

Miðjumaður Úlfanna fær ekki ekki spila aftur með liði sínu í ensku úrvalsdeildinni fyrr en leikmannaglugginn lokar. Þetta segir knattspyrnustjórinn hans Vitor Pereira.
Nú er orðið ljóst hverjir mótherjar Vals og Hauka verða í 8-liða úrslitum EHF-keppni kvenna í handbolta. Þau drógust ekki saman og ef íslensku liðin komast áfram þá mætast þau ekki heldur í undanúrslitunum.
Frakkinn Emmanuel Petit gerði stór mistök í beinni sjónvarpsútsendingu í gærkvöldi þegar hann hélt því ranglega fram að önnur Arsenal goðsögn væri dáin.
Ibrahima Konaté, varnarmaður Liverpool, er að spila í gegnum sársauka þessa dagana en franski miðvörðurinn segist vera meira en tilbúinn að fórna sér fyrir félagið sitt.
Einar Jónsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson mættu til Stefáns Árna Pálssonar í Besta sætið og fóru yfir magnaðan sigur Íslands á Slóveníu á HM í handbolta.
Sölvi Geir Ottesen er nýr þjálfari karlaliðs Víkings Reykjavíkur í fótbolta og fær hann það verðuga verkefni að taka við stjórn liðsins af hinum sigursæla Arnari Gunnlaugssyni sem er tekinn við íslenska landsliðinu. Arnar rak Sölva, í góðu, úr landsliðsteyminu en ekki kveiktu allir á því að allt var þetta gert í góðu og sátt allra hlutaðeigandi.
Ives Serneels, forveri Elísabetar Gunnarsdóttur í starfi landsliðsþjálfara Belgíu í fótbolta, hafði verið í fjórtán ár í starfi þegar honum var óvænt sagt upp með myndsímtali á föstudaginn.
Ísland vann frábæran 23-18 sigur á Slóveníu á HM karla í handbolta í gærkvöld en kvöldið gekk þó ekki áfallalaust fyrir sig hjá öllum Íslendingum í íþróttahöllinni í Zagreb.
Stærsta blað Slóveníu segir að slóvensku leikmennirnir hafi fallið á fyrsta stóra prófinu sínu á heimsmeistaramótinu í handbolta.
Donald Trump sór í gær embættiseið sem nýr forseti Bandaríkjanna og meðal áhorfenda voru margir af hans bestu mönnum. Gianni Infantino, forseti FIFA, tilheyrir þeim hópi.
Ísland vann magnaðan sigur á Slóveníu í lokaleik sínum í riðlakeppni HM karla í handbolta. Vörnin lagði grunninn að sigrinum sem þýðir að strákarnir okkar fara með fullt hús stiga í milliriðil.
Ole Gunnar Solskjær hitti tyrkneska blaðamenn í fyrsta sinn um helgina eftir að hann tók að sér að verða nýr knattspyrnustjóri hjá Besiktas. Hann leyfði sér líka að skjóta létt á forseta tyrkneska félagsins en það lá vel á Norðmanninum á fjölmiðlafundinum.
Íslenskur virkisveggur var reistur í Zagreb í kvöld sem stóðst allar árásir Slóvena. Svo sterkar voru stoðirnar að byggingin dró úr þeim allan mátt.
Ísland lagði Slóveníu á HM karla í handbolta í kvöld þökk sé magnaðri frammistöðu Viktors Gísla Hallgrímssonar í markinu. Það verður ekkert tekið af íslensku vörninni en markvörðurinn bar af þegar samfélagsmiðillinn X, áður Twitter, er skoðaður.
Svíþjóð og Spánn gerðu jafntefli í síðasta leik þjóðanna í F-riðli heimsmeistaramóts karla í handbolta. Jafnteflið þýðir að bæði lið taka þrjú stig með sér í milliriðil.
Íslenska karlalandsliðið í handbolta spilaði einn besta varnarleik sem það hefur nokkru sinni sýnt þegar það sigraði Slóveníu, 18-23, á HM í kvöld. Viktor Gísli Hallgrímsson var stórkostlegur í íslenska markinu og varði helming skotanna sem hann fékk á sig.
„Ég er sáttur með þetta, geggjaður leikur,“ sagði mennski múrinn Viktor Gísli Hallgrímsson en hann fór á kostum í marki Íslands þegar strákarnir lögðu Slóveníu á HM í handbolta. Um var að ræða síðasta leik í riðlinum en sigurliðið færi með fleiri stig með sér í milliriðil.
Nú er orðið ljóst hvernig framhaldið lítur út hjá íslenska karlalandsliðinu í handbolta, eftir sigurinn frábæra gegn Slóveníu í lokaumferð G-riðils í kvöld.
Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann frábæran fimm marka sigur á Slóvenum, 23-18, í þriðja og síðasta leik sínum í riðlakeppni heimsmeistaramótsins í handbolta.
„Ég er mjög glaður, engin spurning,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari eftir sinn glæstasta sigur í því starfi, 23-18 gegn sterku liði Slóvena í Zagreb í kvöld.
„Ég er ógeðslega leiður,“ sagði stríðsmaðurinn Ýmir Örn Gíslason skælbrosandi þegar hann mætti í viðtal eftir magnaðan sigur Íslands á Slóveníu á HM í handbolta. Sigurinn þýðir að Ísland fer með fullt hús stiga í milliriðil.
„Ég er rosa glaður með mikilvæg tvö stig inn í milliriðil. Nú erum við í aðstöðu til að láta vaða,“ sagði Janus Daði Smárason eftir leikinn frábæra gegn Slóvenum á HM í kvöld.
Slóvenía og Ísland mættust í algjörum lykilleik á HM karla í handbolta í Zagreb í kvöld. Ísland vann fimm marka sigur og fer með fjögur stig í milliriðlakeppnina.
Valur og Keflavík eru komin í undanúrslit VÍS-bikars karla í körfubolta. Þangað eru einnig komin KR og Stjarnan.
KR rótburstaði Njarðvík þegar liðin áttust við í átta liða úrslitum VÍS-bikars karla í körfubolta á Meistaravöllum í Vesturbænum í kvöld. Lokatölur í leiknum urðu 116-67 fyrir KR sem er þar af leiðandi komið í undanúrslit keppninnar sem fram fara í Smáranum í Kópavogi í mars næstkomandi.
Þróttur Reykjavík hefur verið duglegt á leikmannamarkaðnum síðan tímabilinu í Bestu deild kvenna í knattspyrnu lauk. Klara Mist Karlsdóttir er gengin í raðir félagsins en hún lék síðast með Fylki.
Hinn tvítugi Abdukodir Khusanov er genginn í raðir Englandsmeistara Manchester City. Hann kemur frá Lens í Frakklandi.
Chelsea vann loks leik í ensku úrvalsdeildinni en liðið hafði farið fimm deildarleiki án sigurs þegar Úlfarnir mættu á Brúnna í kvöld. Voru það varnarmenn liðsins sem tryggðu liðinu sigur.
Grænhöfðaeyjar og Síle urðu síðustu tvær þjóðirnar til að tryggja sér sæti í milliriðli heimsmeistaramóts karla í handbolta sem nú fer fram í Danmörku, Noregi og Króatíu.
Franski framherjinn Kylian Mbappé segist vera aftur kominn í sitt besta form og hann sýndi það með því að skora tvívegis í 4-1 sigri Real Madrid á Las Palmas í spænsku deildinni í gær. Slæmu fréttirnar fyrir mótherja spænska stórliðsins er að sá franski telur sig nú vera búinn að aðlagast nýja félaginu sínu.