Fréttamynd

„Próf­steinninn verður þegar vesenið byrjar“

Einar Jónsson og Rúnar Kárason ræddu stórsigur Íslands gegn Ítalíu í hlaðvarpinu Besta sætið. Sérfræðingarnir voru ánægðir að sjá Gísla Þorgeir Kristjánsson og Ómar Inga Magnússon stimpla sig vel inn í mótið, en bíða og vona eftir því að sjá svipaða frammistöðu gegn stærri liðum.

Handbolti
Fréttamynd

„Höllin var æðis­leg“

Janus Daði Smárason átti mjög góðan leik með íslenska landsliðinu í kvöld og var valinn besti maður leiksins af mótshöldurum. Janus Daði kom inn af bekknum og skilaði átta mörkum úr níu skotum og bætti við fimm stoðsendingum.

Handbolti
Fréttamynd

„Átti al­veg von á því að þetta tæki lengri tíma“

„Ég er bara mjög ánægður með liðið. Mér fannst þetta frábær leikur og góður sigur af okkar hálfu“ sagði landsliðsþjálfarinn Snorri Steinn Guðjónsson eftir mjög öruggan 39-26 sigur gegn Ítalíu í fyrsta leik Íslands á EM. Hann byrjar nú að undirbúa liðið fyrir næsta leik gegn Póllandi en það verður eilítið erfitt.

Handbolti
Fréttamynd

„Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“

„Það er mikill fiðringur. Koma á gamla, góða hótelið. Sjá hin liðin. Það er alltaf ákveðin spenna í loftinu þegar mótin eru að byrja,“ segir leikstjórnandinn Gísli Þorgeir Kristjánsson og augljóslega spenntur að hefja leik í kvöld.

Handbolti
Fréttamynd

Sjáðu gleðina hjá Ís­lendingum í Kristian­stad

Á bilinu 2.500 til 3.000 stuðningsmenn Íslands koma saman í Kristianstad í Svíþjóð til að styðja strákana okkar til sigurs gegn Ítalíu í fyrsta leik á EM. Vísir var í beinni frá stuðningsmannasvæðinu í keppnishöllinni í dag.

Handbolti
Fréttamynd

Breytingar hjá Breiðabliki

Atvinnumaðurinn fyrrverandi Eyjólfur Héðinsson hefur verið ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Breiðabliki. Hann tekur við starfinu nú þegar Alfreð Finnbogason, sem var titlaður tæknilegur ráðgjafi hjá Breiðabliki, er orðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Rosenborg.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

KA fær Dag aftur heim

KA hefur borist gríðarlegur liðsstyrkur fyrir seinni hluta keppnistímabilsins í handbolta því hornamaðurinn Dagur Gautason er snúinn heim úr atvinnumennsku.

Handbolti