Aron Einar: Maður elskar ekkert Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. janúar 2012 06:00 Aron Einar Gunnarsson fagnar einu af mörkum sínum með Cardiff City á þessu tímabili sem er hans fyrsta í Wales. Nordic Photos / Getty Images Aron Einar Gunnarsson og félagar í velska liðinu Cardiff City tryggðu sér sæti í úrslitaleik enska deildabikarsins í síðustu viku með því að vinna Crystal Palace í vítaspyrnukeppni í seinni undanúrslitaleik liðanna. Cardiff mætir Liverpool í úrslitaleiknum en Liverpool er sjóðheitt þessa dagana enda búið að slá bæði Manchester-liðin út úr bikarkeppnunum á fjórum dögum. Það er samt nóg í gangi hjá Cardiff-liðinu fram að úrslitaleiknum sem fer fram 26. febrúar. Mánuður í leikinn„Það verður gríðarlegt umtal um leikinn en við verðum að einbeita okkur að deildinni. Það er mánuður í þennan leik og við þurfum að koma okkur niður á jörðina og halda áfram að reyna að fá stig úr leikjum í deildinni. Það er það sem skiptir okkur mestu máli þessa stundina. Það er eitt stig í annað sætið og við eigum Southampton á þriðjudaginn (í kvöld)," segir Aron Einar. „Við erum hægt og sígandi að skríða upp töfluna og ef að það er einhvern tíma möguleiki fyrir Cardiff að fara upp í úrvalsdeildina þá er það núna. Við verðum bara að halda „kúlinu" og halda áfram að vinna fyrir hvor annan. Þá hef ég trú á því að við eigum eftir að gera góða hluti á þessu tímabili. Við eigum möguleika á að vinna bikarinn og komast upp en það er mikið eftir af tímabilinu og við verðum bara að halda áfram og gera vel og sjá svo til hvað gerist," segir Aron Einar. Skoraði næstum því sigurmarkiðCardiff hafði nokkra yfirburði á móti Crystal Palace í undanúrslitaleiknum í síðustu viku en tókst ekki að skora sigurmarkið. „Ég var farinn að halda það að þetta yrði ekki okkar dagur en við kláruðum þetta í lokin sem var það sem skipti öllu máli," sagði Aron Einar, sem var nálægt því að skora sigurmarkið í leiknum þegar hann skallaði í slá af stuttu færi í lok framlengingarinnar. „Ég hefði fagnað því marki eins og geðsjúklingur en boltinn vildi greinilega ekki inn og þetta átti greinilega að fara í vítaspyrnukeppni. Það hefði verið sætt að geta klárað leikinn og sleppa við stressið í vítaspyrnukeppninni," segir Aron í léttum tón. Hann hefur tvöfalda ástæðu til að vinna Liverpool í úrslitaleiknum á Wembley eftir tæpar fjórar vikur. Er Manchester-maður„Ég er Manchester-maður þannig að maður elskar ekkert Liverpool. Þeir eru sterkir og við vitum það allir. Þetta var samt í rauninni óskamótherji úr hinum undanúrslitaleiknum. Manchester City er með gríðarlega sterkt lið og leikmenn hjá þeim hefðu verið komnir til baka úr Afríkumótinu, bæði Toure og bróðir hans. Ég reiknaði með því að Manchester City kæmist áfram af því að þeir eru með sterkara lið. Við erum aðeins sáttari með Liverpool þó að það sé þannig séð enginn óskamótherji," segir Aron Einar. „Við höfum engu að tapa og komum inn í þennan leik án nokkurs stress. Við mætum brosandi í þennan leik og sjáum síðan til hvað gerist. Þetta er gott fyrir Wales að hafa lið í bikarúrslitum. Það verður mikið talað um þetta og það verður mikil stemning í kringum þennan leik. Þetta verður erfiður leikur og við vitum hversu sterkir þeir eru. Það er mikil tilhlökkun í manni og ég get ekki beðið," segir Aron Einar. Enski boltinn Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Fleiri fréttir Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Sjá meira
Aron Einar Gunnarsson og félagar í velska liðinu Cardiff City tryggðu sér sæti í úrslitaleik enska deildabikarsins í síðustu viku með því að vinna Crystal Palace í vítaspyrnukeppni í seinni undanúrslitaleik liðanna. Cardiff mætir Liverpool í úrslitaleiknum en Liverpool er sjóðheitt þessa dagana enda búið að slá bæði Manchester-liðin út úr bikarkeppnunum á fjórum dögum. Það er samt nóg í gangi hjá Cardiff-liðinu fram að úrslitaleiknum sem fer fram 26. febrúar. Mánuður í leikinn„Það verður gríðarlegt umtal um leikinn en við verðum að einbeita okkur að deildinni. Það er mánuður í þennan leik og við þurfum að koma okkur niður á jörðina og halda áfram að reyna að fá stig úr leikjum í deildinni. Það er það sem skiptir okkur mestu máli þessa stundina. Það er eitt stig í annað sætið og við eigum Southampton á þriðjudaginn (í kvöld)," segir Aron Einar. „Við erum hægt og sígandi að skríða upp töfluna og ef að það er einhvern tíma möguleiki fyrir Cardiff að fara upp í úrvalsdeildina þá er það núna. Við verðum bara að halda „kúlinu" og halda áfram að vinna fyrir hvor annan. Þá hef ég trú á því að við eigum eftir að gera góða hluti á þessu tímabili. Við eigum möguleika á að vinna bikarinn og komast upp en það er mikið eftir af tímabilinu og við verðum bara að halda áfram og gera vel og sjá svo til hvað gerist," segir Aron Einar. Skoraði næstum því sigurmarkiðCardiff hafði nokkra yfirburði á móti Crystal Palace í undanúrslitaleiknum í síðustu viku en tókst ekki að skora sigurmarkið. „Ég var farinn að halda það að þetta yrði ekki okkar dagur en við kláruðum þetta í lokin sem var það sem skipti öllu máli," sagði Aron Einar, sem var nálægt því að skora sigurmarkið í leiknum þegar hann skallaði í slá af stuttu færi í lok framlengingarinnar. „Ég hefði fagnað því marki eins og geðsjúklingur en boltinn vildi greinilega ekki inn og þetta átti greinilega að fara í vítaspyrnukeppni. Það hefði verið sætt að geta klárað leikinn og sleppa við stressið í vítaspyrnukeppninni," segir Aron í léttum tón. Hann hefur tvöfalda ástæðu til að vinna Liverpool í úrslitaleiknum á Wembley eftir tæpar fjórar vikur. Er Manchester-maður„Ég er Manchester-maður þannig að maður elskar ekkert Liverpool. Þeir eru sterkir og við vitum það allir. Þetta var samt í rauninni óskamótherji úr hinum undanúrslitaleiknum. Manchester City er með gríðarlega sterkt lið og leikmenn hjá þeim hefðu verið komnir til baka úr Afríkumótinu, bæði Toure og bróðir hans. Ég reiknaði með því að Manchester City kæmist áfram af því að þeir eru með sterkara lið. Við erum aðeins sáttari með Liverpool þó að það sé þannig séð enginn óskamótherji," segir Aron Einar. „Við höfum engu að tapa og komum inn í þennan leik án nokkurs stress. Við mætum brosandi í þennan leik og sjáum síðan til hvað gerist. Þetta er gott fyrir Wales að hafa lið í bikarúrslitum. Það verður mikið talað um þetta og það verður mikil stemning í kringum þennan leik. Þetta verður erfiður leikur og við vitum hversu sterkir þeir eru. Það er mikil tilhlökkun í manni og ég get ekki beðið," segir Aron Einar.
Enski boltinn Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Fleiri fréttir Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Sjá meira