Viðvörunarljós Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 25. júlí 2019 08:00 Hættuleg öfl eru á sveimi í íslensku þjóðfélagi og opinbera sig hvað eftir annað. Nýlegt dæmi er að skyndilega var farið að deila um rétt stjórnvalda til að taka fólk af lífi án dóms og laga. Þetta gerðist eftir að tillaga íslenskra stjórnvalda um óháða rannsókn á stöðu mannréttindamála á Filippseyjum var samþykkt í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. Fyrirfram hefði mátt ætla að óhugsandi væri að einstaklingar hér á landi tækju sér stöðu með stjórnvöldum sem hafa þá markvissu stefnu að myrða þegna sína. En hið ótrúlega gerðist, þegar krafist var rannsóknar yfir þessum stjórnvöldum þá framkallaði það fordæmingu hjá hópi fólks hér á landi. Ein af reglum réttarríkisins er að allir fái sanngjarna málsmeðferð og það á líka við um þá stórseku. Duterte, hinum alræmda forseta Filippseyja, hefur tekist að snarlækka glæpatíðni í landi sínu með því að láta drepa glæpamennina. Mjög skilvirk aðgerð, eins og öllum ætti að vera ljóst. Þarna er sannarlega unnið samkvæmt lögmálinu: Með illu skal illt út reka. Það er uggvænlegt að vita af einstaklingum hér á landi sem hlaupa í vörn fyrir forseta Filippseyja og koma skilmerkilega til skila þeirri skoðun sinni að hann hafi verið að vinna þjóðþrifaverk. Þessar raddir koma úr ólíklegustu áttum, jafnvel frá einstaklingum sem ættu að vita svo miklu betur. Þegar þessar raddir enduróma svo skoðanir sínar í fjölmiðlum þá er ekki laust við að fólki bregði. Þetta er málflutningur sem er algjörlega á skjön við þau lögmál sem siðaðar þjóðir viðurkenna. Eitthvað mikið er að þegar ráðamenn sem æða áfram og skeyta engu um lög og rétt fá hvað eftir annað uppklapp hér á landi frá fólki í valdastöðum. Duterte er ekki eina dæmið um leiðtoga sem skeytir engu um mannréttindi og mannúð. Hinn hugmyndaríki raðlygari Donald Trump er forseti Bandaríkjanna og hatast við alla minnihlutahópa. Nýlega sagði hann að hörundsdökkar þingkonur af erlendum uppruna gætu farið heim til sín ef þeim líkaði ekki staða mála í Bandaríkjunum. Þegar hann vék talinu að einni þeirra á fundi söngluðu stuðningsmenn forsetans: „Sendið hana til baka.“ Þetta var óhuggulegt augnablik múgæsingar sem Trump skapaði sjálfur. Hann og ríkisstjórn hans bera ábyrgð á því að börn flóttamanna eru aðskilin frá foreldrum sínum við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó og geymd í sérstökum búðum þar sem aðstæður eru skelfilegar. Enginn einstaklingur með vott af siðferðiskennd ætti að geta afsakað slíkt, en það vefst samt ekki fyrir einhverjum Íslendingum. Einn stjórnmálaflokka landsins, Miðflokkurinn, er eins og snýttur út úr nösinni á Trump. Þar eru mini-Trumpar á svo að segja öllum póstum. Þar er þingmaður sem hleypur í vörn fyrir Duterte og þar er formaður sem nýlega gerði lítið úr hinni sænsku Gretu Thunberg í blaðagrein. Áherslur flokksins eru allar æði Trumps-legar. Hættuleg öfl eru á sveimi í íslensku þjóðfélagi og hreiðra um sig á ýmsum stöðum. Viðvörunarljósin blikka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ísland í mannréttindaráði SÞ Kolbrún Bergþórsdóttir Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Mest lesið Snorri og Donni Andri Þorvarðarson Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla. Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir skrifar Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Hættuleg öfl eru á sveimi í íslensku þjóðfélagi og opinbera sig hvað eftir annað. Nýlegt dæmi er að skyndilega var farið að deila um rétt stjórnvalda til að taka fólk af lífi án dóms og laga. Þetta gerðist eftir að tillaga íslenskra stjórnvalda um óháða rannsókn á stöðu mannréttindamála á Filippseyjum var samþykkt í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. Fyrirfram hefði mátt ætla að óhugsandi væri að einstaklingar hér á landi tækju sér stöðu með stjórnvöldum sem hafa þá markvissu stefnu að myrða þegna sína. En hið ótrúlega gerðist, þegar krafist var rannsóknar yfir þessum stjórnvöldum þá framkallaði það fordæmingu hjá hópi fólks hér á landi. Ein af reglum réttarríkisins er að allir fái sanngjarna málsmeðferð og það á líka við um þá stórseku. Duterte, hinum alræmda forseta Filippseyja, hefur tekist að snarlækka glæpatíðni í landi sínu með því að láta drepa glæpamennina. Mjög skilvirk aðgerð, eins og öllum ætti að vera ljóst. Þarna er sannarlega unnið samkvæmt lögmálinu: Með illu skal illt út reka. Það er uggvænlegt að vita af einstaklingum hér á landi sem hlaupa í vörn fyrir forseta Filippseyja og koma skilmerkilega til skila þeirri skoðun sinni að hann hafi verið að vinna þjóðþrifaverk. Þessar raddir koma úr ólíklegustu áttum, jafnvel frá einstaklingum sem ættu að vita svo miklu betur. Þegar þessar raddir enduróma svo skoðanir sínar í fjölmiðlum þá er ekki laust við að fólki bregði. Þetta er málflutningur sem er algjörlega á skjön við þau lögmál sem siðaðar þjóðir viðurkenna. Eitthvað mikið er að þegar ráðamenn sem æða áfram og skeyta engu um lög og rétt fá hvað eftir annað uppklapp hér á landi frá fólki í valdastöðum. Duterte er ekki eina dæmið um leiðtoga sem skeytir engu um mannréttindi og mannúð. Hinn hugmyndaríki raðlygari Donald Trump er forseti Bandaríkjanna og hatast við alla minnihlutahópa. Nýlega sagði hann að hörundsdökkar þingkonur af erlendum uppruna gætu farið heim til sín ef þeim líkaði ekki staða mála í Bandaríkjunum. Þegar hann vék talinu að einni þeirra á fundi söngluðu stuðningsmenn forsetans: „Sendið hana til baka.“ Þetta var óhuggulegt augnablik múgæsingar sem Trump skapaði sjálfur. Hann og ríkisstjórn hans bera ábyrgð á því að börn flóttamanna eru aðskilin frá foreldrum sínum við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó og geymd í sérstökum búðum þar sem aðstæður eru skelfilegar. Enginn einstaklingur með vott af siðferðiskennd ætti að geta afsakað slíkt, en það vefst samt ekki fyrir einhverjum Íslendingum. Einn stjórnmálaflokka landsins, Miðflokkurinn, er eins og snýttur út úr nösinni á Trump. Þar eru mini-Trumpar á svo að segja öllum póstum. Þar er þingmaður sem hleypur í vörn fyrir Duterte og þar er formaður sem nýlega gerði lítið úr hinni sænsku Gretu Thunberg í blaðagrein. Áherslur flokksins eru allar æði Trumps-legar. Hættuleg öfl eru á sveimi í íslensku þjóðfélagi og hreiðra um sig á ýmsum stöðum. Viðvörunarljósin blikka.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun