Fréttir Vildi pening frá foreldrum sínum og hótaði ítrekað að drepa þá Karlmaður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 15. september næstkomandi vegna gruns um að hann hafi framið margvísleg hegningarlagabrot. Flest brotin snúa að meintu ofbeldi og hótunum í garð foreldra hans. Innlent 25.8.2023 15:19 Ástandið ekki nógu gott við grunnskóla Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir óhætt að segja að ástand umferðar við grunnskóla sé ekki nógu gott. Þetta kemur fram í tilkynningu þar sem lögreglan segist vera við umferðareftirlit þessa dagana. Innlent 25.8.2023 14:55 Framvísaði fölsuðum skilríkjum og fer í fangelsi Erlendur ríkisborgari hefur verið dæmdur til þriggja mánaða fangelsisvistar, þar af tveggja óskilorðsbundinna, fyrir að framvísa fölsuðum skilríkjum og koma því þannig til leiðar að hann hlaut fullnaðarskráningu hjá Þjóðskrá Íslands á fölskum forsendum. Innlent 25.8.2023 14:48 Tvær sóttu um forstjórastöðuna hjá Geislavörnum Tvær sóttu um embætti forstjóra Geislavarna ríkisins sem auglýst var laust til umsóknar í byrjun ágúst síðastliðinn. Innlent 25.8.2023 14:19 Hvetur Íslendinga til að framlengja hvalveiðibannið Bandaríski stórleikarinn Jason Momoa hvetur íslensk stjórnvöld til þess að framlengja veiðibann á stórhvelum og hætta hvalveiði alfarið. Hann segir Íslendinga hugrakka að hafa bannað hvalveiðar í sumar. Innlent 25.8.2023 14:03 Bæjarstjóri mætti ekki til að rökstyðja úthlutun án útboðs Bæjarfulltrúi minnihlutans í Kópavogi segir skýringar bæjarstjóra, á því hvers vegna lóðinni Reit þrettán var úthlutað án útboðs, ekki halda neinu vatni. Innlent 25.8.2023 14:01 Dómur fyrir hrottalega frelsissviptingu ekki bersýnilega rangur Hæstiréttur hefur hafnað áfrýjunarleyfisbeiðni Þórðar Más Sigurjónssonar sem var sakfelldur fyrir frelsissviptingu, líkamsárás og hótanir, sem og önnur brot. Maðurinn vildi meina að dómar héraðsdóms og Landsréttar í málinu væru bersýnilega rangir, en Hæstiréttur féllst ekki á það. Innlent 25.8.2023 13:44 Eldurinn kviknaði í iðnaðarbili Tæknideild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur lokið rannsókn sinni á vettvangi brunans á Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði. Búið er að staðsetja upptök eldsins en orsök hans liggur ekki enn fyrir. Innlent 25.8.2023 13:30 Ætla að spara sautján milljarða með ýmsum hagræðingum Uppsagnir hjá ríkisstarfsmönnum er meðal aðgerða sem gripið verður til hjá stofnunum til að hagræða í rekstri ríkisins. Þá verða gjöld hækkuð á skemmtiferðaskip og fiskeldi. Allt stefnir í að staða ríkissjóðs verði hundrað milljörðum krónum betri en spáð var fyrir um í fyrra. Spara á fimm milljarða með lækkun launakostnaðar hjá ríkinu. Innlent 25.8.2023 12:14 Starfsfólk Kópavogsbæjar heim vegna myglu Starfsfólk sem vinnur á skrifstofum Velferðarsviðs Kópavogsbæjar eru heimavinnandi frá og með mánudeginum vegna myglu í húsnæði bæjarins í Fannborg 6. Innlent 25.8.2023 11:54 Tilfinningarík stund þegar Sigríður Heiða kvaddi Laugarnesskóla Sigríður Heiða Bragadóttir, fyrrverandi skólastjóri Laugarnesskóla, kvaddi nemendur og starfsfólk í dag. Hún hefur verið skólastjóri í sautján ár en tilkynnti um starfslok sín í sumar. Sagðist hún þar hafa neyðst til að hætta að læknisráði vegna veikinda tengdum myglu í skólanum. Innlent 25.8.2023 11:33 Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum fjöllum við um blaðamannafund sem fram fór í morgun í fjármálaráðuneytinu þar sem Bjarni Benediktsson ræddi þróun ríkisfjármála og hagræðingu í rekstri. Innlent 25.8.2023 11:33 Settur forstjóri skipaður forstjóri Skipulagsstofnunar Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra hefur skipað Ólaf Árnason í embætti forstjóra Skipulagsstofnunar frá 1. september næstkomandi. Ólafur hefur verið settur forstjóri stofnunarinnar síðasta árið. Innlent 25.8.2023 11:12 Þurfa ekki að birta andsvör Votta Jehóva Ríkisútvarpið þarf ekki að birta andsvör Votta Jehóva vegna umfjöllunar á miðlum þess um trúarhópinn. Þetta kemur fram í úrskurði fjölmiðlanefndar, en þar segir að andsvörin sem Vottar Jehóva vildu koma á framfæri þóttu of löng. Einnig þóttu þau fela í sér meira en leiðréttingar á staðreyndum málsins, en nefndin bendir á að aðilar eigi ekki rétt á að koma sjónarmiðum sínum á framfæri að öðru leyti. Innlent 25.8.2023 11:03 Óvíst að upplýsingar um þyngd og hæð séu réttar Óvíst er að upplýsingar um þyngd og hæð Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sem skráðar voru þegar hann gaf sig fram í fangelsinu í Fulton-sýslu í Atlanta í gær séu réttar, að því er fram kemur í umfjöllun Washington Post. Erlent 25.8.2023 10:39 Danir banna brennslu trúar- og helgirita Stjórnvöld í Danmörku hyggjast banna brennur trúar- og helgirita á opinberum stöðum, það er að segja á almannafæri. Ákvörðunin var tekin í kjölfar nokkurra brenna fyrir utan erlend sendiráð nú í sumar. Erlent 25.8.2023 10:34 Bein útsending: Fjármálaráðherra kynnir hagræðingu í rekstri Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra hefur boðað til fréttamannafundar í ráðuneyti sínu klukkan 11:30 í dag. Innlent 25.8.2023 10:30 Lögregla bíður eiturefnagreiningar vegna hundadauða Skyndilegur dauði tíu hunda á bænum Engihlíð í Norðurdal í Breiðdal er nú til rannsóknar hjá lögreglu. Beðið eiturefnagreiningar á tveimur hræjunum. Innlent 25.8.2023 10:29 Saka Úkraínumenn um umfangsmestu árásirnar til þessa Rússneska varnarmálaráðuneytið heldur því fram að Úkraínumenn hafi skotið flugskeyti að Moskvu og ráðist á Krímskaga með á fimmta tug dróna í dag. Ef rétt reynist eru það umfangsmestu árásir Úkraínumanna á Rússland og hernumin svæði til þessa. Erlent 25.8.2023 08:50 Ingunn sú sem var stungin af nemanda sínum Ingunn Björnsdóttir, dósent í lyfjafræði við Oslóarháskóla, var ásamt samkennara sínum stungin af nemanda í gær. Nemandinn hefur verið handtekinn. Innlent 25.8.2023 08:47 Rannsaka andlát 88 einstaklinga í tengslum við „eitursala“ í Kanada Lögregluyfirvöld á Bretlandseyjum telja að minnsta kosti 88 einstaklinga þar í landi hafa látist eftir að hafa verslað efni af „eitursala“ í Kanada. Kenneth Law var handtekinn í maí síðastliðnum og er grunaður um að hafa aðstoðað fólk við að fremja sjálfsvíg. Erlent 25.8.2023 08:06 Örlítið hækkuð gildi stórauka líkurnar á hjartaáföllum og dauða Einstaklingar á miðjum aldri sem eru í yfirþyngd og með örlítla blóðþrýstings-, kólesteról- eða blóðsykurshækkun eru þrefalt líklegri að deyja fyrir aldur fram en aðrir. Þá eru þeir 35 prósent líklegri til að fá hjartaáfall og heilablóðfall og upplifa þau tveimur árum fyrr en jafnaldrar þeirra. Erlent 25.8.2023 07:20 Hitinn gæti farið í 23 stig en regnsvæði nálgast Útlit er fyrir að það verði hægur vindur og bjart veður í dag. Þokuloft er nú allvíða á sveimi, en það ætti að bráðna af þegar líður á morguninn. Veður 25.8.2023 07:06 Hyggst gefa út reglur um farsímanotkun í grunnskólum Næstum öll börn í grunnskólum landsins eiga eigin farsíma, 95 prósent barna í 4. til 7. bekk og 98 prósent í 8. til 10. bekk. Um 7 prósent nemenda í 4. til 7. bekk nota netið daglega til að leysa skólaverkefni, 38 prósent nemenda í 8. til 10. bekk og 74 prósent framhaldsskólanema. Innlent 25.8.2023 06:44 Framdi rán vopnaður örvum en án boga Vaktin var fremur róleg hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt. Óvenjulegt atvik kom hins vegar upp í miðborginni, þar sem tilkynnt var um rán. Innlent 25.8.2023 06:29 Trump handtekinn í tugthúsinu Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur verið formlega handtekinn í Fulton-sýslu í Atlanta í Bandaríkjunum. Þar hefur hann og átján bandamenn hans verið ákærðir vegna tilrauna þeirra til að snúa niðurstöðum forsetakosninganna í ríkinu árið 2020. Erlent 25.8.2023 00:02 Björgunarmiðstöðin víkur fyrir lúxusíbúðum Hluti hins svokallaða Reits 13, sem félagið Fjallasól í eigu Mata-systkina keypti, var í eigu björgunarsveita. Kópavogsbær er hafði milligöngu um kaup á lóðinni áður en hún var afhent verktökum. Innlent 24.8.2023 23:46 Deilt um gagnsóknina Bandarískir og úkraínskir herforingjar eru sagðir hafa deilt um framkvæmd gagnsóknar Úkraínumanna. Valerí Salúsjní, yfirmaður úkraínska hersins, segir hermenn sína nærri því að brjóta sér leið í gegnum varnir Rússa. Erlent 24.8.2023 22:33 „Þarf að fara og sækja tekjur þar sem svigrúm er“ Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar segir verðbólguvæntingar benda til þess að almenningur hafi ekki trú á því að ríkisstjórnin geti náð verðbólgu niður. Fjármagna þurfi að fullu næsta kjarapakka sem sé ómögulegt með ríkisstjórn sem geti ekki komið sér saman um ákvarðanir. Innlent 24.8.2023 22:29 „Ógerlegt“ að auglýsa lóð lúxusíbúða á Kársnesi Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri Kópavogs segir að samningsstaða bæjarins hefði orðið veikari með auglýsingu lóðarinnar Reits 13 á Kársnesi. Minnihluti bæjarstjórnar telur afhendingu lóðarinnar ganga í berhögg við reglur bæjarins um úthlutun og brot á jafnræði. Innlent 24.8.2023 21:33 « ‹ ›
Vildi pening frá foreldrum sínum og hótaði ítrekað að drepa þá Karlmaður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 15. september næstkomandi vegna gruns um að hann hafi framið margvísleg hegningarlagabrot. Flest brotin snúa að meintu ofbeldi og hótunum í garð foreldra hans. Innlent 25.8.2023 15:19
Ástandið ekki nógu gott við grunnskóla Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir óhætt að segja að ástand umferðar við grunnskóla sé ekki nógu gott. Þetta kemur fram í tilkynningu þar sem lögreglan segist vera við umferðareftirlit þessa dagana. Innlent 25.8.2023 14:55
Framvísaði fölsuðum skilríkjum og fer í fangelsi Erlendur ríkisborgari hefur verið dæmdur til þriggja mánaða fangelsisvistar, þar af tveggja óskilorðsbundinna, fyrir að framvísa fölsuðum skilríkjum og koma því þannig til leiðar að hann hlaut fullnaðarskráningu hjá Þjóðskrá Íslands á fölskum forsendum. Innlent 25.8.2023 14:48
Tvær sóttu um forstjórastöðuna hjá Geislavörnum Tvær sóttu um embætti forstjóra Geislavarna ríkisins sem auglýst var laust til umsóknar í byrjun ágúst síðastliðinn. Innlent 25.8.2023 14:19
Hvetur Íslendinga til að framlengja hvalveiðibannið Bandaríski stórleikarinn Jason Momoa hvetur íslensk stjórnvöld til þess að framlengja veiðibann á stórhvelum og hætta hvalveiði alfarið. Hann segir Íslendinga hugrakka að hafa bannað hvalveiðar í sumar. Innlent 25.8.2023 14:03
Bæjarstjóri mætti ekki til að rökstyðja úthlutun án útboðs Bæjarfulltrúi minnihlutans í Kópavogi segir skýringar bæjarstjóra, á því hvers vegna lóðinni Reit þrettán var úthlutað án útboðs, ekki halda neinu vatni. Innlent 25.8.2023 14:01
Dómur fyrir hrottalega frelsissviptingu ekki bersýnilega rangur Hæstiréttur hefur hafnað áfrýjunarleyfisbeiðni Þórðar Más Sigurjónssonar sem var sakfelldur fyrir frelsissviptingu, líkamsárás og hótanir, sem og önnur brot. Maðurinn vildi meina að dómar héraðsdóms og Landsréttar í málinu væru bersýnilega rangir, en Hæstiréttur féllst ekki á það. Innlent 25.8.2023 13:44
Eldurinn kviknaði í iðnaðarbili Tæknideild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur lokið rannsókn sinni á vettvangi brunans á Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði. Búið er að staðsetja upptök eldsins en orsök hans liggur ekki enn fyrir. Innlent 25.8.2023 13:30
Ætla að spara sautján milljarða með ýmsum hagræðingum Uppsagnir hjá ríkisstarfsmönnum er meðal aðgerða sem gripið verður til hjá stofnunum til að hagræða í rekstri ríkisins. Þá verða gjöld hækkuð á skemmtiferðaskip og fiskeldi. Allt stefnir í að staða ríkissjóðs verði hundrað milljörðum krónum betri en spáð var fyrir um í fyrra. Spara á fimm milljarða með lækkun launakostnaðar hjá ríkinu. Innlent 25.8.2023 12:14
Starfsfólk Kópavogsbæjar heim vegna myglu Starfsfólk sem vinnur á skrifstofum Velferðarsviðs Kópavogsbæjar eru heimavinnandi frá og með mánudeginum vegna myglu í húsnæði bæjarins í Fannborg 6. Innlent 25.8.2023 11:54
Tilfinningarík stund þegar Sigríður Heiða kvaddi Laugarnesskóla Sigríður Heiða Bragadóttir, fyrrverandi skólastjóri Laugarnesskóla, kvaddi nemendur og starfsfólk í dag. Hún hefur verið skólastjóri í sautján ár en tilkynnti um starfslok sín í sumar. Sagðist hún þar hafa neyðst til að hætta að læknisráði vegna veikinda tengdum myglu í skólanum. Innlent 25.8.2023 11:33
Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum fjöllum við um blaðamannafund sem fram fór í morgun í fjármálaráðuneytinu þar sem Bjarni Benediktsson ræddi þróun ríkisfjármála og hagræðingu í rekstri. Innlent 25.8.2023 11:33
Settur forstjóri skipaður forstjóri Skipulagsstofnunar Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra hefur skipað Ólaf Árnason í embætti forstjóra Skipulagsstofnunar frá 1. september næstkomandi. Ólafur hefur verið settur forstjóri stofnunarinnar síðasta árið. Innlent 25.8.2023 11:12
Þurfa ekki að birta andsvör Votta Jehóva Ríkisútvarpið þarf ekki að birta andsvör Votta Jehóva vegna umfjöllunar á miðlum þess um trúarhópinn. Þetta kemur fram í úrskurði fjölmiðlanefndar, en þar segir að andsvörin sem Vottar Jehóva vildu koma á framfæri þóttu of löng. Einnig þóttu þau fela í sér meira en leiðréttingar á staðreyndum málsins, en nefndin bendir á að aðilar eigi ekki rétt á að koma sjónarmiðum sínum á framfæri að öðru leyti. Innlent 25.8.2023 11:03
Óvíst að upplýsingar um þyngd og hæð séu réttar Óvíst er að upplýsingar um þyngd og hæð Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sem skráðar voru þegar hann gaf sig fram í fangelsinu í Fulton-sýslu í Atlanta í gær séu réttar, að því er fram kemur í umfjöllun Washington Post. Erlent 25.8.2023 10:39
Danir banna brennslu trúar- og helgirita Stjórnvöld í Danmörku hyggjast banna brennur trúar- og helgirita á opinberum stöðum, það er að segja á almannafæri. Ákvörðunin var tekin í kjölfar nokkurra brenna fyrir utan erlend sendiráð nú í sumar. Erlent 25.8.2023 10:34
Bein útsending: Fjármálaráðherra kynnir hagræðingu í rekstri Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra hefur boðað til fréttamannafundar í ráðuneyti sínu klukkan 11:30 í dag. Innlent 25.8.2023 10:30
Lögregla bíður eiturefnagreiningar vegna hundadauða Skyndilegur dauði tíu hunda á bænum Engihlíð í Norðurdal í Breiðdal er nú til rannsóknar hjá lögreglu. Beðið eiturefnagreiningar á tveimur hræjunum. Innlent 25.8.2023 10:29
Saka Úkraínumenn um umfangsmestu árásirnar til þessa Rússneska varnarmálaráðuneytið heldur því fram að Úkraínumenn hafi skotið flugskeyti að Moskvu og ráðist á Krímskaga með á fimmta tug dróna í dag. Ef rétt reynist eru það umfangsmestu árásir Úkraínumanna á Rússland og hernumin svæði til þessa. Erlent 25.8.2023 08:50
Ingunn sú sem var stungin af nemanda sínum Ingunn Björnsdóttir, dósent í lyfjafræði við Oslóarháskóla, var ásamt samkennara sínum stungin af nemanda í gær. Nemandinn hefur verið handtekinn. Innlent 25.8.2023 08:47
Rannsaka andlát 88 einstaklinga í tengslum við „eitursala“ í Kanada Lögregluyfirvöld á Bretlandseyjum telja að minnsta kosti 88 einstaklinga þar í landi hafa látist eftir að hafa verslað efni af „eitursala“ í Kanada. Kenneth Law var handtekinn í maí síðastliðnum og er grunaður um að hafa aðstoðað fólk við að fremja sjálfsvíg. Erlent 25.8.2023 08:06
Örlítið hækkuð gildi stórauka líkurnar á hjartaáföllum og dauða Einstaklingar á miðjum aldri sem eru í yfirþyngd og með örlítla blóðþrýstings-, kólesteról- eða blóðsykurshækkun eru þrefalt líklegri að deyja fyrir aldur fram en aðrir. Þá eru þeir 35 prósent líklegri til að fá hjartaáfall og heilablóðfall og upplifa þau tveimur árum fyrr en jafnaldrar þeirra. Erlent 25.8.2023 07:20
Hitinn gæti farið í 23 stig en regnsvæði nálgast Útlit er fyrir að það verði hægur vindur og bjart veður í dag. Þokuloft er nú allvíða á sveimi, en það ætti að bráðna af þegar líður á morguninn. Veður 25.8.2023 07:06
Hyggst gefa út reglur um farsímanotkun í grunnskólum Næstum öll börn í grunnskólum landsins eiga eigin farsíma, 95 prósent barna í 4. til 7. bekk og 98 prósent í 8. til 10. bekk. Um 7 prósent nemenda í 4. til 7. bekk nota netið daglega til að leysa skólaverkefni, 38 prósent nemenda í 8. til 10. bekk og 74 prósent framhaldsskólanema. Innlent 25.8.2023 06:44
Framdi rán vopnaður örvum en án boga Vaktin var fremur róleg hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt. Óvenjulegt atvik kom hins vegar upp í miðborginni, þar sem tilkynnt var um rán. Innlent 25.8.2023 06:29
Trump handtekinn í tugthúsinu Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur verið formlega handtekinn í Fulton-sýslu í Atlanta í Bandaríkjunum. Þar hefur hann og átján bandamenn hans verið ákærðir vegna tilrauna þeirra til að snúa niðurstöðum forsetakosninganna í ríkinu árið 2020. Erlent 25.8.2023 00:02
Björgunarmiðstöðin víkur fyrir lúxusíbúðum Hluti hins svokallaða Reits 13, sem félagið Fjallasól í eigu Mata-systkina keypti, var í eigu björgunarsveita. Kópavogsbær er hafði milligöngu um kaup á lóðinni áður en hún var afhent verktökum. Innlent 24.8.2023 23:46
Deilt um gagnsóknina Bandarískir og úkraínskir herforingjar eru sagðir hafa deilt um framkvæmd gagnsóknar Úkraínumanna. Valerí Salúsjní, yfirmaður úkraínska hersins, segir hermenn sína nærri því að brjóta sér leið í gegnum varnir Rússa. Erlent 24.8.2023 22:33
„Þarf að fara og sækja tekjur þar sem svigrúm er“ Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar segir verðbólguvæntingar benda til þess að almenningur hafi ekki trú á því að ríkisstjórnin geti náð verðbólgu niður. Fjármagna þurfi að fullu næsta kjarapakka sem sé ómögulegt með ríkisstjórn sem geti ekki komið sér saman um ákvarðanir. Innlent 24.8.2023 22:29
„Ógerlegt“ að auglýsa lóð lúxusíbúða á Kársnesi Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri Kópavogs segir að samningsstaða bæjarins hefði orðið veikari með auglýsingu lóðarinnar Reits 13 á Kársnesi. Minnihluti bæjarstjórnar telur afhendingu lóðarinnar ganga í berhögg við reglur bæjarins um úthlutun og brot á jafnræði. Innlent 24.8.2023 21:33