Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enska knattspyrnufélagið Manchester United hefur staðfest komu framherjans Bryan Mbeumo. Hann kemur frá Brentford og skrifar undir samning til ársins 2030 með möguleika á eins árs framlengingu. Enski boltinn 21.7.2025 19:23
Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Arnór Ingvi Traustason var allt í öllu þegar Norrköping lagði Värnamo 3-1 í efstu deild sænsku knattspyrnunnar í dag. Njarðvíkingurinn skoraði eitt og lagði upp annað. Hann fór því miður meiddur af velli í síðari hálfleik. Fótbolti 21.7.2025 18:59
Frá Skagafirði á Akranes Nýliðar ÍA í Bónus deild karla í körfubolta eru að safna liði, bæði innan vallar sem utan, fyrir komandi verkefni. Friðrik Hrafn Jóhannsson hefur samið við Skagamenn og mun vera hluti af þjálfarateymi félagsins á komandi leiktíð. Körfubolti 21.7.2025 18:17
Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Í hádeginu var dregið í þriðju umferð Sambandsdeildar Evrópu og Víkingar duttu ekki beint í lukkupottinn. Fótbolti 21.7.2025 12:58
Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Valur vann mikilvægan 1-2 sigur er liðið heimsótti Víking í sannkölluðum toppslag í Bestu-deild karla í knattspyrnu í gær. Fótbolti 21.7.2025 11:57
Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Vestri heimsótti Breiðablik í fimmtándu umferð Bestu-deildar karla á laugardaginn þar sem Íslandsmeistarar Breiðabliks unnu 1-0 sigur. Það voru þó ekki úrslit leiksins sem vöktu helst athygli sérfræðinga Stúkunnar. Fótbolti 21.7.2025 11:17
Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Englandsmeistarar Liverpool hafa samþykkt að greiða þýska félaginu Eintracht Frankfurt allt að 79 milljónir punda fyrir franska framherjann Hugo Ekitike. Fótbolti 21.7.2025 10:25
Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Lucy Bronze, varnarmaður enska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, segir að leikmenn hafi þurft að þola enn fleiri árásir eftir því sem kvennaboltinn hefur stækkað. Fótbolti 21.7.2025 09:47
Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, er handviss um að félagið hafi staðið rétt að í kringum mál Thomas Partey, fyrrverandi leikmanns liðsins, sem hefur verið kærður fyrir nauðgun. Fótbolti 21.7.2025 09:01
Rashford mættur til Barcelona Marcus Rashford, leikmaður Manchester United, er mættur til Barcelona og mun að öllum líkindum skrifa undir samning við Börsunga á næstunni. Fótbolti 21.7.2025 08:33
Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Pablo Punyed er snúinn aftur á fótboltavöllinn eftir nærri ár frá vellinum vegna krossbandsslita. Meiðsli tóku á andlegu hliðina en hann segist í dag eins og nýr. Íslenski boltinn 21.7.2025 08:02
Kassi í Mosfellsbæinn Afturelding hefur gengið frá samningi við Luc Kassi um að leika með liðinu það sem eftir lifir tímabils í Bestu-deild karla í knattspyrnu. Fótbolti 21.7.2025 07:31
„Heppinn að fá að lifa drauminn“ Eftir að hafa tryggt sér sigur á Opna breska meistaramótinu í golfi sagði bandaríski kylfingurinn Scottie Scheffler að honum finnist hann heppinn að fá að lifa drauminn sinn. Golf 20.7.2025 23:17
West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum Enska úrvalsdeildarfélagið West Ham hefur samið við enska bakvörðinn Kyle Walker-Peters um að leika með liðinu á komandi tímabili. Fótbolti 20.7.2025 22:32
„Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings, var sáttur með frammistöðu sinna manna þrátt fyrir 1-2 tap gegn Val í toppslag Bestu deildarinnar í kvöld. Þrjú lið eru nú jöfn að stigum í efstu sætum deildarinnar og allt stefnir í æsispennandi toppbaráttu. Íslenski boltinn 20.7.2025 22:27
„Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Srdjan Tufegdzic, þjálfari Vals, var ánægður með að enda 1435 daga langa bið Valsmanna eftir því að komast í efsta sæti Bestu deildarinnar. Valsmönnum tókst það með 1-2 sigri gegn Víkingi í kvöld. Túfa segir Valsliðið vera að þroskast og að laga marga hluti sem hefur vantað síðustu ár. Íslenski boltinn 20.7.2025 21:47
Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Paul Gascoigne, fyrrverandi leikmaður enska landsliðsins í knattspyrnu, fannst meðvitundarlaus á heimili sínu síðastliðinn föstudag og var í kjölfarið fluttur á spítala. Fótbolti 20.7.2025 21:43
Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Forráðamenn enska kvennalandsliðsins í knattspyrnu hafa sett sig í samband við lögregluna eftir að Jess Carter, varnarmaður liðsins, varð fyrir kynþáttaníð á Evrópumótinu sem nú fer fram í Sviss. Fótbolti 20.7.2025 20:01
Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Bryan Mbeumo er svo gott sem orðinn leikmaður Manchester United eftir að framherjinn gekkst undir læknisskoðun í dag. Fótbolti 20.7.2025 19:32
Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Frakkinn Hugo Ekitiké verður nýjasta sóknarvopnið hjá Englandsmeisturum Liverpool um leið og félagið gengur endalega frá kaupunum á honum frá Eintracht Frankfurt. Enski boltinn 20.7.2025 19:02
Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Víkingur tók á móti Val í toppslag og tapaði fyrsta heimaleiknum í sumar. Lokatölur 1-2 í Víkinni og Valsmenn tylla sér á toppinn í Bestu deildinni. Víkingar lentu marki undir og urðu manni færri skömmu síðar, tókst samt að setja jöfnunarmark og virtust ætla að halda út með jafntefli en fengu á sig klaufalegt mark á lokamínútum leiksins. Íslenski boltinn 20.7.2025 18:31
Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Bandaríkjamaðurinn Scottie Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil á ferlinum er hann tryggði sér sigur á Opna breska meistaramótinu í golfi í dag. Golf 20.7.2025 17:43
Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Manchester United og Leeds United gerðu markalaust jafntefli í gær í vináttuleik í Stokkhólmi í Svíþjóð. Bæði liðin eru að undirbúa sig fyrir ensku úrvalsdeildina. Enski boltinn 20.7.2025 17:31
Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Lionel Messi skoraði tvö mörk fyrir Inter Miami í bandarísku deildinni í nótt og komst með því upp fyrir góðvin sinn Cristiano Ronaldo. Fótbolti 20.7.2025 17:01