
Filippseyingar á Íslandi óttast afleiðingar ályktunar Íslendinga
Margir viðmælendanna við vildu hvorki koma fram undir nafni né á mynd af ótta við afleiðingar í ættlandinu.

Duterte íhugar alvarlega að slíta stjórnmálasambandi við Ísland
Rodrigo Duterte, Filippseyjaforseti, segist nú íhuga það af alvöru að slíta stjórnmálasambandi Filippseyja við Ísland.

Þingmaður segir Íslendinga „drepa“ fleiri með þungunarrofi en fíkniefnastríðið
Filippseyskum stjórnvöldum er enn ekki runnin reiðin eftir að mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti tillögu Íslands um að fíkniefnastríðið þar skyldi rannsakað.

Davíð segir Guðlaug Þór slá skjaldborg um filippeyska fíkniefnasala
Tilefni skrifa Davíðs Oddssonar er nýsamþykkt tillaga Íslands í Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna um stöðu mannréttindamála á Filippseyjum.

Ýjar að því að Filippseyingar ættu að draga sig úr Mannréttindaráðinu vegna Íslands
Teodoro Locsin utanríkisráðherra Filippseyja segir að stjórnvöld þar muni ekki leyfa Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna að rannsaka stríðið gegn fíkniefnum.

Duterte segir íslensku þjóðina bara borða ís
Hann sagði enn fremur að Íslendingar skilji ekki þau félagslegu, efnahagslegu og pólitísku vandamál sem ríkið glími við.

Mannréttindavaktin fagnar hugrekki Íslands
Sérfræðingur í málefnum Filippseyja hjá Mannréttindavaktinni segir ályktun Íslands aðeins fyrsta skrefið í að draga filippseysk stjórnvöld til ábyrgðar.

Tillaga Íslands samþykkt og Filippseyingar bregðast illa við
Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti á fundi sínum í dag tillögu Íslands vegna mannréttindaástandsins á Filippseyjum með átján atkvæðum gegn fimmtán.

Bein útsending: Atkvæðagreiðsla í mannréttindaráðinu um tillögu Íslands
Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna mun fyrir hádegi greiða atkvæði um tillögu Íslands vegna mannréttindaástandsins á Filippseyjum.

Ummælin til marks um slæma samvisku
Málflutningur utanríkisráðherra Filippseyja er ekki svaraverður. Þetta segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra í samtali við Fréttablaðið.

Segir Íslendinga handbendi eiturlyfjabaróna
Fari svo að tillaga, sem gerir Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna að rannsaka fíkniefnastríð Filippseyjaforseta, verði samþykkt munu allir sem að henni standa fá veglega bónusgreiðslu frá eiturlyfjahringjum.

Vísar ásökunum um hræsni til föðurhúsanna
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra vísar ásökunum sendiherra Filippseyja um hræsni Íslendinga í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna til föðurhúsanna.

Aftökur án dóms og laga tíðar á Filippseyjum
Mannréttindasamtök hvetja mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna að samþykkja tillögu um að rannsaka fíkniefnastríðið á Filippseyjum.

Staðfesta Íslands
Við öðlumst mannréttindi við fæðingu. Þau spretta af samfélagslegu mikilvægi þess að fólk beri virðingu hvert fyrir öðru og viðurkenni rétt allra til mannlegrar reisnar.

Segir Ísland láta til sín taka í mannréttindamálum svo eftir sé tekið
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, ávarpaði Mannréttindaráð Sameinuðu Þjóðanna í dag.

Ísland leggur fram fyrstu ályktanirnar í mannréttindaráðinu
Ísland gagnrýnir Filippseyjar og Sádí-Arabíu í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. Michelle Bachelet, mannréttindafulltrúi Sameinuðu þjóðanna, flutti yfirlitsræðu í morgun um stöðu mannréttinda í heiminum við upphaf fundarlotu mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna.

Réttindi hinsegin fólks eru mannréttindi
Það var ánægjulegt að sjá í niðurstöðum könnunar á viðhorfi fólks til utanríkisþjónustunnar hversu margir telja jákvætt og mikilvægt að Ísland hafi tekið sæti í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna.

Segir Ísland sanna að smáríki geta verið leiðtogar á heimsvísu
Framkvæmdastjóri Mannréttindavaktarinnar í Genf segir að þrátt fyrir smæð sína sé Ísland leiðandi ríki á vettvangi Mannréttindaráðs Sameinuðu Þjóðanna. Hann vonast til að Ísland beiti sér fyrir umbótum sem kalli á meira mannréttindareftirlit með sjálfum meðlimum ráðsins.

Íslandsdeild Amnesty fagnar framgöngu Íslands
Þann 7. mars sl. flutti fastafulltrúi Íslands sameiginlegt ávarp 36 ríkja í ráðinu þar sem mannréttindabrot Sádi-Arabíu voru fordæmd.

Ísland fordæmdi morðið á Khashoggi í yfirlýsingu um Sádi-Arabíu
Fastafulltrúi Íslands flutti yfirlýsinguna sem nokkur ríki í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna standa sameiginlega að.