Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. október 2025 20:55 Albert Guðmundsson skoraði tvö mörk sem virtust ætla að tryggja Íslendingum jafntefli gegn Úkraínumönnum. vísir/anton Ísland tapaði 3-5 fyrir Úkraínu á Laugardalsvelli í undankeppni HM 2026 í kvöld. Íslendingar voru 1-3 undir í hálfleik, Albert Guðmundsson jafnaði með tveimur mörkum í seinni hálfleik en Úkraínumenn skoruðu tvö mörk undir lokin og tryggðu sér sigurinn. Með honum komst Úkraína upp fyrir Ísland í 2. sæti D-riðils undankeppninnar og náði frumkvæðinu í baráttunni um sæti í umspili Íslenska liðið spilaði ekki illa í leiknum í kvöld og sóknarleikurinn var ljómandi góður. En varnarleikurinn var afleitur og því fór sem fór. Arnar Gunnlaugsson stýrði íslenska liðinu í annað sinn á heimavelli í kvöld.vísir/anton Arnar Gunnlaugsson tefldi djarft enda gaf það góða raun í síðustu landsleikjum. En veikleikar íslenska liðsins komu bersýnilega í ljós í leiknum í kvöld. Íslendingar voru sterkari aðilinn úti á vellinum í en fengu samt á sig á sig fimm mörk. Úkraínumenn nýttu sín tækifæri til hins ítrasta en samkvæmt hinni margumtöluðu xG- tölfræði hefðu þeir varla átt að skora eitt mark í leiknum (0,6). En þeir gerðu gott betur, margfölduðu þessa tölu með rúmlega fimm og fara sáttir af landi brott með þrjú stig í farteskinu. Úkraínumenn biðu færis og nýttu sér mistök Íslendinga til hins ítrasta í kvöld. Vörnin er ennþá slök og svæðið fyrir framan hana var illa valdað eins og sást í nær öllum mörkunum. Sævar Atli Magnússon var í byrjunarliði Íslands í fyrsta sinn í tvö ár.vísir/anton Íslendingar sýndu ýmsar hliðar á sér í leiknum í kvöld; barnaskap í lok fyrri hálfleiks, karakter að koma til baka, frábæra sóknartakta en varnarleik sem flest lið myndu skammast sín fyrir. Bættu ofan á þetta dassi af ólánsemi - Úkraína átti sex skot á markið og skoraði fimm mörk - útkoman er slæm. Íslenska liðið byrjaði leikinn ágætlega, var með fín tök á honum og Hákon Arnar Haraldsson ógnaði með góðu skoti á 5. mínútu. Leikurinn var í jafnvægi þegar ógæfan reið yfir á 14. mínútu. Vitaliy Mykolenko slapp þá framhjá Hákoni og Guðlaugi Victori Pálssyni, hélt áfram fram vinstri kantinn og lagði boltann svo út í teiginn á Ruslan Malinovskiy sem skoraði með föstu innanfótar skoti. Genoa-maðurinn var einn og óvaldaður en það stef átti eftir að endurtaka sig í leiknum. Á 28. mínútu átti Daníel Leó Grétarsson frábæra sendingu fram vinstri kantinn á Albert sem komst einn gegn Anatoliy Trubin, tók boltann á lofti en skaut í slá. Mikael Egill Ellertssson kom mikið við sögu í fyrri hálfleik.vísir/anton Eftir daufar mínútur hleypti færið lífi í íslenska liðið og það hélt áfram að ógna vinstra megin á vellinum. Á 34. mínútu færði Ísak Bergmann Jóhannesson boltann yfir til vinstri á Mikael Egil Ellertsson sem lék á Yukhym Konoplia og átti sendingu, eða skot, sem Trubin missti inn. Íslendingar voru með fín tök á leiknum eftir þetta en sofnuðu aftur á verðinum á lokamínútu fyrri hálfleiks. Varamaðurinn Nazar Voloshyn sendi fyrir frá vinstri, Daníel Leó kraflaði í boltann sem barst á Mikael Egil. Hann hitti boltann ekki og hann féll fyrir fætur Gutsulyak sem var fljótur að athafna sig og skoraði. Vont varð verra þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Öll skynsemi hvarf út í vindinn með öðru markinu, Íslendingar sóttu fram eins og fimm mínútur voru til leiksloka og þeim var refsað. Ísak tapaði boltanum, Voloshyn sendi hann á Malinovskiy við D-bogann. Eins og í fyrsta markinu var hann óvaldaður, lét vaða og skoraði sitt annað mark og þriðja mark Úkraínu. Nazar Voloshyn reyndist íslenska liðinu erfiður.vísir/anton Verkefnið var ærið eftir þennan afleita endi á fyrri hálfleik. Sá seinni byrjaði ekki vel en á 50. mínútu slapp Voloshyn í gegnum íslensku vörnina og reyndi að leika á Elías Rafn Ólafsson sem bjargaði og hélt vonum Íslands á lífi. Á 59. mínútu minnkuðu Íslendingar muninn. Eftir langa sókn barst boltinn á Hákon við hægra vítateigshornið. Hann átti fullkomna fyrirgjöf á Albert sem kastaði sér fram og skallaði boltann í netið. Arnar gerði breytingar, setti Loga Tómasson og Jón Dag Þorsteinsson inn á fyrir Jón Dag Þorsteinsson og Sævar Atla Magnússon. Og áfram sótti íslenska liðið, yfirvegað og markvisst. Og á 75. mínútu bar sóknin ávöxt. Albert heldur áfram að klífa upp listann yfir markahæstu leikmenn í sögu íslenska landsliðsins.vísir/anton Logi fékk boltann á vinstri kantinn og sendi fyrir á Andra Lucas Guðjohnsen. Hann stillti boltanum upp fyrir Albert sem hikaði hvergi, lét vaða með vinstri fæti, skoraði annað mark sitt og jafnaði í 3-3. Þrettánda landsliðsmark Alberts en þrjú þeirra hafa komið gegn Úkraínu. Sjö mínútum fyrir leikslok fengu Íslendingar enn eitt höggið í magann og það þyngsta. Boltinn féll fyrir Ivan Kaliuzhnyi fyrir utan vítateig, hann skaut viðstöðulaust og boltinn söng í netinu. Glæsilegt mark og Úkraína komin í bílstjórasætið eftir að hafa átt undir högg að sækja í lengri tíma. Á 88. mínútu veitti Oleg Ocheretko Íslandi svo náðarhöggið. Hann fékk boltann fyrir utan vítateig, lét vaða og eins og alltaf þegar Úkraína horfði á markið í leiknum fór boltinn inn. Úkraínumenn fagna með sínum stuðningsmönnum í leikslok.vísir/anton Lokatölur 3-5 og Ísland þarf nú að elta Úkraínu í baráttunni um 2. sætið. Örlögin eru þó enn í höndum okkar manna en þeir geta ekki leyft sér viðlíka gjafmildi þegar þeir sækja Úkraínumenn heim í Varsjá í lokaleik D-riðils. HM 2026 í fótbolta Landslið karla í fótbolta
Ísland tapaði 3-5 fyrir Úkraínu á Laugardalsvelli í undankeppni HM 2026 í kvöld. Íslendingar voru 1-3 undir í hálfleik, Albert Guðmundsson jafnaði með tveimur mörkum í seinni hálfleik en Úkraínumenn skoruðu tvö mörk undir lokin og tryggðu sér sigurinn. Með honum komst Úkraína upp fyrir Ísland í 2. sæti D-riðils undankeppninnar og náði frumkvæðinu í baráttunni um sæti í umspili Íslenska liðið spilaði ekki illa í leiknum í kvöld og sóknarleikurinn var ljómandi góður. En varnarleikurinn var afleitur og því fór sem fór. Arnar Gunnlaugsson stýrði íslenska liðinu í annað sinn á heimavelli í kvöld.vísir/anton Arnar Gunnlaugsson tefldi djarft enda gaf það góða raun í síðustu landsleikjum. En veikleikar íslenska liðsins komu bersýnilega í ljós í leiknum í kvöld. Íslendingar voru sterkari aðilinn úti á vellinum í en fengu samt á sig á sig fimm mörk. Úkraínumenn nýttu sín tækifæri til hins ítrasta en samkvæmt hinni margumtöluðu xG- tölfræði hefðu þeir varla átt að skora eitt mark í leiknum (0,6). En þeir gerðu gott betur, margfölduðu þessa tölu með rúmlega fimm og fara sáttir af landi brott með þrjú stig í farteskinu. Úkraínumenn biðu færis og nýttu sér mistök Íslendinga til hins ítrasta í kvöld. Vörnin er ennþá slök og svæðið fyrir framan hana var illa valdað eins og sást í nær öllum mörkunum. Sævar Atli Magnússon var í byrjunarliði Íslands í fyrsta sinn í tvö ár.vísir/anton Íslendingar sýndu ýmsar hliðar á sér í leiknum í kvöld; barnaskap í lok fyrri hálfleiks, karakter að koma til baka, frábæra sóknartakta en varnarleik sem flest lið myndu skammast sín fyrir. Bættu ofan á þetta dassi af ólánsemi - Úkraína átti sex skot á markið og skoraði fimm mörk - útkoman er slæm. Íslenska liðið byrjaði leikinn ágætlega, var með fín tök á honum og Hákon Arnar Haraldsson ógnaði með góðu skoti á 5. mínútu. Leikurinn var í jafnvægi þegar ógæfan reið yfir á 14. mínútu. Vitaliy Mykolenko slapp þá framhjá Hákoni og Guðlaugi Victori Pálssyni, hélt áfram fram vinstri kantinn og lagði boltann svo út í teiginn á Ruslan Malinovskiy sem skoraði með föstu innanfótar skoti. Genoa-maðurinn var einn og óvaldaður en það stef átti eftir að endurtaka sig í leiknum. Á 28. mínútu átti Daníel Leó Grétarsson frábæra sendingu fram vinstri kantinn á Albert sem komst einn gegn Anatoliy Trubin, tók boltann á lofti en skaut í slá. Mikael Egill Ellertssson kom mikið við sögu í fyrri hálfleik.vísir/anton Eftir daufar mínútur hleypti færið lífi í íslenska liðið og það hélt áfram að ógna vinstra megin á vellinum. Á 34. mínútu færði Ísak Bergmann Jóhannesson boltann yfir til vinstri á Mikael Egil Ellertsson sem lék á Yukhym Konoplia og átti sendingu, eða skot, sem Trubin missti inn. Íslendingar voru með fín tök á leiknum eftir þetta en sofnuðu aftur á verðinum á lokamínútu fyrri hálfleiks. Varamaðurinn Nazar Voloshyn sendi fyrir frá vinstri, Daníel Leó kraflaði í boltann sem barst á Mikael Egil. Hann hitti boltann ekki og hann féll fyrir fætur Gutsulyak sem var fljótur að athafna sig og skoraði. Vont varð verra þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Öll skynsemi hvarf út í vindinn með öðru markinu, Íslendingar sóttu fram eins og fimm mínútur voru til leiksloka og þeim var refsað. Ísak tapaði boltanum, Voloshyn sendi hann á Malinovskiy við D-bogann. Eins og í fyrsta markinu var hann óvaldaður, lét vaða og skoraði sitt annað mark og þriðja mark Úkraínu. Nazar Voloshyn reyndist íslenska liðinu erfiður.vísir/anton Verkefnið var ærið eftir þennan afleita endi á fyrri hálfleik. Sá seinni byrjaði ekki vel en á 50. mínútu slapp Voloshyn í gegnum íslensku vörnina og reyndi að leika á Elías Rafn Ólafsson sem bjargaði og hélt vonum Íslands á lífi. Á 59. mínútu minnkuðu Íslendingar muninn. Eftir langa sókn barst boltinn á Hákon við hægra vítateigshornið. Hann átti fullkomna fyrirgjöf á Albert sem kastaði sér fram og skallaði boltann í netið. Arnar gerði breytingar, setti Loga Tómasson og Jón Dag Þorsteinsson inn á fyrir Jón Dag Þorsteinsson og Sævar Atla Magnússon. Og áfram sótti íslenska liðið, yfirvegað og markvisst. Og á 75. mínútu bar sóknin ávöxt. Albert heldur áfram að klífa upp listann yfir markahæstu leikmenn í sögu íslenska landsliðsins.vísir/anton Logi fékk boltann á vinstri kantinn og sendi fyrir á Andra Lucas Guðjohnsen. Hann stillti boltanum upp fyrir Albert sem hikaði hvergi, lét vaða með vinstri fæti, skoraði annað mark sitt og jafnaði í 3-3. Þrettánda landsliðsmark Alberts en þrjú þeirra hafa komið gegn Úkraínu. Sjö mínútum fyrir leikslok fengu Íslendingar enn eitt höggið í magann og það þyngsta. Boltinn féll fyrir Ivan Kaliuzhnyi fyrir utan vítateig, hann skaut viðstöðulaust og boltinn söng í netinu. Glæsilegt mark og Úkraína komin í bílstjórasætið eftir að hafa átt undir högg að sækja í lengri tíma. Á 88. mínútu veitti Oleg Ocheretko Íslandi svo náðarhöggið. Hann fékk boltann fyrir utan vítateig, lét vaða og eins og alltaf þegar Úkraína horfði á markið í leiknum fór boltinn inn. Úkraínumenn fagna með sínum stuðningsmönnum í leikslok.vísir/anton Lokatölur 3-5 og Ísland þarf nú að elta Úkraínu í baráttunni um 2. sætið. Örlögin eru þó enn í höndum okkar manna en þeir geta ekki leyft sér viðlíka gjafmildi þegar þeir sækja Úkraínumenn heim í Varsjá í lokaleik D-riðils.