Aron Einar: Maður elskar ekkert Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. janúar 2012 06:00 Aron Einar Gunnarsson fagnar einu af mörkum sínum með Cardiff City á þessu tímabili sem er hans fyrsta í Wales. Nordic Photos / Getty Images Aron Einar Gunnarsson og félagar í velska liðinu Cardiff City tryggðu sér sæti í úrslitaleik enska deildabikarsins í síðustu viku með því að vinna Crystal Palace í vítaspyrnukeppni í seinni undanúrslitaleik liðanna. Cardiff mætir Liverpool í úrslitaleiknum en Liverpool er sjóðheitt þessa dagana enda búið að slá bæði Manchester-liðin út úr bikarkeppnunum á fjórum dögum. Það er samt nóg í gangi hjá Cardiff-liðinu fram að úrslitaleiknum sem fer fram 26. febrúar. Mánuður í leikinn„Það verður gríðarlegt umtal um leikinn en við verðum að einbeita okkur að deildinni. Það er mánuður í þennan leik og við þurfum að koma okkur niður á jörðina og halda áfram að reyna að fá stig úr leikjum í deildinni. Það er það sem skiptir okkur mestu máli þessa stundina. Það er eitt stig í annað sætið og við eigum Southampton á þriðjudaginn (í kvöld)," segir Aron Einar. „Við erum hægt og sígandi að skríða upp töfluna og ef að það er einhvern tíma möguleiki fyrir Cardiff að fara upp í úrvalsdeildina þá er það núna. Við verðum bara að halda „kúlinu" og halda áfram að vinna fyrir hvor annan. Þá hef ég trú á því að við eigum eftir að gera góða hluti á þessu tímabili. Við eigum möguleika á að vinna bikarinn og komast upp en það er mikið eftir af tímabilinu og við verðum bara að halda áfram og gera vel og sjá svo til hvað gerist," segir Aron Einar. Skoraði næstum því sigurmarkiðCardiff hafði nokkra yfirburði á móti Crystal Palace í undanúrslitaleiknum í síðustu viku en tókst ekki að skora sigurmarkið. „Ég var farinn að halda það að þetta yrði ekki okkar dagur en við kláruðum þetta í lokin sem var það sem skipti öllu máli," sagði Aron Einar, sem var nálægt því að skora sigurmarkið í leiknum þegar hann skallaði í slá af stuttu færi í lok framlengingarinnar. „Ég hefði fagnað því marki eins og geðsjúklingur en boltinn vildi greinilega ekki inn og þetta átti greinilega að fara í vítaspyrnukeppni. Það hefði verið sætt að geta klárað leikinn og sleppa við stressið í vítaspyrnukeppninni," segir Aron í léttum tón. Hann hefur tvöfalda ástæðu til að vinna Liverpool í úrslitaleiknum á Wembley eftir tæpar fjórar vikur. Er Manchester-maður„Ég er Manchester-maður þannig að maður elskar ekkert Liverpool. Þeir eru sterkir og við vitum það allir. Þetta var samt í rauninni óskamótherji úr hinum undanúrslitaleiknum. Manchester City er með gríðarlega sterkt lið og leikmenn hjá þeim hefðu verið komnir til baka úr Afríkumótinu, bæði Toure og bróðir hans. Ég reiknaði með því að Manchester City kæmist áfram af því að þeir eru með sterkara lið. Við erum aðeins sáttari með Liverpool þó að það sé þannig séð enginn óskamótherji," segir Aron Einar. „Við höfum engu að tapa og komum inn í þennan leik án nokkurs stress. Við mætum brosandi í þennan leik og sjáum síðan til hvað gerist. Þetta er gott fyrir Wales að hafa lið í bikarúrslitum. Það verður mikið talað um þetta og það verður mikil stemning í kringum þennan leik. Þetta verður erfiður leikur og við vitum hversu sterkir þeir eru. Það er mikil tilhlökkun í manni og ég get ekki beðið," segir Aron Einar. Enski boltinn Mest lesið Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn „Ég er ekki Hitler“ Fótbolti Rekinn úr félaginu sínu en valinn í landsliðið á móti Íslandi Sport „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Enski boltinn Eir Chang fær norrænan styrk fyrir efnilegt íþróttafólk Sport Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Körfubolti Fleiri fréttir Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjá meira
Aron Einar Gunnarsson og félagar í velska liðinu Cardiff City tryggðu sér sæti í úrslitaleik enska deildabikarsins í síðustu viku með því að vinna Crystal Palace í vítaspyrnukeppni í seinni undanúrslitaleik liðanna. Cardiff mætir Liverpool í úrslitaleiknum en Liverpool er sjóðheitt þessa dagana enda búið að slá bæði Manchester-liðin út úr bikarkeppnunum á fjórum dögum. Það er samt nóg í gangi hjá Cardiff-liðinu fram að úrslitaleiknum sem fer fram 26. febrúar. Mánuður í leikinn„Það verður gríðarlegt umtal um leikinn en við verðum að einbeita okkur að deildinni. Það er mánuður í þennan leik og við þurfum að koma okkur niður á jörðina og halda áfram að reyna að fá stig úr leikjum í deildinni. Það er það sem skiptir okkur mestu máli þessa stundina. Það er eitt stig í annað sætið og við eigum Southampton á þriðjudaginn (í kvöld)," segir Aron Einar. „Við erum hægt og sígandi að skríða upp töfluna og ef að það er einhvern tíma möguleiki fyrir Cardiff að fara upp í úrvalsdeildina þá er það núna. Við verðum bara að halda „kúlinu" og halda áfram að vinna fyrir hvor annan. Þá hef ég trú á því að við eigum eftir að gera góða hluti á þessu tímabili. Við eigum möguleika á að vinna bikarinn og komast upp en það er mikið eftir af tímabilinu og við verðum bara að halda áfram og gera vel og sjá svo til hvað gerist," segir Aron Einar. Skoraði næstum því sigurmarkiðCardiff hafði nokkra yfirburði á móti Crystal Palace í undanúrslitaleiknum í síðustu viku en tókst ekki að skora sigurmarkið. „Ég var farinn að halda það að þetta yrði ekki okkar dagur en við kláruðum þetta í lokin sem var það sem skipti öllu máli," sagði Aron Einar, sem var nálægt því að skora sigurmarkið í leiknum þegar hann skallaði í slá af stuttu færi í lok framlengingarinnar. „Ég hefði fagnað því marki eins og geðsjúklingur en boltinn vildi greinilega ekki inn og þetta átti greinilega að fara í vítaspyrnukeppni. Það hefði verið sætt að geta klárað leikinn og sleppa við stressið í vítaspyrnukeppninni," segir Aron í léttum tón. Hann hefur tvöfalda ástæðu til að vinna Liverpool í úrslitaleiknum á Wembley eftir tæpar fjórar vikur. Er Manchester-maður„Ég er Manchester-maður þannig að maður elskar ekkert Liverpool. Þeir eru sterkir og við vitum það allir. Þetta var samt í rauninni óskamótherji úr hinum undanúrslitaleiknum. Manchester City er með gríðarlega sterkt lið og leikmenn hjá þeim hefðu verið komnir til baka úr Afríkumótinu, bæði Toure og bróðir hans. Ég reiknaði með því að Manchester City kæmist áfram af því að þeir eru með sterkara lið. Við erum aðeins sáttari með Liverpool þó að það sé þannig séð enginn óskamótherji," segir Aron Einar. „Við höfum engu að tapa og komum inn í þennan leik án nokkurs stress. Við mætum brosandi í þennan leik og sjáum síðan til hvað gerist. Þetta er gott fyrir Wales að hafa lið í bikarúrslitum. Það verður mikið talað um þetta og það verður mikil stemning í kringum þennan leik. Þetta verður erfiður leikur og við vitum hversu sterkir þeir eru. Það er mikil tilhlökkun í manni og ég get ekki beðið," segir Aron Einar.
Enski boltinn Mest lesið Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn „Ég er ekki Hitler“ Fótbolti Rekinn úr félaginu sínu en valinn í landsliðið á móti Íslandi Sport „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Enski boltinn Eir Chang fær norrænan styrk fyrir efnilegt íþróttafólk Sport Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Körfubolti Fleiri fréttir Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjá meira