardiff-liðinu fram að úrslitaleiknum sem fer fram 26. febrúar. Mánuður í leikinn„Það verður gríðarlegt umtal um leikinn en við verðum að einbeita okkur að deildinni. Það er mánuður í þennan leik og við þurfum að koma okkur niður á jörðina og halda áfram að reyna að fá stig úr leikjum í deildinni. Það er það sem skiptir okkur mestu máli þessa stundina. Það er eitt stig í annað sætið og við eigum Southampton á þriðjudaginn (í kvöld)," segir Aron Einar. „Við erum hægt og sígandi að skríða upp töfluna og ef að það er einhvern tíma möguleiki fyrir Cardiff að fara upp í úrvalsdeildina þá er það núna. Við verðum bara að halda „kúlinu" og halda áfram að vinna fyrir hvor annan. Þá hef ég trú á því að við eigum eftir að gera góða hluti á þessu tímabili. Við eigum möguleika á að vinna bikarinn og komast upp en það er mikið eftir af tímabilinu og við verðum bara að halda áfram og gera vel og sjá svo til hvað gerist," segir Aron Einar. Skoraði næstum því sigurmarkiðCardiff hafði nokkra yfirburði á móti Crystal Palace í undanúrslitaleiknum í síðustu viku en tókst ekki að skora sigurmarkið. „Ég var farinn að halda það að þetta yrði ekki okkar dagur en við kláruðum þetta í lokin sem var það sem skipti öllu máli," sagði Aron Einar, sem var nálægt því að skora sigurmarkið í leiknum þegar hann skallaði í slá af stuttu færi í lok framlengingarinnar. „Ég hefði fagnað því marki eins og geðsjúklingur en boltinn vildi greinilega ekki inn og þetta átti greinilega að fara í vítaspyrnukeppni. Það hefði verið sætt að geta klárað leikinn og sleppa við stressið í vítaspyrnukeppninni," segir Aron í léttum tón. Hann hefur tvöfalda ástæðu til að vinna Liverpool í úrslitaleiknum á Wembley eftir tæpar fjórar vikur. Er Manchester-maður„Ég er Manchester-maður þannig að maður elskar ekkert Liverpool. Þeir eru sterkir og við vitum það allir. Þetta var samt í rauninni óskamótherji úr hinum undanúrslitaleiknum. Manchester City er með gríðarlega sterkt lið og leikmenn hjá þeim hefðu verið komnir til baka úr Afríkumótinu, bæði Toure og bróðir hans. Ég reiknaði með því að Manchester City kæmist áfram af því að þeir eru með sterkara lið. Við erum aðeins sáttari með Liverpool þó að það sé þannig séð enginn óskamótherji," segir Aron Einar. „Við höfum engu að tapa og komum inn í þennan leik án nokkurs stress. Við mætum brosandi í þennan leik og sjáum síðan til hvað gerist. Þetta er gott fyrir Wales að hafa lið í bikarúrslitum. Það verður mikið talað um þetta og það verður mikil stemning í kringum þennan leik. Þetta verður erfiður leikur og við vitum hversu sterkir þeir eru. Það er mikil tilhlökkun í manni og ég get ekki beðið," segir Aron Einar.
Enski boltinn Mest lesið Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Körfubolti „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Enski boltinn Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Sjá meira