Páskar

Stefnir í úrkomumet í Reykjavík
Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir að nú stefni í áhugaverða keppni um úrkomumet í Reykjavík en metið féll 1921.

Blind box æði að grípa um sig í Kringlunni
Blind box eru mætt í MINISO í Kringlunni. Kristín Bu rekstrarstjóri MINISO segir hálfa heimsbyggðina vera að tapa sér yfir boxunum og vinsældirnar snúist fyrst og fremst um spennuna við að opna boxið og sjá hvaða fígúru þú færð.

Pálmasunnudagur
Pálmasunnudag ber upp viku fyrir páskadag ár hvert og markar jafnframt upphaf dymbilviku. Í ár, 2022, ber daginn upp þann 10. apríl.

Ódýrustu páskaeggin í Bónus
Samkvæmt verðkönnun Alþýðusambands Íslands sem framkvæmd var þriðjudaginn 29. mars er Bónus að jafnaði með lægsta verðið á matvöru. Dýrast er að versla í Iceland en þar er meðalverð 38% yfir lægsta verði.

Skemmtileg og öðruvísi páskaegg ásamt páskaratleik
Páskarnir eru hjá mörgum tími samveru og skemmtilegra stunda með vinum og fjölskyldu. Páskaegg spila stóran þátt hjá mörgum en nýsjálenska fyrirtækið Zuru er með allskonar sniðug leikfangaegg sem gleðja litla páskaunga. Páskaegg geta nefnilega verið allskonar og súkkulaði þarf ekki að vera allsráðandi.

101 dagur í næsta frí: „Tökum febrúarlægðirnar beint á kassann og ekkert breik“
Landsmenn þurfa að bíða talsvert eftir næsta almenna frídegi, eða í um þrjá og hálfan mánuð. Næsti frídagur er ekki fyrr en á skírdag, sem verður í ár þann 14. apríl – eftir samtals 101 dag.

Lagði áherslu á mikilvægi þess að fátækar þjóðir verði bólusettar
Annað árið í röð var páskaguðsþjónustu að mestu streymt á netinu. Í páskaávarpi sínu lagði Frans páfi áherslu á mikilvægi þess að fátækustu þjóðir heims yrðu bólusettar.

Óvænt gifting á Hvolsvelli tilkynnt í páskaeggi
Það var mikið húllum hæ í húsi á Hvolsvelli í morgun þegar páskaeggin voru opnuð. Ástæðan er sú að þar var miði inn í, sem tilkynnti um óvænta uppákomu, sem fór fram í skjóli nætur.

„Nú hyllir undir að við séum að sleppa fyrir horn“
Breytingar sem verða á lífsleiðinni, heimsfaraldur kórónuveiru og sagan af Maríu frá Magdölum voru meðal þess sem var Agnesi M. Sigurðardóttur biskup Íslands ofarlega í huga í páskaprédikun hennar sem hún flutti við hátíðlega guðsþjónustu í Dómkirkjunni í dag, páskadag.

„Síminn hefur ekki stoppað“
Verkefnastýra kaffistofu Samhjálpar segir að síminn hjá sér hafi ekki stoppað eftir að fregnir bárust af því að ekki væri til nóg af páskaeggjum fyrir skjólstæðinga samtakanna á páskadag. Fólk hafi verið að koma með egg í gær og í dag. Hún telur að flestir ef ekki allir geti átt von á páskaeggi á morgun og er afar þakklát fyrir stuðninginn.

Páskaeggin við það að klárast
Það fer nú hver að verða síðastur að tryggja sér páskaegg en þau eru að klárast í flestum verslunum. Þetta staðfesta framkvæmdastjórar Hagkaup og Krónunnar og þá hefur Vísir fengið það staðfest að handgerð páskaegg Hafliða Ragnarssonar séu uppseld.

Opna aftur fyrir umferð að gosstöðvunum á morgun
Ákveðið hefur verið að opna aftur fyrir umferð um Suðurstrandarveg að gosstöðvum í Geldingadölum frá hádegi á morgun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglustjóranum á Suðurnesjum en gert er ráð fyrir að opnunin taki gildi klukkan tólf á morgun, páskadag.

Gular viðvaranir um Páskahelgi
Gul veðurviðvörun verður í gildi á nær öllu landinu á morgun og sunnudag og verður fólk sem er á ferðinni í tilefni Páska því að fara varlega á ferðalögum sínum um landið. Viðvörunin gildir á Faxaflóa, Ströndum og Norðvesturlandi, Norðausturlandi, Austurlandi, Austfjörðum og Suðausturlandi.

Páskaskrautið: Stærstu mistökin að ofhlaða
„Ég er almennt frekar íhaldssöm þegar kemur að skreytingum fyrir hátíðardaga eins og páska og jól og fer alls ekki fram úr mér þegar kemur að skrauti,“ segir Elva Ágústsdóttir innanhússráðgjafi og útstillingahönnuður.

Brjóta páskaeggin svo flestir skjólstæðingar fái mola
Búist er við fjölmenni í mat hjá Samhjálp á páskadag en daglega koma hundrað og fimmtíu til tvöhundruð manns í hádegismat að sögn verkefnastýru kaffistofunnar. Fjölgað hafi í hóp þeirra sem þurfi á aðstoð að halda. Ekki er til nóg af páskaeggjum fyrir alla á páskadag.

Allra veðra von um páskana
Í dag verður suðvestan strekkingur norðantil á landinu og sums staðar hvasst á morgun, einkum þar sem vindur stendur af fjöllum, en hægari vindur syðra. Skýjað veður, úrkomulítið og milt, en léttskýjað á Austurlandi á morgun.

Páskaterta Alberts og Bergþórs
Þeir Albert Eiríksson og Bergþór Pálsson töfra fram nýja páskatertu á hverju ári. Í þættinum Ísland í dag sýndu þeir páskatertu ársins sem er fullkomin fyrir baksturinn um helgina.

Hvetja ekki til páskaferðalaga og biðja fólk að sinna erindum í heimabyggð
Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Almannavörnum, beinir þeim tilmælum til fólk að hugsa vel um hvaða fólk það ætli að hitta yfir páskana.

Hættu snarlega við öll páskaplön
Landsmenn aflýstu margir páskafrísplönum strax og samkomutakmarkanir voru hertar í síðustu viku. Allt stefnir nú í rólega páska heima við, líkt og í fyrra.

Undirbúa páskaumferð að Geldingadölum: „Það mæðir mikið á björgunarsveitarfólkinu okkar“
„Við sjáum það alveg fyrir að við getum ekki haldið slíkri gæslu úti eins og búin er að vera,“ segir Hjálmar Hallgrímsson, lögreglumaður hjá Lögreglunni á Suðurnesjum. Mikið hefur mætt á lögreglu- og björgunarsveitarfólki sem sinnt hefur gæslu við gossvæðið í Geldingadölum frá því gos hófst þar 19. mars.