Einkunnir strákanna á móti Belgíu: Tryggvi frábær en okkur vantaði alvöru töffara í lokin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. ágúst 2025 14:32 Tryggvi Snær Hlinason treður boltanum í körfuna í dag. Vísir/Hulda Margrét Íslenska körfuboltalandsliðið tapaði á grálegan hátt á móti Belgum í öðrum leik sínum á Evrópumótinu í Póllandi. Íslenska liðið var yfir stærstan hluta leiksins en sóknin fraus í lokin og sigurinn rann frá strákunum. Eftir svekkjandi tap á móti Ísrael í fyrsta leik voru strákarnir staðráðnir í að landa fyrsta sigri Íslands í úrslitakeppni EM. Þeir voru líka svo svakalega nálægt því enda leiddi íslenska liðið í næstum því 32 af mínútunum fjörutíu. Íslenska liðið var sjö stigum yfir þegar Tryggvi Snær Hlinason tróð boltanum í körfuna þegar fimm mínútur voru eftir. Þá fór allt í baklás. Belgarnir unnu síðustu fimm mínútur leiksins. 12-2 og tryggðu sér sigurinn. Það voru margt mjög jákvætt í leik íslenska liðsins en það voru þessi litlu smáatriði sem féllu ekki með íslenska liðinu. Tryggvi Snær hefur átt tvo mjög góða leiki á mótinu og Martin Hermannsson kom sterkur til baka eftir vonbrigðin í fyrsta leiknum. Það voru hins vegar þessar örlagaríku lokamínútur sem eyðilögðu daginn fyrir íslenska liðið. Liðið vantað alvöru töffara til að klára dæmið í sókninni því það voru næg tækifæri til að skora körfu sem íslenska liðið vantaði svo svakalega þegar ekkert gekk. Frammistöðumat íslensku leikmannanna í leiknum Útskýring á einkunnum: 6 - Heimsklassa frammistaða 5 - Frábær frammistaða 4 - Góð frammistaða 3 - Sæmileg frammistaða - skilaði sínu 2 - Ekki nógu góð frammistaða 1 - Slakur leikur Elvar Már Friðriksson fékk slæmt högg í leiknum í dag.Vísir/Hulda Margrét Byrjunarliðið: Elvar Már Friðriksson, bakvörður 313 stig á 31:41 mínútu (PlúsMínus: -8 Framlag: 6) Mótorinn í sóknarleik íslenska liðsins. Alltaf að ráðast á vörnina og reyna að koma einhverju í gang. Fékk slæmt högg í fyrri hálfleik sem háði honum aðeins en hann harkaði af sér. Kvartaði mikið í dómurunum enda var hann að fá lítið. Sýndi ítrekað áræðni sína og útsjónarsemi en meiðslin háðu honum augljóslega í lokin þegar við þurftum eitthvað gott á sóknarhelmingnum. Hitti ekki vel í þessum leik. Hilmar Smári Henningsson, bakvörður 22 stig á 13:55 mínútum (PlúsMínus: -14 Framlag: 0) Hent óvænt inn í byrjunarliðið. Byrjaði leikinn á því að keyra á körfuna og skora laglega körfu. Hitti ekki vel eftir það en sýndi að hann þorir að taka af skarið. Dýrmæt reynsla fyrir strákinn og hann hefur stimplað sig inn í liðið. Martin Hermannsson, bakvörður 312 stig og 8 stoðsendingar á 29:23 mínútum (PlúsMínus: -8 Framlag: 14) Núna þekkjum við hann. Heppnin var kannski ekki alveg með honum í liði en hugarfarið frábært. Bjó mikið til fyrir sig og aðra í liðinu. Byrjaði grimmur en kannski of grimmur því hann var kominn með tvær villur eftir aðeins tæpar tvær mínútur. Fékk á sig afar svekkjandi ruðningsdóm á úrslitastund þegar hans tími átti að vera runninn upp. Kristinn Pálsson, framherji 36 stig og 8 fráköst á 30:23 mínútum (PlúsMínus: -15 Framlag: 8) Staðráðinn að grípa tækifærið þegar hann kom inn í byrjunarliðið. Ekkert fallegra og mikilvægra fyrir liðið þegar hann smellir niður þristunum sínum. Lét vel finna sér í vörninni og tók oftast góðar og skynsamar ákvarðanir. Fórnaði sér fyrir málstaðinn og fékk að minnsta kosti þrjú kjaftshögg í leiknum. Frákastaði lengstum vel en hitti ekki vel í seinni hálfleik. Tryggvi Snær Hlinason, miðherji 520 stig, 10 fráköst og 5 varin á 39:02 mínútum (PlúsMínus: -2 Framlag: 32) Aftur besti maður íslenska liðsins. Átti margar troðslur, fullt af fráköstum og varði líka fimm skot frá Belgunum. Endaði með yfir þrjátíu í framlagi. Byrjaði leikinn á troðslu og gaf tóninn. Átti frábæran leik og réði ríkjum undir körfunni. Belgarnir skoruðu aðeins tíu stig inn í teig í fyrri hálfleik sem segir sína sögu. Belgarnir reyndu allan leikinn að finna lausnir á því að spila á móti Tryggva. Það gekk betur í lokin en þar kom líka inn í að Tryggvi fékk ekki mikla hvíld í þessum leik. Jón Axel Guðmundsson í vörninni í leiknum í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Komu inn af bekknum Ægir Þór Steinarsson, bakvörður 31 stig á 17:15 mínútum (PlúsMínus: 0 Framlag: 2) Kom inn í vígahug i vörnina og lét Belgana ekki í friði með kappi sínu og festu. Gerir auðvitað ekki mikið sóknarlega en færir orkustigið alltaf upp á næsta stig. Jón Axel Guðmundsson, framherji 47 stig á 24:05 mínútum (PlúsMínus: +10 Framlag: 10) Missti sætið í byrjunarliðinu en kom inn og skilaði mikilvægum mínum í hlutverki fjarkans í vörninni. Það gekk mikið upp á hjá honum sóknarlega framan af en mikilvægið í varnarleiknum sést vel á því að íslenska liðið var plús með hann inn á gólfinu. Skoraði mikilvægan þrist þegar lítið gekk í þriðja leikhluta og það kveikti líka heldur betur á sóknarmanninum Jóni. Kári Jónsson, bakvörður 32 stig á 2:14 mínútum (PlúsMínus: +2 Framlag:3) Kom óvænt inn strax í fyrsta leikhluta vegna villuvandræða Martins og var algjörlega óhræddur þegar hann skoraði góða körfu.Styrmir Snær Þrastarson, framherji 21 stig á 11:40 mínútum (PlúsMínus: 0 Framlag: 1) Var svolítið ragur og óákveðinn í sóknarleiknum en fær mínútur af því að hann spilar hörkuvörn og er oftast skynsamur í sókn. Craig Pedersen, þjálfari 3 Leikurinn var vel upp lagður og allt gekk vel upp í 35 mínútur. Það var allt til alls til að klára fyrsta sigur Íslands á EM og svekkelsið er því afar mikið. Spurningin er hvar sökin lá í lokin þegar allt fór í baklás. Sóknarleikurinn fraus, Belgunum tókst að loka á Tryggva og bakverðirnir höfðu ekki burði til að búa eitthvað til þegar allt var undir. Það voru tekin leikhlé en þessi eina eða tvær körfur sem liðið þurfti svo mikið á að halda á lokasprettinum litu aldrei dagsins ljóst. Nú þarf að grafa djúpt og byggja upp liðið fyrir leik strax annað kvöld. EM 2025 í körfubolta Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Körfubolti Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Enski boltinn Skýrsla Vals: Illt í sálinni Körfubolti „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ Körfubolti Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Fótbolti Ófrískar afrekskonur með lifandi þyngingarvesti Sport Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Fótbolti Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Enski boltinn Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan Körfubolti Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Fótbolti Fleiri fréttir Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Skýrsla Vals: Illt í sálinni „Hentar okkur illa að minnka hraðann og verja forskot“ „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ „Fannst við eiga meira skilið“ Einkunnir strákanna á móti Belgíu: Tryggvi frábær en okkur vantaði alvöru töffara í lokin „Nokkur krúsjal atriði sem féllu ekki með okkur“ Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Fékk 720 þúsund króna sekt og bann fyrir að vera rekinn út úr húsi á EM Berglind stigahæst í Evrópukeppninni og valin í lið mótsins Haukur Helgi mættur eftir aðgerð Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan „Hljóp stressið fljótt úr mér“ Íslenskan er ástæðan fyrir því að Baldur er meira á hliðarlínunni en Craig Stoltur og þakklátur með tárin í augunum Markkanen skoraði 43 stig á 23 mínútum á EM í kvöld EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ Sjá meira
Eftir svekkjandi tap á móti Ísrael í fyrsta leik voru strákarnir staðráðnir í að landa fyrsta sigri Íslands í úrslitakeppni EM. Þeir voru líka svo svakalega nálægt því enda leiddi íslenska liðið í næstum því 32 af mínútunum fjörutíu. Íslenska liðið var sjö stigum yfir þegar Tryggvi Snær Hlinason tróð boltanum í körfuna þegar fimm mínútur voru eftir. Þá fór allt í baklás. Belgarnir unnu síðustu fimm mínútur leiksins. 12-2 og tryggðu sér sigurinn. Það voru margt mjög jákvætt í leik íslenska liðsins en það voru þessi litlu smáatriði sem féllu ekki með íslenska liðinu. Tryggvi Snær hefur átt tvo mjög góða leiki á mótinu og Martin Hermannsson kom sterkur til baka eftir vonbrigðin í fyrsta leiknum. Það voru hins vegar þessar örlagaríku lokamínútur sem eyðilögðu daginn fyrir íslenska liðið. Liðið vantað alvöru töffara til að klára dæmið í sókninni því það voru næg tækifæri til að skora körfu sem íslenska liðið vantaði svo svakalega þegar ekkert gekk. Frammistöðumat íslensku leikmannanna í leiknum Útskýring á einkunnum: 6 - Heimsklassa frammistaða 5 - Frábær frammistaða 4 - Góð frammistaða 3 - Sæmileg frammistaða - skilaði sínu 2 - Ekki nógu góð frammistaða 1 - Slakur leikur Elvar Már Friðriksson fékk slæmt högg í leiknum í dag.Vísir/Hulda Margrét Byrjunarliðið: Elvar Már Friðriksson, bakvörður 313 stig á 31:41 mínútu (PlúsMínus: -8 Framlag: 6) Mótorinn í sóknarleik íslenska liðsins. Alltaf að ráðast á vörnina og reyna að koma einhverju í gang. Fékk slæmt högg í fyrri hálfleik sem háði honum aðeins en hann harkaði af sér. Kvartaði mikið í dómurunum enda var hann að fá lítið. Sýndi ítrekað áræðni sína og útsjónarsemi en meiðslin háðu honum augljóslega í lokin þegar við þurftum eitthvað gott á sóknarhelmingnum. Hitti ekki vel í þessum leik. Hilmar Smári Henningsson, bakvörður 22 stig á 13:55 mínútum (PlúsMínus: -14 Framlag: 0) Hent óvænt inn í byrjunarliðið. Byrjaði leikinn á því að keyra á körfuna og skora laglega körfu. Hitti ekki vel eftir það en sýndi að hann þorir að taka af skarið. Dýrmæt reynsla fyrir strákinn og hann hefur stimplað sig inn í liðið. Martin Hermannsson, bakvörður 312 stig og 8 stoðsendingar á 29:23 mínútum (PlúsMínus: -8 Framlag: 14) Núna þekkjum við hann. Heppnin var kannski ekki alveg með honum í liði en hugarfarið frábært. Bjó mikið til fyrir sig og aðra í liðinu. Byrjaði grimmur en kannski of grimmur því hann var kominn með tvær villur eftir aðeins tæpar tvær mínútur. Fékk á sig afar svekkjandi ruðningsdóm á úrslitastund þegar hans tími átti að vera runninn upp. Kristinn Pálsson, framherji 36 stig og 8 fráköst á 30:23 mínútum (PlúsMínus: -15 Framlag: 8) Staðráðinn að grípa tækifærið þegar hann kom inn í byrjunarliðið. Ekkert fallegra og mikilvægra fyrir liðið þegar hann smellir niður þristunum sínum. Lét vel finna sér í vörninni og tók oftast góðar og skynsamar ákvarðanir. Fórnaði sér fyrir málstaðinn og fékk að minnsta kosti þrjú kjaftshögg í leiknum. Frákastaði lengstum vel en hitti ekki vel í seinni hálfleik. Tryggvi Snær Hlinason, miðherji 520 stig, 10 fráköst og 5 varin á 39:02 mínútum (PlúsMínus: -2 Framlag: 32) Aftur besti maður íslenska liðsins. Átti margar troðslur, fullt af fráköstum og varði líka fimm skot frá Belgunum. Endaði með yfir þrjátíu í framlagi. Byrjaði leikinn á troðslu og gaf tóninn. Átti frábæran leik og réði ríkjum undir körfunni. Belgarnir skoruðu aðeins tíu stig inn í teig í fyrri hálfleik sem segir sína sögu. Belgarnir reyndu allan leikinn að finna lausnir á því að spila á móti Tryggva. Það gekk betur í lokin en þar kom líka inn í að Tryggvi fékk ekki mikla hvíld í þessum leik. Jón Axel Guðmundsson í vörninni í leiknum í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Komu inn af bekknum Ægir Þór Steinarsson, bakvörður 31 stig á 17:15 mínútum (PlúsMínus: 0 Framlag: 2) Kom inn í vígahug i vörnina og lét Belgana ekki í friði með kappi sínu og festu. Gerir auðvitað ekki mikið sóknarlega en færir orkustigið alltaf upp á næsta stig. Jón Axel Guðmundsson, framherji 47 stig á 24:05 mínútum (PlúsMínus: +10 Framlag: 10) Missti sætið í byrjunarliðinu en kom inn og skilaði mikilvægum mínum í hlutverki fjarkans í vörninni. Það gekk mikið upp á hjá honum sóknarlega framan af en mikilvægið í varnarleiknum sést vel á því að íslenska liðið var plús með hann inn á gólfinu. Skoraði mikilvægan þrist þegar lítið gekk í þriðja leikhluta og það kveikti líka heldur betur á sóknarmanninum Jóni. Kári Jónsson, bakvörður 32 stig á 2:14 mínútum (PlúsMínus: +2 Framlag:3) Kom óvænt inn strax í fyrsta leikhluta vegna villuvandræða Martins og var algjörlega óhræddur þegar hann skoraði góða körfu.Styrmir Snær Þrastarson, framherji 21 stig á 11:40 mínútum (PlúsMínus: 0 Framlag: 1) Var svolítið ragur og óákveðinn í sóknarleiknum en fær mínútur af því að hann spilar hörkuvörn og er oftast skynsamur í sókn. Craig Pedersen, þjálfari 3 Leikurinn var vel upp lagður og allt gekk vel upp í 35 mínútur. Það var allt til alls til að klára fyrsta sigur Íslands á EM og svekkelsið er því afar mikið. Spurningin er hvar sökin lá í lokin þegar allt fór í baklás. Sóknarleikurinn fraus, Belgunum tókst að loka á Tryggva og bakverðirnir höfðu ekki burði til að búa eitthvað til þegar allt var undir. Það voru tekin leikhlé en þessi eina eða tvær körfur sem liðið þurfti svo mikið á að halda á lokasprettinum litu aldrei dagsins ljóst. Nú þarf að grafa djúpt og byggja upp liðið fyrir leik strax annað kvöld.
Útskýring á einkunnum: 6 - Heimsklassa frammistaða 5 - Frábær frammistaða 4 - Góð frammistaða 3 - Sæmileg frammistaða - skilaði sínu 2 - Ekki nógu góð frammistaða 1 - Slakur leikur
EM 2025 í körfubolta Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Körfubolti Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Enski boltinn Skýrsla Vals: Illt í sálinni Körfubolti „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ Körfubolti Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Fótbolti Ófrískar afrekskonur með lifandi þyngingarvesti Sport Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Fótbolti Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Enski boltinn Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan Körfubolti Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Fótbolti Fleiri fréttir Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Skýrsla Vals: Illt í sálinni „Hentar okkur illa að minnka hraðann og verja forskot“ „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ „Fannst við eiga meira skilið“ Einkunnir strákanna á móti Belgíu: Tryggvi frábær en okkur vantaði alvöru töffara í lokin „Nokkur krúsjal atriði sem féllu ekki með okkur“ Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Fékk 720 þúsund króna sekt og bann fyrir að vera rekinn út úr húsi á EM Berglind stigahæst í Evrópukeppninni og valin í lið mótsins Haukur Helgi mættur eftir aðgerð Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan „Hljóp stressið fljótt úr mér“ Íslenskan er ástæðan fyrir því að Baldur er meira á hliðarlínunni en Craig Stoltur og þakklátur með tárin í augunum Markkanen skoraði 43 stig á 23 mínútum á EM í kvöld EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ Sjá meira