Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. október 2025 07:40 Norðmenn óttast hörð mótmæli og því er öryggisgæslan í hæstu hæðum í Osló. Getty/Mark Kerrison Ísraelska fótboltalandsliðið lenti í Noregi í gærkvöldi en liðið mætir heimamönnum í undankeppni HM um helgina. Flugvélin kom frá Tel Aviv og lenti við einkaflugstöðina á Gardermoen um klukkan sjö um kvöldið. Leikmennirnir voru sóttir út á flugbrautina og svo voru þeir fluttir á Radisson Blu Nydalen-hótelið þar sem þeir munu dvelja í vikunni. Mörgum klukkustundum áður hafði lögreglan í Ósló sett upp járngirðingar í kringum hótelið þar sem ísraelsku leikmennirnir munu dvelja. Það er mjög sjaldgæft að við sjáum slíkan viðbúnað í Noregi. Þar verður sýnileg gæsla á meðan ísraelska liðið er í Noregi. Meðal aðgerða er að engum óviðkomandi verður hleypt inn á hótelið eða á þá staði sem liðið dvelur. Dagbladet ræddi við mann sem ætlaði inn á hótelið til að hitta fjölskyldumeðlim, en honum var ekki hleypt inn. Norska knattspyrnusambandið hefur gripið til nokkurra ráðstafana fyrir leikinn. Aðdáendasvæði (Fan Zone) verður lokað á leikdegi og stuðningsmenn fá ekki að sjá leikmennina koma á eða fara af leikvanginum eins og vanalega. „Það er meiri öryggisviðbúnaður í kringum þennan leik en aðra landsleiki. Við getum ekki farið nánar út í hvaða úrræði lögreglan notar, hvenær og hvar,“ sagði aðgerðastjórinn Eirik Sannes við Dagbladet og bætti við: „Markmiðið er að leikurinn fari fram án óæskilegra atvika, að þetta verði örugg stund fyrir alla sem fara á Ullevaal,“ sagði Sannes. Á morgun klukkan fjögur að íslenskum tíma á Ísrael að spila gegn Noregi á Ullevaal-leikvanginum. Norska liðið getur tekið stórt skref í átt að HM í Norður-Ameríku næsta sumar með sigri, en Ísrael er svo gott sem úr leik um HM-sæti óháð úrslitum. HM 2026 í fótbolta Noregur Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Berst við krabbamein Fótbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Giftu sig á gamlársdag Handbolti Fleiri fréttir „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ Berst við krabbamein „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Chelsea búið að reka Enzo Maresca Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Sjá meira
Flugvélin kom frá Tel Aviv og lenti við einkaflugstöðina á Gardermoen um klukkan sjö um kvöldið. Leikmennirnir voru sóttir út á flugbrautina og svo voru þeir fluttir á Radisson Blu Nydalen-hótelið þar sem þeir munu dvelja í vikunni. Mörgum klukkustundum áður hafði lögreglan í Ósló sett upp járngirðingar í kringum hótelið þar sem ísraelsku leikmennirnir munu dvelja. Það er mjög sjaldgæft að við sjáum slíkan viðbúnað í Noregi. Þar verður sýnileg gæsla á meðan ísraelska liðið er í Noregi. Meðal aðgerða er að engum óviðkomandi verður hleypt inn á hótelið eða á þá staði sem liðið dvelur. Dagbladet ræddi við mann sem ætlaði inn á hótelið til að hitta fjölskyldumeðlim, en honum var ekki hleypt inn. Norska knattspyrnusambandið hefur gripið til nokkurra ráðstafana fyrir leikinn. Aðdáendasvæði (Fan Zone) verður lokað á leikdegi og stuðningsmenn fá ekki að sjá leikmennina koma á eða fara af leikvanginum eins og vanalega. „Það er meiri öryggisviðbúnaður í kringum þennan leik en aðra landsleiki. Við getum ekki farið nánar út í hvaða úrræði lögreglan notar, hvenær og hvar,“ sagði aðgerðastjórinn Eirik Sannes við Dagbladet og bætti við: „Markmiðið er að leikurinn fari fram án óæskilegra atvika, að þetta verði örugg stund fyrir alla sem fara á Ullevaal,“ sagði Sannes. Á morgun klukkan fjögur að íslenskum tíma á Ísrael að spila gegn Noregi á Ullevaal-leikvanginum. Norska liðið getur tekið stórt skref í átt að HM í Norður-Ameríku næsta sumar með sigri, en Ísrael er svo gott sem úr leik um HM-sæti óháð úrslitum.
HM 2026 í fótbolta Noregur Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Berst við krabbamein Fótbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Giftu sig á gamlársdag Handbolti Fleiri fréttir „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ Berst við krabbamein „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Chelsea búið að reka Enzo Maresca Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Sjá meira