Fréttir

Musk sér eftir sumum færslunum sem hann birti um Trump

Elon Musk segist nú sjá eftir sumum þeirra færslna sem hann setti á samfélagsmiðil sinn, X, í síðustu viku. Þar fór hann ófögrum orðum yfir nýtt fjárlagafrumvarp Trump. Hann sagði það „viðurstyggilegan hrylling“ og sagði Repúblikana, flokksmenn Trump, eiga að skammast sín.

Erlent

Þriggja daga þjóðar­sorg í Austur­ríki

Þriggja daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í Austurríki og mínútuþögn verður um allt landið klukkan tíu að staðartíma í dag í minningu um fórnarlömb skotárásar í framhaldsskóla í borginni Graz í gær.

Erlent

„Stundin sem við höfum óttast er runnin upp“

Karen Bass, borgarstjóri Los Angeles í Bandaríkjunum, hefur komið á útgöngubanni í hluta borgarinnar til að stöðva gripdeildir og ofbeldi af hálfu mótmælenda. Lögregla hefur handtekið fjölda mótmælenda sem hafa ekki virt útgöngubannið. 

Erlent

Ís­lendingur í Graz: „Brotna niður við að hugsa um þessa for­eldra“

Íslensk kona búsett í Graz segir borgina alla í áfalli eftir atburði dagsins en ellefu eru látnir og tugir særðir eftir skotárás á menntaskóla í borginni í morgun. Sjálf á hún tvö börn sem ganga í aðra menntaskóla í borginni. Hún segir árásina ýfa upp gömul sár en tíu ár eru síðan þrír létust í annarri árás í Graz. 

Erlent

Reisa tuttugu bekki til minningar um Bryn­dísi Klöru

Í dag var afhjúpaður bekkur til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur við Salalaug í Kópavogi. Alls verða tuttugu bekkir reistir í sveitarfélaginu en verkefnið hlaut brautargengi í gegnum samráðsverkefnið „Okkar Kópavogur“.

Innlent

Endósamtökin lýsa yfir þungum á­hyggjum

Endósamtökin lýsa yfir þungum áhyggjum í ljósi þess að Heilbrigðisráðuneytið hefur ákveðið að fækka niðurgreiddum aðgerðum einkarekinnar stofu vegna sjúkdómsins. Samtökin skora á Heilbrigðisráðuneytið að endurskoða ákvörðunina og óska eftir auknu samráði í mótun á þjónustu.

Innlent

Kona látin eftir stunguárás í Noregi

Kona lést eftir að hafa verið stungin úti á götu í morgun í bænum Hønefoss í Noregi. Karlmaður sem grunaður er um verknaðinn hefur verið handtekinn, en lögreglan skaut hann í lærið við handtökuna. Maðurinn hefur verið ákærður fyrir morð.

Erlent

Eldur í bíl­skúr á Álfta­nesi

Eldur kom upp í bílskúr á Álftanesi rétt fyrir kl. 16 í dag. Allt tiltækt lið slökkviliðsins var ræst út en svo virðist sem búið sé að slökkva eldinn.

Innlent

Nafn mannsins sem drukknaði við Örfirisey

Maðurinn sem drukknaði við Örfirisey í lok maí, eftir að hafa örmagnast á sjósundi, hét Michal Gabriš. Hann var frá Slóvakíu og varð aðeins 27 ára. Hann hafði nýlokið hringferð um Ísland á hlaupahjóli.

Innlent

Per­sónu­vernd lagði Land­lækni en sektin milduð

Persónuvernd mátti sekta embætti Landlæknis fyrir öryggisbresti sem vörðuðu tugir þúsunda Íslendinga. Héraðsdómari mildaði þó stjórnvaldssektina úr 12 milljónum í 8 milljónir þar sem Landlæknir þótti samvinnufús við að upplýsa um málið.

Innlent

Guð­rún spyr um há laun æðstu ráða­manna

Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Sjálfstæðisflokksins steig í pontu í dagskrárliðnum Óundirbúnar fyrirspurnir og spurði Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra út í nýlegar launahækkanir æðstu embættismanna ríkisins, um 5,6 prósent.

Innlent